Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Ari Brynjólfsson skrifar 2. mars 2019 07:15 Húsið á Geirsgötu 11 hefur staðið nær ónotað síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Það er ekki hægt að byggja eingöngu hótel á Geirsgötu 11, hótel þarf að vera hluti af stærri uppbyggingu til að tryggja að það skerði ekki gæði miðborgarinnar. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni er Berjaya Land Berhad, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Kaupverðið nemur tæplega 1.670 milljónum króna. Berjaya Land Berhad tók það fram í tilkynningu að kaupin á Geirsgötu 11 gæfu félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á hótel í miðborginni. Gistirými mega ekki fara yfir 23 prósent af starfsemi í Kvosinni. Það deiliskipulag nær ekki yfir Geirsgötu og er því enginn kvóti á því svæði. „Það er ekkert deiliskipulag þarna, það þýðir að engar heimildir eru fyrir uppbyggingu á Geirsgötu 11. Þeir þyrftu þá að koma með tillögu sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu,“ segir Sigurborg. „Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög takmarkað hvað er hægt að gera. Það er aldrei hægt að reisa bara hótel . Ef það á að fara að byggja hótel þá má það ekki skerða gæði byggðarinnar í kring og miðborgarinnar. Það þarf þá að vera hluti af einhverri uppbyggingu.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, átti eignina og hefur á undanförnum árum leitað eftir því að rífa húsið og byggja á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Í fyrra var lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem átti að tengja svæðið við Kvosina ásamt því að halda hafnarstarfseminni gangandi. Alls var gert ráð fyrir 27 þúsund fermetra húsnæði. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í tillöguna þar sem um of mikið byggingarmagn væri að ræða. Rætt hefur verið um að of mikið framboð sé á dýrum íbúðum í borginni, Sigurborg vildi ekki tjá sig um möguleikann á slíku. „Það er spurning hvað menn sjá fyrir sér, það hefur engin tillaga komið til okkar um þetta,“ segir Sigurborg. „Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda fjölbreytileika og mannlífi í miðborginni. Það hefur tekist að snúa við þeirri óheillaþróun að íbúum í miðborginni var að fækka. Það er bein afleiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til árið 2017, til þess að stemma stigu við uppbyggingu hótela og gistihúsnæðis í miðborginni.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Það er ekki hægt að byggja eingöngu hótel á Geirsgötu 11, hótel þarf að vera hluti af stærri uppbyggingu til að tryggja að það skerði ekki gæði miðborgarinnar. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni er Berjaya Land Berhad, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, að ganga frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Kaupverðið nemur tæplega 1.670 milljónum króna. Berjaya Land Berhad tók það fram í tilkynningu að kaupin á Geirsgötu 11 gæfu félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Borgaryfirvöld hafa sett kvóta á hótel í miðborginni. Gistirými mega ekki fara yfir 23 prósent af starfsemi í Kvosinni. Það deiliskipulag nær ekki yfir Geirsgötu og er því enginn kvóti á því svæði. „Það er ekkert deiliskipulag þarna, það þýðir að engar heimildir eru fyrir uppbyggingu á Geirsgötu 11. Þeir þyrftu þá að koma með tillögu sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu,“ segir Sigurborg. „Það er í rauninni ekki sett algjört bann, en það er mjög takmarkað hvað er hægt að gera. Það er aldrei hægt að reisa bara hótel . Ef það á að fara að byggja hótel þá má það ekki skerða gæði byggðarinnar í kring og miðborgarinnar. Það þarf þá að vera hluti af einhverri uppbyggingu.“ Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, átti eignina og hefur á undanförnum árum leitað eftir því að rífa húsið og byggja á lóðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Í fyrra var lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem átti að tengja svæðið við Kvosina ásamt því að halda hafnarstarfseminni gangandi. Alls var gert ráð fyrir 27 þúsund fermetra húsnæði. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í tillöguna þar sem um of mikið byggingarmagn væri að ræða. Rætt hefur verið um að of mikið framboð sé á dýrum íbúðum í borginni, Sigurborg vildi ekki tjá sig um möguleikann á slíku. „Það er spurning hvað menn sjá fyrir sér, það hefur engin tillaga komið til okkar um þetta,“ segir Sigurborg. „Við leggjum mikla áherslu á að viðhalda fjölbreytileika og mannlífi í miðborginni. Það hefur tekist að snúa við þeirri óheillaþróun að íbúum í miðborginni var að fækka. Það er bein afleiðing af þeim aðgerðum sem gripið var til árið 2017, til þess að stemma stigu við uppbyggingu hótela og gistihúsnæðis í miðborginni.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira