Tíminn verði að leiða í ljós hvað verði um dómarana fjóra Margrét Helga Erlingsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 18. mars 2019 20:32 Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni. Hún segist enn þá vera þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að láta reyna á þau sjónarmið sem haldið var uppi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og vísa málinu til yfirdeildarinnar. „Þetta er snúnara af því að þetta snýr að þrígreiningu ríkisvalds og ekki viljum við leggja til einhverja lausn sem á endanum er ekki lausn heldur einhver frekari flækja,“ segir Þórdís. Hún getur ekki sagt til um það hversu langan tíma það mun taka fyrir stjórnvöld að ákveða hvort áfrýjað verði til yfirdeildar eður ei. „Án þess að gera lítið úr þeirri stöðu sem upp er komin þá er það ekki þannig að það sé allt í frosti,“ segir Þórdís aðspurð um stöðuna í Landsrétti. Landsréttur tók aftur til starfa í dag en þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir þvert á lista hæfisnefndar munu ekki starfa við réttinn að svo stöddu. Katrín sagði að mögulega þyrftu Alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt til að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins. Forsætisráðherra tók Landsréttarmálið fyrir á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Í ræðu sinni á Alþingi í dag sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að líklega yrði kallaður til erlendur sérfræðingur til að fara nánar yfir málið með henni og dómsmálaráðherra og skoða það ítarlega hvort tilefni væri til þess að láta á það reyna hvort yfirdeild MDE myndi taka málið fyrir. „Ég segi að við eigum að taka úrskurðinn alvarlega en við eigum líka að gefa okkur svigrúm til að reifa sjónarmið dómsins, við eigum að reifa sjónarmiðin í minnihlutaálitinu og við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag. Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni. Hún segist enn þá vera þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að láta reyna á þau sjónarmið sem haldið var uppi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og vísa málinu til yfirdeildarinnar. „Þetta er snúnara af því að þetta snýr að þrígreiningu ríkisvalds og ekki viljum við leggja til einhverja lausn sem á endanum er ekki lausn heldur einhver frekari flækja,“ segir Þórdís. Hún getur ekki sagt til um það hversu langan tíma það mun taka fyrir stjórnvöld að ákveða hvort áfrýjað verði til yfirdeildar eður ei. „Án þess að gera lítið úr þeirri stöðu sem upp er komin þá er það ekki þannig að það sé allt í frosti,“ segir Þórdís aðspurð um stöðuna í Landsrétti. Landsréttur tók aftur til starfa í dag en þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir þvert á lista hæfisnefndar munu ekki starfa við réttinn að svo stöddu. Katrín sagði að mögulega þyrftu Alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt til að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins. Forsætisráðherra tók Landsréttarmálið fyrir á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Í ræðu sinni á Alþingi í dag sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að líklega yrði kallaður til erlendur sérfræðingur til að fara nánar yfir málið með henni og dómsmálaráðherra og skoða það ítarlega hvort tilefni væri til þess að láta á það reyna hvort yfirdeild MDE myndi taka málið fyrir. „Ég segi að við eigum að taka úrskurðinn alvarlega en við eigum líka að gefa okkur svigrúm til að reifa sjónarmið dómsins, við eigum að reifa sjónarmiðin í minnihlutaálitinu og við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag.
Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30
„Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15
Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00