Þrír geimfarar um borð í geimstöðinni fylgdust grannt með því þegar sjálfstýring Dragon-geimferjunnar lagði henni að stöðinni. Hún varð þar með fyrsta bandaríska geimfarið sem er hannað til að flytja menn hefur komið til geimstöðvarinnar í átta ár. Um borð var brúða sem hefur fengið nafnið Ripley.
Einkarekna geimferðafyrirtækið SpaceX er með samning við bandarísku geimvísindastofnunina NASA um að flytja geimfara. NASA hefur þurft að leigja pláss í rússneskri geimferju frá því að síðustu geimskutlunni var lagt árið 2011. Gangi allt að óskum á SpaceX að flytja tvo geimfara þegar í sumar, að sögn AP-fréttastofunnar.
Dragon-ferjunni var skotið á loft í gær. Hún yfirgefur geimstöðina og heldur aftur til jarðar á föstudag. Ætlunin er að lenda ferjunni í Atlantshafinu undan ströndum Flórídaskaga. Fylgst verður grannt með hvernig ferjan þolir gríðarlega kraftana þegar hún fellur logandi í gegnum lofthjúp jarðar og hvort lífkerfi hennar ráða við álagið.
Capture confirmed! After making 18 orbits of Earth since its launch, @SpaceX's #CrewDragon spacecraft successfully attached to the @Space_Station via “soft capture” at 5:51am ET while the station was traveling just north of New Zealand. Watch: https://t.co/oJKHgK8eV7 pic.twitter.com/xO1rU5cAMM
— NASA (@NASA) March 3, 2019