Einn besti leikur Mitchell í endurkomusigri á Bucks Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. mars 2019 09:30 Donovan Mitchell vísir/getty Utah Jazz gerði sér lítið fyrir og lagði besta lið NBA deildarinnar Milwaukee Bucks að velli í nótt með ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta. Það munaði sautján stigum á liðunum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir í síðasta fjórðungnum. Þá tóku hins vegar heimamenn í Utah öll völd á vellinum og fóru á 17-2 kafla og minnkuðu muninn í 92-90. Donovan Mitchell jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir og var leikurinn í járnum það sem eftir var. Donovan Mitchell kom stöðunni í 115-111 af vítalínunni þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu ekki að svara og sigurinn heimamanna. Mitchell skoraði 46 stig sem er hans besta á ferlinum. 17 af þeim stigum komu á síðustu átta mínútum leiksins.@spidadmitchell (career-high 46 PTS) & @Giannis_An34 (43 PTS) put on an epic scoring duel as the @utahjazz win at home! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/VmpNsC63UN — NBA (@NBA) March 3, 2019 Það gengur lítið upp hjá Los Angeles Lakers þessa dagana og þeir hittu botninn í nótt þegar þeir töpuðu fyrir versta liði deildarinnar Phoenix Suns. Þetta var aðeins þrettándi sigur Suns í 64 leikjum í vetur. LeBron James reyndi hvað hann gat að draga sína menn áfram en það gekk ekki í þetta skiptið þrátt fyrir 27 stig, 16 stoðsendingar og 9 fráköst. Lakers er nú fjórum og hálfum sigri frá sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þegar nítján leikir eru eftir í deildarkeppninni.#TimeToRise@DeandreAyton patrols the paint in the @Suns home win with 26 PTS, 10 REB! #NBARookspic.twitter.com/EZRKs0W4kn — NBA (@NBA) March 3, 2019 Stephen Curry leiddi meistarana í Golden State Warriors til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Curry var í villuvandræðum en spilaði í gegnum þau og setti 28 stig í naumum 120-117 sigri Golden State. Hann var fjarverandi mest allan þriðja leikhluta en á lokasprettinum í fjórða leikhluta var það Curry sem fór fyrir gestunum og kláraði leikinn. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig og DeMarcus Cousins bætti 25 við.@KDTrey5 (34 PTS, 5 AST) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) fuel the @warriors road W against Philadelphia! #DubNationpic.twitter.com/KlPTUDMWZt — NBA (@NBA) March 3, 2019Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 93-129 Indiana Pacers - Orlando Magic 112-117 Miami Heat - Brooklyn Nets 117-88 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 117-120 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 81-111 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 116-102 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 112-120 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 118-109 Utah Jazz - Milwaukee Bucks 115-111 NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Utah Jazz gerði sér lítið fyrir og lagði besta lið NBA deildarinnar Milwaukee Bucks að velli í nótt með ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta. Það munaði sautján stigum á liðunum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir í síðasta fjórðungnum. Þá tóku hins vegar heimamenn í Utah öll völd á vellinum og fóru á 17-2 kafla og minnkuðu muninn í 92-90. Donovan Mitchell jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir og var leikurinn í járnum það sem eftir var. Donovan Mitchell kom stöðunni í 115-111 af vítalínunni þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu ekki að svara og sigurinn heimamanna. Mitchell skoraði 46 stig sem er hans besta á ferlinum. 17 af þeim stigum komu á síðustu átta mínútum leiksins.@spidadmitchell (career-high 46 PTS) & @Giannis_An34 (43 PTS) put on an epic scoring duel as the @utahjazz win at home! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/VmpNsC63UN — NBA (@NBA) March 3, 2019 Það gengur lítið upp hjá Los Angeles Lakers þessa dagana og þeir hittu botninn í nótt þegar þeir töpuðu fyrir versta liði deildarinnar Phoenix Suns. Þetta var aðeins þrettándi sigur Suns í 64 leikjum í vetur. LeBron James reyndi hvað hann gat að draga sína menn áfram en það gekk ekki í þetta skiptið þrátt fyrir 27 stig, 16 stoðsendingar og 9 fráköst. Lakers er nú fjórum og hálfum sigri frá sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þegar nítján leikir eru eftir í deildarkeppninni.#TimeToRise@DeandreAyton patrols the paint in the @Suns home win with 26 PTS, 10 REB! #NBARookspic.twitter.com/EZRKs0W4kn — NBA (@NBA) March 3, 2019 Stephen Curry leiddi meistarana í Golden State Warriors til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Curry var í villuvandræðum en spilaði í gegnum þau og setti 28 stig í naumum 120-117 sigri Golden State. Hann var fjarverandi mest allan þriðja leikhluta en á lokasprettinum í fjórða leikhluta var það Curry sem fór fyrir gestunum og kláraði leikinn. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig og DeMarcus Cousins bætti 25 við.@KDTrey5 (34 PTS, 5 AST) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) fuel the @warriors road W against Philadelphia! #DubNationpic.twitter.com/KlPTUDMWZt — NBA (@NBA) March 3, 2019Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 93-129 Indiana Pacers - Orlando Magic 112-117 Miami Heat - Brooklyn Nets 117-88 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 117-120 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 81-111 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 116-102 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 112-120 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 118-109 Utah Jazz - Milwaukee Bucks 115-111
NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira