Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2019 10:54 Sólveig Anna með verkfallsboðunina í húsakynnum Samtaka atvinnulífsins í morgun. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. Samkvæmt tillögunni munu aðeins þeir félagsmenn sem verkfallsboðunin tekur til greiða atkvæði sem er ólíkt því sem var í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir hreingerningarfólks. „Kjarasamningur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins rann út þann 31. desember 2018 og hafa viðræður um endurnýjun samnings ekki borið árangur. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 21. desember 2018 og þann 21. febrúar mat Efling það svo að viðræður hefðu reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara,“ segir á vef Eflingar. Krafa Eflingar sé að hægt sé að lifa af lægstu launum. Boðun vinnustöðvunar samkvæmt tillögu samninganefndar nái til 40 hótela og allra hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði Eflingar. Boðað yrði til fullrar vinnustöðvunar frá miðnætti til miðnættis á eftirtöldum dögum: 22. mars 2019 28.-29. mars 2019 3.-5. apríl 2019 9.-11. apríl 2019 15.-17. apríl 2019 23.- 25. apríl 2019 Boðað yrði til ótímabundinnar vinnustöðvunar frá og með 1. maí 2019 Athygli vekur að um sömu daga er að ræða og í verkfallsboðun hjá VR en aðgerðin nær til eins dags en ekki tveggja eða þriggja eins og í aðgerð VR. Er um að ræða sex verkfallsdaga hjá Eflingu en fimmtán hjá VR. Að auki samþykkti samninganefnd Eflingar að boðað verði til smærri verkfallsaðgerða á ofangreindum vinnustöðum á tímabilinu 18. mars til 30. apríl á þeim dögum sem falla utan fullrar vinnustöðvunar. Þær aðgerðir fela í sér að starfsmenn mæta til vinnu en fella niður einstaka verkþætti svo sem nánar er lýst í tillögu samninganefndar sem lesa má um á vef Eflingar. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. Samkvæmt tillögunni munu aðeins þeir félagsmenn sem verkfallsboðunin tekur til greiða atkvæði sem er ólíkt því sem var í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir hreingerningarfólks. „Kjarasamningur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins rann út þann 31. desember 2018 og hafa viðræður um endurnýjun samnings ekki borið árangur. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 21. desember 2018 og þann 21. febrúar mat Efling það svo að viðræður hefðu reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara,“ segir á vef Eflingar. Krafa Eflingar sé að hægt sé að lifa af lægstu launum. Boðun vinnustöðvunar samkvæmt tillögu samninganefndar nái til 40 hótela og allra hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði Eflingar. Boðað yrði til fullrar vinnustöðvunar frá miðnætti til miðnættis á eftirtöldum dögum: 22. mars 2019 28.-29. mars 2019 3.-5. apríl 2019 9.-11. apríl 2019 15.-17. apríl 2019 23.- 25. apríl 2019 Boðað yrði til ótímabundinnar vinnustöðvunar frá og með 1. maí 2019 Athygli vekur að um sömu daga er að ræða og í verkfallsboðun hjá VR en aðgerðin nær til eins dags en ekki tveggja eða þriggja eins og í aðgerð VR. Er um að ræða sex verkfallsdaga hjá Eflingu en fimmtán hjá VR. Að auki samþykkti samninganefnd Eflingar að boðað verði til smærri verkfallsaðgerða á ofangreindum vinnustöðum á tímabilinu 18. mars til 30. apríl á þeim dögum sem falla utan fullrar vinnustöðvunar. Þær aðgerðir fela í sér að starfsmenn mæta til vinnu en fella niður einstaka verkþætti svo sem nánar er lýst í tillögu samninganefndar sem lesa má um á vef Eflingar.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24