Hrossakaup í menntamálum Guðríður Arnardóttir skrifar 1. mars 2019 11:08 Nú liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda nýtt frumvarp til laga um menntun kennara. Þar er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi vegna kennslu í leik- grunn- og framhaldsskólum. Þetta á meðal annars að auka sveigjanleika til kennslu á milli skólastiga og draga úr kennaraskorti. Framhaldsskólakennarar styðja ekki þessar breytingar og telja mikla afturför frá núgildandi lögum. Verulega er dregið úr kröfu um sérhæfingu í faggreinum sem er grundvallarforsenda faglegs skólastarfs í framhaldsskólum. Hafa verður í huga að menntun framhaldsskólakennara er ólík menntun leik- og grunnskólakennara. Í flestum tilfellum ákveða framhaldsskólakennarar að leggja fyrir sig kennslu á síðari stigum náms síns, jafnvel eftir að grunngráðu eða meistaragráðu í tilteknu fagi er lokið. Framhaldsskólakennari með meistaragráðu í tiltekinni grein þarf þannig að bæta við sig 60 einingum í uppeldis- og kennslufræði til að fá leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Inntak námsins er aðallega sérhæfing í kennslugrein og minni áhersla á kennslufræði. Eðlilega er ekki samanburðarhæft hvort um er að ræða kennslu 18 ára nemenda eða 8 ára. Verði nýtt frumvarp um menntun kennara að lögum er veruleg hætta á að það halli á sérgreinakennslu í framhaldsskólum. Vegna kennslu fyrsta þreps áfanga í framhaldsskólum þarf þannig einungis 90 einingar í kennslugrein í stað 180 eininga áður. Það eru allir sammála um að skilin á milli skólastiga eru ekki klippt og skorin. Sveiganleiki til að kenna á aðliggjandi skólastigum er nauðsynlegur enda gera núgildandi lög ráð fyrir slíku. Í 21. grein núgildandi laga um menntun kennara er t.d. fjallað um að framhaldsskólakennarar hafi full réttindi til að kenna sína sérgrein í efstu bekkjum grunnskólans. Grunnskólakennarar að sama skapi geta kennt grunnáfanga framhaldsskóla að því gefnu að þeir hafi að lágmarki 120 einingar í sérhæfðri kennslugrein. Í þeim tilfellum þarf ekki að sækja um leyfi til undanþágunefndar eins og reyndar Umboðsmaður Alþingis hefur þegar staðfest með áliti sínu. Þeir eiga því rétt á ótímabundinni ráðningu og ekkert lagalegt því til fyrirstöðu að launasetja þá með sama hætti og aðra kennara með leyfisbréf á viðkomandi skólastigi. Það er því engin ástæða til að breyta núgildandi lögum undir yfirskini sveigjanleika og starfsöryggis kennara. Þótt hrossum sé smalað í rétt og opnað milli hólfa fjölgar þeim ekki. Ef við ætlum að draga úr kennaraskorti verður einfaldlega að bæta starfsumhverfi kennara og gera laun þeirra samkeppnishæf. Flóknara er það nú ekki og mun eitt leyfisbréf á hópinn engu breyta þar um.Guðríður ArnardóttirHöfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda nýtt frumvarp til laga um menntun kennara. Þar er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi vegna kennslu í leik- grunn- og framhaldsskólum. Þetta á meðal annars að auka sveigjanleika til kennslu á milli skólastiga og draga úr kennaraskorti. Framhaldsskólakennarar styðja ekki þessar breytingar og telja mikla afturför frá núgildandi lögum. Verulega er dregið úr kröfu um sérhæfingu í faggreinum sem er grundvallarforsenda faglegs skólastarfs í framhaldsskólum. Hafa verður í huga að menntun framhaldsskólakennara er ólík menntun leik- og grunnskólakennara. Í flestum tilfellum ákveða framhaldsskólakennarar að leggja fyrir sig kennslu á síðari stigum náms síns, jafnvel eftir að grunngráðu eða meistaragráðu í tilteknu fagi er lokið. Framhaldsskólakennari með meistaragráðu í tiltekinni grein þarf þannig að bæta við sig 60 einingum í uppeldis- og kennslufræði til að fá leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Inntak námsins er aðallega sérhæfing í kennslugrein og minni áhersla á kennslufræði. Eðlilega er ekki samanburðarhæft hvort um er að ræða kennslu 18 ára nemenda eða 8 ára. Verði nýtt frumvarp um menntun kennara að lögum er veruleg hætta á að það halli á sérgreinakennslu í framhaldsskólum. Vegna kennslu fyrsta þreps áfanga í framhaldsskólum þarf þannig einungis 90 einingar í kennslugrein í stað 180 eininga áður. Það eru allir sammála um að skilin á milli skólastiga eru ekki klippt og skorin. Sveiganleiki til að kenna á aðliggjandi skólastigum er nauðsynlegur enda gera núgildandi lög ráð fyrir slíku. Í 21. grein núgildandi laga um menntun kennara er t.d. fjallað um að framhaldsskólakennarar hafi full réttindi til að kenna sína sérgrein í efstu bekkjum grunnskólans. Grunnskólakennarar að sama skapi geta kennt grunnáfanga framhaldsskóla að því gefnu að þeir hafi að lágmarki 120 einingar í sérhæfðri kennslugrein. Í þeim tilfellum þarf ekki að sækja um leyfi til undanþágunefndar eins og reyndar Umboðsmaður Alþingis hefur þegar staðfest með áliti sínu. Þeir eiga því rétt á ótímabundinni ráðningu og ekkert lagalegt því til fyrirstöðu að launasetja þá með sama hætti og aðra kennara með leyfisbréf á viðkomandi skólastigi. Það er því engin ástæða til að breyta núgildandi lögum undir yfirskini sveigjanleika og starfsöryggis kennara. Þótt hrossum sé smalað í rétt og opnað milli hólfa fjölgar þeim ekki. Ef við ætlum að draga úr kennaraskorti verður einfaldlega að bæta starfsumhverfi kennara og gera laun þeirra samkeppnishæf. Flóknara er það nú ekki og mun eitt leyfisbréf á hópinn engu breyta þar um.Guðríður ArnardóttirHöfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun