Rakaskemmdir geta valdið börnum mun meira heilsutjóni en fullorðnum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. mars 2019 19:15 Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram. Úttekt hafin í Seljaskóla Við sögðum frá því í fréttum okkar að foreldrafélag Seljaskóla hefði kvartað til skóla-og frístundasviðs borgarinnar og beðið um úttekt á húsnæðinu vegna gruns um myglu, vegna ófullnægjandi brunavarna og viðhalds. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að úttekt á raka í skólanum sé hafin og verið sé að vinna í úrbótum á brunamálum skólans. Þetta er fjórði skólinn í Reykjavík á stuttum tíma þar sem fara þarf í úttekt eða umbætur vegna raka og eða myglu. Ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og nemendur hafa verið sendir annað, beðið er niðurstöðu úr úttekt í Ártúnsskóla og einni álmu hefur verið lokað í Breiðholtsskóla vegna rakaskemmda. Geislabakteríur, geislasveppir og myglusveppir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu segir að allur raki geti valdið heilsutjóni og þá vegna útgufunnar frá efnum. „Ef það er raki í efnum innandyra þá kemur útgufun frá efnum og við sjáum geislabakteríur, geislasveppi, myglusveppi og afleiðuagnir og efni sem eru í andrúmsloftinu í þessum húsum. Einhver þessara þátta hefur áhrif á heilsu en við vitum ekki nákvæmlega hvaða þáttur það er,“ segir Sylgja. Börn séu mun útsettari fyrir raka en fullorðnir en einkennin geta verið öndunarfærasjúkdómar, höfuðverkir, magaverkir og almenn truflun á ónæmiskerfi. „Rannsóknir sýna ítrekað að börn eru mun útsettari fyrir áhrifum raka innandyra en fullorðnir. Áhrif raka eru almenn, víðtæk og jafnframt samspil margra einkenna þannig að það er oft erfitt að greina áhrifin,“ segir Sylgja. Finnar gera kerfisbundnar úttektir á raka í skólum Hún segir mikilvægt að rannsaka reglulega raka í skólahúsnæði. „Í nágrannalöndum okkar hefur einmitt komið í ljós að ástand skólahúsnæðis hefur verið mjög slæmt. Í Finnlandi var til dæmis ákveðið að gera kerfisbundnar úttektir á skólahúsnæði, þar er viðbragðsáætlun og skoðað hvað er brýnast að ráðast í. Þetta er eitthvað sem við þurfum alvarlega að skoða hér á landi,“ segir Sylgja. Heilbrigðismál Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram. Úttekt hafin í Seljaskóla Við sögðum frá því í fréttum okkar að foreldrafélag Seljaskóla hefði kvartað til skóla-og frístundasviðs borgarinnar og beðið um úttekt á húsnæðinu vegna gruns um myglu, vegna ófullnægjandi brunavarna og viðhalds. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að úttekt á raka í skólanum sé hafin og verið sé að vinna í úrbótum á brunamálum skólans. Þetta er fjórði skólinn í Reykjavík á stuttum tíma þar sem fara þarf í úttekt eða umbætur vegna raka og eða myglu. Ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið lokað vegna myglu og nemendur hafa verið sendir annað, beðið er niðurstöðu úr úttekt í Ártúnsskóla og einni álmu hefur verið lokað í Breiðholtsskóla vegna rakaskemmda. Geislabakteríur, geislasveppir og myglusveppir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu segir að allur raki geti valdið heilsutjóni og þá vegna útgufunnar frá efnum. „Ef það er raki í efnum innandyra þá kemur útgufun frá efnum og við sjáum geislabakteríur, geislasveppi, myglusveppi og afleiðuagnir og efni sem eru í andrúmsloftinu í þessum húsum. Einhver þessara þátta hefur áhrif á heilsu en við vitum ekki nákvæmlega hvaða þáttur það er,“ segir Sylgja. Börn séu mun útsettari fyrir raka en fullorðnir en einkennin geta verið öndunarfærasjúkdómar, höfuðverkir, magaverkir og almenn truflun á ónæmiskerfi. „Rannsóknir sýna ítrekað að börn eru mun útsettari fyrir áhrifum raka innandyra en fullorðnir. Áhrif raka eru almenn, víðtæk og jafnframt samspil margra einkenna þannig að það er oft erfitt að greina áhrifin,“ segir Sylgja. Finnar gera kerfisbundnar úttektir á raka í skólum Hún segir mikilvægt að rannsaka reglulega raka í skólahúsnæði. „Í nágrannalöndum okkar hefur einmitt komið í ljós að ástand skólahúsnæðis hefur verið mjög slæmt. Í Finnlandi var til dæmis ákveðið að gera kerfisbundnar úttektir á skólahúsnæði, þar er viðbragðsáætlun og skoðað hvað er brýnast að ráðast í. Þetta er eitthvað sem við þurfum alvarlega að skoða hér á landi,“ segir Sylgja.
Heilbrigðismál Heilsa Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira