Mun fleiri sæta farbanni og varðhaldi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. mars 2019 07:30 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Vísir/GVA Úrskurðum um farbann og gæsluvarðhald fjölgar mikið milli ára án þess að innkomnum ákærumálum eða sakamálum í rannsókn hafi fjölgað. Kveðnir voru upp 489 gæsluvarðhaldsúrskurðir hjá héraðsdómstólum í fyrra. Það er metfjöldi á tíu ára tímabili. Árið 2017 voru 449 úrskurðir kveðnir upp sem einnig var met, sé horft yfir tíu ára tímabil. Þegar skýringa var leitað á þessari fjölgun hjá lögreglu og ákæruvaldi komu ýmsar mögulegar skýringar fram en í öllum tilvikum var um getgátur að ræða. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við bar saman um að óvenjumörg þung mál hefðu verið til rannsóknar á liðnu ári sem skýrt gæti fjölgun gæsluvarðhaldsúrskurða að einhverju leyti. Vísað var meðal annars til manndrápsmála, alvarlegra líkamsárása og einnig umfangsmikilla rannsókna sem lúti meðal annars að skipulagðri brotastarfsemi. Þá var vísað til fjölgunar útlendra burðardýra samanborið við Íslendinga en Fréttablaðið greindi fyrir skömmu frá þeirri þróun. Þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé um svokölluð játningarmál að ræða, hvort sem Íslendingar eða útlendingar eiga í hlut, er sá munur á meðferð þeirra að Íslendingar sem játa greiðlega eru, á grundvelli dómafordæma, yfirleitt úrskurðaðir í farbann en útlendingar sem eins er komið fyrir eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á þeim grundvelli að þeir hafi lítil eða engin tengsl við landið og því talin hætta á að þeir reyni að koma sér úr landi og undan refsingu meðan mál þeirra eru í rannsókn.Margföldun farbannsúrskurða Á sama tíma margfölduðust einnig uppkveðnir farbannsúrskurðir og fóru úr 85 árið 2017 í 214 úrskurði 2018. Langflestir voru kveðnir upp í héraðsdómstólum Reykjavíkur og Reykjaness. Athygli vekur, þegar skýringa er leitað á aukningunni, að einnig er vísað til fíkniefnabrota útlendinga líkt og í svörum við fyrirspurnum um fjölgun gæsluvarðhaldsúrskurða. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir skýringu á fjölgun farbannsúrskurða ekki einhlíta heldur líklegast að um nokkra samverkandi þætti sé að ræða. Ein skýringin sé aukin áhersla á beitingu meðalhófs og frekar sé farið fram á farbann sem er vægara úrræði en gæsluvarðhald. Einnig kunni aukningin að skýrast af auknum fjölda útlendinga sem koma til landsins. Stærsti hópurinn sem sæti farbanni sé eflaust útlendingar með litla eða enga tengingu við landið og hætta er talin á að hverfi úr landi meðan mál þeirra eru til meðferðar, gangi þeir lausir. Þá sé gripið til farbanns til að tryggja viðveru þeirra. Í flestum tilvikum sé þarna um að ræða fíkniefnabrot og komu til landsins á fölsuðum skilríkjum. Þá hafi farbanni einnig verið beitt til að tryggja viðverðu ferðamanna sem lent hafi í mjög alvarlegum slysum í umferðinni og kunni mögulega koma til með að verða sakaðir um gáleysisbrot í umferðinni. Einnig hefur verið bent á stór mál þar sem margir sakborningar sem ítrekað sæta endurnýjuðu farbanni meðan mál þeirra eru til meðferðar. Dæmi um þetta er Bitcoinmálið.Skortur á gegnsæi Umræddir úrskurðir eru aldrei birtir á vef héraðsdómstólanna. Þeir birtast þó á vef Landsréttar hafi úrskurður verið kærður þangað. Það gerist hins vegar ekki í öllum tilvikum og síður ef um er að ræða útlendinga sem koma hingað á fölsuðum skilríkjum eða sem burðardýr. Þrátt fyrir ítrekaðar upplýsingabeiðnir til embætta refsivörslukerfisins hefur Fréttablaðið ekki fengið upplýsingar um þjóðerni þeirra sem sætt hafa gæsluvarðhaldi og farbanni; um tegundir brota sem grunur beinist að, eða sundurliðun eftir þeim grundvelli sem úrskurðirnir byggja á, það er hvort gæslan grundvallast á rannsóknarhagsmunum lögreglu, hættu á að viðkomandi hverfi af landi brott, hættu á áframhaldandi afbrotum eða á grundvelli almannahagsmuna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Úrskurðum um farbann og gæsluvarðhald fjölgar mikið milli ára án þess að innkomnum ákærumálum eða sakamálum í rannsókn hafi fjölgað. Kveðnir voru upp 489 gæsluvarðhaldsúrskurðir hjá héraðsdómstólum í fyrra. Það er metfjöldi á tíu ára tímabili. Árið 2017 voru 449 úrskurðir kveðnir upp sem einnig var met, sé horft yfir tíu ára tímabil. Þegar skýringa var leitað á þessari fjölgun hjá lögreglu og ákæruvaldi komu ýmsar mögulegar skýringar fram en í öllum tilvikum var um getgátur að ræða. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við bar saman um að óvenjumörg þung mál hefðu verið til rannsóknar á liðnu ári sem skýrt gæti fjölgun gæsluvarðhaldsúrskurða að einhverju leyti. Vísað var meðal annars til manndrápsmála, alvarlegra líkamsárása og einnig umfangsmikilla rannsókna sem lúti meðal annars að skipulagðri brotastarfsemi. Þá var vísað til fjölgunar útlendra burðardýra samanborið við Íslendinga en Fréttablaðið greindi fyrir skömmu frá þeirri þróun. Þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé um svokölluð játningarmál að ræða, hvort sem Íslendingar eða útlendingar eiga í hlut, er sá munur á meðferð þeirra að Íslendingar sem játa greiðlega eru, á grundvelli dómafordæma, yfirleitt úrskurðaðir í farbann en útlendingar sem eins er komið fyrir eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á þeim grundvelli að þeir hafi lítil eða engin tengsl við landið og því talin hætta á að þeir reyni að koma sér úr landi og undan refsingu meðan mál þeirra eru í rannsókn.Margföldun farbannsúrskurða Á sama tíma margfölduðust einnig uppkveðnir farbannsúrskurðir og fóru úr 85 árið 2017 í 214 úrskurði 2018. Langflestir voru kveðnir upp í héraðsdómstólum Reykjavíkur og Reykjaness. Athygli vekur, þegar skýringa er leitað á aukningunni, að einnig er vísað til fíkniefnabrota útlendinga líkt og í svörum við fyrirspurnum um fjölgun gæsluvarðhaldsúrskurða. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir skýringu á fjölgun farbannsúrskurða ekki einhlíta heldur líklegast að um nokkra samverkandi þætti sé að ræða. Ein skýringin sé aukin áhersla á beitingu meðalhófs og frekar sé farið fram á farbann sem er vægara úrræði en gæsluvarðhald. Einnig kunni aukningin að skýrast af auknum fjölda útlendinga sem koma til landsins. Stærsti hópurinn sem sæti farbanni sé eflaust útlendingar með litla eða enga tengingu við landið og hætta er talin á að hverfi úr landi meðan mál þeirra eru til meðferðar, gangi þeir lausir. Þá sé gripið til farbanns til að tryggja viðveru þeirra. Í flestum tilvikum sé þarna um að ræða fíkniefnabrot og komu til landsins á fölsuðum skilríkjum. Þá hafi farbanni einnig verið beitt til að tryggja viðverðu ferðamanna sem lent hafi í mjög alvarlegum slysum í umferðinni og kunni mögulega koma til með að verða sakaðir um gáleysisbrot í umferðinni. Einnig hefur verið bent á stór mál þar sem margir sakborningar sem ítrekað sæta endurnýjuðu farbanni meðan mál þeirra eru til meðferðar. Dæmi um þetta er Bitcoinmálið.Skortur á gegnsæi Umræddir úrskurðir eru aldrei birtir á vef héraðsdómstólanna. Þeir birtast þó á vef Landsréttar hafi úrskurður verið kærður þangað. Það gerist hins vegar ekki í öllum tilvikum og síður ef um er að ræða útlendinga sem koma hingað á fölsuðum skilríkjum eða sem burðardýr. Þrátt fyrir ítrekaðar upplýsingabeiðnir til embætta refsivörslukerfisins hefur Fréttablaðið ekki fengið upplýsingar um þjóðerni þeirra sem sætt hafa gæsluvarðhaldi og farbanni; um tegundir brota sem grunur beinist að, eða sundurliðun eftir þeim grundvelli sem úrskurðirnir byggja á, það er hvort gæslan grundvallast á rannsóknarhagsmunum lögreglu, hættu á að viðkomandi hverfi af landi brott, hættu á áframhaldandi afbrotum eða á grundvelli almannahagsmuna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira