Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 23:45 Það fór vel á með Bolsonaro og Trump.Brasilíski forsetinn afhenti Trump meðal annars treyju brasilíska knattspyrnulandsliðsins með nafni hans á bakinu. Vísir/EPA Fagnaðarfundir urðu í Hvíta húsinu í dag þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Jair Bolsonaro, brasilíska starfsbróður sínum, sem hefur verið líkt við Trump. Bandaríkjaforseti jós Bolsonaro lofi en brasilíski forsetinn sagðist standa með Trump gegn „falsfréttum“ og með „hefðbundnum fjölskyldulífstíl“. Hömlulaus hegðun og orðræða Bolsonaro í gegnum tíðina varð til þess að hann hefur verið kallaður „Hitabeltis-Trump“. Bolsonaro hefur ítrekað nítt samkynhneigða, konur, frumbyggja og blökkumenn og lofað fyrrum herforingjastjórn Brasilíu. Trump hefur verið sakaður um að hafa sérstakt dálæti á einræðisherrum og valdboðssinnum frá því að hann tók við sem forseti. Hann var fyrsti þjóðarleiðtoginn til þess að hringja í Bolsonaro og óska honum til hamingju með kosningasigur sinn í október. Forsetarnir tveir ræddu við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og fór Trump lofsamlegum orðum um Bolsonaro. Sagðist hann meðal annars vera stoltur af því að heyra Bolsonaro tala um „falsfréttir“. Bandaríkjaforseti fordæmir neikvæðir fréttir um sjálfan sig og ríkisstjórn hans reglulega sem „falsfréttir“. Sagði hann Bolsonaro hafa staðið sig frábærlega sem forseti og spáði því að samband þeirra yrði stórkostlegt. Þeir deili skoðunum um margt. Undir það tók Bolsonaro og sagðist dást að Trump forseta. „Brasilía og Bandaríkin standa saman í viðleitni sinni til að tryggja frelsi og virðingu fyrir hefðbundnum fjölskyldulífsstíl með virðingu fyrir guði,“ sagði Bolsonaro. Saman stæðu þeir einnig gegn „pólitísk rétthugsandi viðhorfum og falsfréttum“.Bolsonaro sagði fjölmiðlamönnum að hann væri viss um að Trump yrði endurkjörinn forseti á næsta ári.Vísir/EPAÝjaði að NATO-aðild fyrir Brasilíu Boðaði Trump nánara samstarf Bandaríkjanna og Brasilíu, jafnvel að hann myndi berjast fyrir því að Brasilía fengi inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) þrátt fyrir að stofnsáttmáli bandalagsins útiloki það. Sagði hann blaðamönnum að hann ætlaði að lýsa Brasilíu sem „meiriháttar bandalagsríki utan NATO“ og „jafnvel, mögulega, ef maður byrjar að spá í það, kannski NATO-bandalagsríki“. Sagðist Trump þó þurfa að ræða við marga til að það gæti orðið að veruleika.AP-fréttastofan segir að Brasilía hafi lengi sóst eftir að fá stöðu bandalagsríki utan NATO til að auðvelda hernaðarsamvinnu og vopnakaup frá Bandaríkjunum. Bolsonaro hefur lýst stuðningi við harðlínustefnu Trump í innflytjendamálum. Hann hefur kallað innflytjendur frá fátækum ríkjum „úrhrök jarðarinnar“. „Meirihluti mögulegra innflytjenda hafa ekki góðar fyrirætlanir eða ætla sér ekki að gera sitt besta eða gera bandarísku þjóðinni gott,“ fullyrti Bolsonaro í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær. Bandaríkin Brasilía Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Fagnaðarfundir urðu í Hvíta húsinu í dag þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Jair Bolsonaro, brasilíska starfsbróður sínum, sem hefur verið líkt við Trump. Bandaríkjaforseti jós Bolsonaro lofi en brasilíski forsetinn sagðist standa með Trump gegn „falsfréttum“ og með „hefðbundnum fjölskyldulífstíl“. Hömlulaus hegðun og orðræða Bolsonaro í gegnum tíðina varð til þess að hann hefur verið kallaður „Hitabeltis-Trump“. Bolsonaro hefur ítrekað nítt samkynhneigða, konur, frumbyggja og blökkumenn og lofað fyrrum herforingjastjórn Brasilíu. Trump hefur verið sakaður um að hafa sérstakt dálæti á einræðisherrum og valdboðssinnum frá því að hann tók við sem forseti. Hann var fyrsti þjóðarleiðtoginn til þess að hringja í Bolsonaro og óska honum til hamingju með kosningasigur sinn í október. Forsetarnir tveir ræddu við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og fór Trump lofsamlegum orðum um Bolsonaro. Sagðist hann meðal annars vera stoltur af því að heyra Bolsonaro tala um „falsfréttir“. Bandaríkjaforseti fordæmir neikvæðir fréttir um sjálfan sig og ríkisstjórn hans reglulega sem „falsfréttir“. Sagði hann Bolsonaro hafa staðið sig frábærlega sem forseti og spáði því að samband þeirra yrði stórkostlegt. Þeir deili skoðunum um margt. Undir það tók Bolsonaro og sagðist dást að Trump forseta. „Brasilía og Bandaríkin standa saman í viðleitni sinni til að tryggja frelsi og virðingu fyrir hefðbundnum fjölskyldulífsstíl með virðingu fyrir guði,“ sagði Bolsonaro. Saman stæðu þeir einnig gegn „pólitísk rétthugsandi viðhorfum og falsfréttum“.Bolsonaro sagði fjölmiðlamönnum að hann væri viss um að Trump yrði endurkjörinn forseti á næsta ári.Vísir/EPAÝjaði að NATO-aðild fyrir Brasilíu Boðaði Trump nánara samstarf Bandaríkjanna og Brasilíu, jafnvel að hann myndi berjast fyrir því að Brasilía fengi inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) þrátt fyrir að stofnsáttmáli bandalagsins útiloki það. Sagði hann blaðamönnum að hann ætlaði að lýsa Brasilíu sem „meiriháttar bandalagsríki utan NATO“ og „jafnvel, mögulega, ef maður byrjar að spá í það, kannski NATO-bandalagsríki“. Sagðist Trump þó þurfa að ræða við marga til að það gæti orðið að veruleika.AP-fréttastofan segir að Brasilía hafi lengi sóst eftir að fá stöðu bandalagsríki utan NATO til að auðvelda hernaðarsamvinnu og vopnakaup frá Bandaríkjunum. Bolsonaro hefur lýst stuðningi við harðlínustefnu Trump í innflytjendamálum. Hann hefur kallað innflytjendur frá fátækum ríkjum „úrhrök jarðarinnar“. „Meirihluti mögulegra innflytjenda hafa ekki góðar fyrirætlanir eða ætla sér ekki að gera sitt besta eða gera bandarísku þjóðinni gott,“ fullyrti Bolsonaro í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær.
Bandaríkin Brasilía Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira