Tveir níu ára drengir frá Grindavík, sem Lögreglan á Suðurnesjum leitaði að, eru komnir í leitirnar.
Lögreglan biðlaði til almennings í kvöld að svipast um eftir drengjunum sem höfðu ekki skilað sér heim eftir skóla í dag.
Lögreglan segir í stöðuuppfærslu að máttur Facebook sé magnaður og þakkar kærlega fyrir veitta aðstoð.
