Formaður VR segir verkalýðsfélög nauðbeygð í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 14:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir verkalýðsfélögunum nauðugur sá kostur að boða til verkfalla til að þrýsta á körfur sínar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Stærstu hótel landsins og hópbifreiðafyrirtækin séu mikilvæg í samfélaginu og vonandi dragi verkfallsboðun hjá þeim atvinnurekendur aftur að samningaborðinu. VR og Efling hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um röð verkfalla hjá tuttugu stærstu hótelunum og hópbifreiðafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hvergagerði. Aðgerðirnar munu fyrst um sinn standa yfir í einn dag og síðan þrjá og enda með allsherjarverkfalli hinn fyrsta maí. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til allsherjarverkfalls í apríl. Fyrstu sameiginlegu aðgerðir Eflingar og VR verða hinn 22. mars þegar félagsmenn félaganna fara í eins dags verkfall verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu, sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boðað verði til í næstu viku. Áhrif aðgerðanna yrðu mikil þar sem þær munu ná yfir stóran hluta starfsmanna tuttugu stærstu hótelanna sem og hópferðabílafyrirtækja og má því segja að ferðaþjónustan lamist. Aðgerðirnar stigmagnast síðan með tveggja daga verkfalli hinn 28. mars, þriggja daga verkföllum sem myndu hefjast 3., 9., 15. og 23. mars og enda í ótímabundnu verkfalli hinn 1. maí hafi ekki samist. Ragnar Þór segir ekki tilviljun að aðgerðir beinist að þessum hópi fyrirtækja. „Fyrst og fremst vegna þess að þarna myndi ég segja að hafi verið gríðarlegur uppgangur á kostnað vinnuaflsins. Þarna er launastrúktúrinn nánast byggður upp á strípuðum töxtum,” segir Ragnar Þór. Aðeins starfsmenn sem verkföllin munu ná til greiða atkvæði um verkföllin. En þau munu til að mynda ná til Fosshótela, Íslandshótela, Flugleiðahótela, KEA og fleiri stórra hótela. Ragnar Þór segir þetta vera fyrirtæki sem séu það mikilvæg í íslensku samfélagi að aðgerðir gegn þeim muni þrýsta viðsemjendum aftur að borðinu. „Þetta snýst í rauninni ekki um að fara í verkföll bara til að fara í verkföll. Þetta er mjög alvarlegur hlutur og það er enginn að leika sér í þessu. Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um boðun allsherjarverkfalls félagsmanna sinna. Atkvæðagreiðslan hefst hinn 29. mars og stendur til 5. apríl og ef verkfallsboðun verður samþykkt hæfist allsherjarverkfall félagsmanna á Akranesi hinn 12. apríl. Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Formaður VR segir verkalýðsfélögunum nauðugur sá kostur að boða til verkfalla til að þrýsta á körfur sínar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Stærstu hótel landsins og hópbifreiðafyrirtækin séu mikilvæg í samfélaginu og vonandi dragi verkfallsboðun hjá þeim atvinnurekendur aftur að samningaborðinu. VR og Efling hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um röð verkfalla hjá tuttugu stærstu hótelunum og hópbifreiðafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hvergagerði. Aðgerðirnar munu fyrst um sinn standa yfir í einn dag og síðan þrjá og enda með allsherjarverkfalli hinn fyrsta maí. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til allsherjarverkfalls í apríl. Fyrstu sameiginlegu aðgerðir Eflingar og VR verða hinn 22. mars þegar félagsmenn félaganna fara í eins dags verkfall verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu, sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boðað verði til í næstu viku. Áhrif aðgerðanna yrðu mikil þar sem þær munu ná yfir stóran hluta starfsmanna tuttugu stærstu hótelanna sem og hópferðabílafyrirtækja og má því segja að ferðaþjónustan lamist. Aðgerðirnar stigmagnast síðan með tveggja daga verkfalli hinn 28. mars, þriggja daga verkföllum sem myndu hefjast 3., 9., 15. og 23. mars og enda í ótímabundnu verkfalli hinn 1. maí hafi ekki samist. Ragnar Þór segir ekki tilviljun að aðgerðir beinist að þessum hópi fyrirtækja. „Fyrst og fremst vegna þess að þarna myndi ég segja að hafi verið gríðarlegur uppgangur á kostnað vinnuaflsins. Þarna er launastrúktúrinn nánast byggður upp á strípuðum töxtum,” segir Ragnar Þór. Aðeins starfsmenn sem verkföllin munu ná til greiða atkvæði um verkföllin. En þau munu til að mynda ná til Fosshótela, Íslandshótela, Flugleiðahótela, KEA og fleiri stórra hótela. Ragnar Þór segir þetta vera fyrirtæki sem séu það mikilvæg í íslensku samfélagi að aðgerðir gegn þeim muni þrýsta viðsemjendum aftur að borðinu. „Þetta snýst í rauninni ekki um að fara í verkföll bara til að fara í verkföll. Þetta er mjög alvarlegur hlutur og það er enginn að leika sér í þessu. Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um boðun allsherjarverkfalls félagsmanna sinna. Atkvæðagreiðslan hefst hinn 29. mars og stendur til 5. apríl og ef verkfallsboðun verður samþykkt hæfist allsherjarverkfall félagsmanna á Akranesi hinn 12. apríl.
Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24