Leita manns í tengslum við árásina í Utrecht Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2019 13:41 Lögregla birti þessa mynd af manninum sem lýst er eftir. Mynd/Lögreglan í Utrecht Lögregla í Utrecht lýsir eftir manni á fertugsaldri í tengslum við mannskæða skotárás í hollensku borginni Utrecht í morgun. Að minnsta kosti einn lést í árásinni og sex eru særðir. Maðurinn, hinn 37 ára Gökmen Tanis, er fæddur í Tyrklandi. Í tilkynningu frá lögreglu er almenningur beðinn um að tilkynna strax um ferðir mannsins, sjáist til hans, en fólki er ráðið frá því að nálgast hann. Með tilkynningunni fylgir mynd af manninum sem virðist tekin úr öryggismyndavél í sporvagni.De politie vraagt u uit te kijken naar de 37-jarige Gökman Tanis (geboren in Turkije) in verband met het incident vanmorgen aan het #24oktoberplein in Utrecht. Benader hem niet zelf maar bel direct de opsporingstiplijn 0800-6070 pic.twitter.com/QZ88s3Wl0k— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Árásarmaðurinn er enn á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, á brautarstöð við 24 Oktoberplein. Lögregla hefur ekki staðfest að maðurinn sem lýst er eftir sé grunaður um að hafa framið árásina.Sjá einnig: Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Mikill viðbúnaður er í Utrecht en lögregla útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða. Þá hefur viðbúnaðarstig verið aukið í Hollandi, þar á meðal í skólum og á flugvöllum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna stuðningsmönnum sínum á kosningafundum hluta af myndbandi sem ástralskur hryðjuverkamaður tók upp þegar hann skaut um fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafði hvatt fólk til að deila ekki myndefninu sem fór engu að síður í mikla dreifingu á netinu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að með því að sýna myndefnið frá morðingjanum hafi vakað fyrir Erdogan að hleypa stuðningsmönnum sínum kapp í kinn fyrir sveitarstjórnarkosningar síðar í þessum mánuði og fordæma andúð á múslimum í heiminum og viðbrögð vestrænna ríkja við henni. Holland Tengdar fréttir Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18 Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Lögregla í Utrecht lýsir eftir manni á fertugsaldri í tengslum við mannskæða skotárás í hollensku borginni Utrecht í morgun. Að minnsta kosti einn lést í árásinni og sex eru særðir. Maðurinn, hinn 37 ára Gökmen Tanis, er fæddur í Tyrklandi. Í tilkynningu frá lögreglu er almenningur beðinn um að tilkynna strax um ferðir mannsins, sjáist til hans, en fólki er ráðið frá því að nálgast hann. Með tilkynningunni fylgir mynd af manninum sem virðist tekin úr öryggismyndavél í sporvagni.De politie vraagt u uit te kijken naar de 37-jarige Gökman Tanis (geboren in Turkije) in verband met het incident vanmorgen aan het #24oktoberplein in Utrecht. Benader hem niet zelf maar bel direct de opsporingstiplijn 0800-6070 pic.twitter.com/QZ88s3Wl0k— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Árásarmaðurinn er enn á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma, eða 10:45 að hollenskum tíma, á brautarstöð við 24 Oktoberplein. Lögregla hefur ekki staðfest að maðurinn sem lýst er eftir sé grunaður um að hafa framið árásina.Sjá einnig: Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Mikill viðbúnaður er í Utrecht en lögregla útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða. Þá hefur viðbúnaðarstig verið aukið í Hollandi, þar á meðal í skólum og á flugvöllum. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að sýna stuðningsmönnum sínum á kosningafundum hluta af myndbandi sem ástralskur hryðjuverkamaður tók upp þegar hann skaut um fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafði hvatt fólk til að deila ekki myndefninu sem fór engu að síður í mikla dreifingu á netinu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að með því að sýna myndefnið frá morðingjanum hafi vakað fyrir Erdogan að hleypa stuðningsmönnum sínum kapp í kinn fyrir sveitarstjórnarkosningar síðar í þessum mánuði og fordæma andúð á múslimum í heiminum og viðbrögð vestrænna ríkja við henni.
Holland Tengdar fréttir Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18 Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart. 18. mars 2019 12:18
Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu og viðbúnaðarstig hefur verið aukið víða. 18. mars 2019 10:52