Segja ekki tímabært að ræða áhrif flugbannsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2019 13:45 Boeing 737 MAX 8 vél í flota Icelandair. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en „allar upplýsingar liggja formlega fyrir“.Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu sem hefur á undanförnum dögum óskað eftir því að fá svör við ýmsum spurningum sem vaknað hafa í kjölfar þess að flugfélagið ákvað að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma.Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim í kjölfar flugslyss í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak.Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Tvær Boeing 737 Max 8. á flugbraut í Renton í Washington. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa farið fram á að gerðar verði lagfæringar á þotunum.Getty/Stephen BrashearLíklegt að uppfærslan verði ekki klár fyrr en í maí Komið hefur fram að Icelandair fari nú yfir stöðu mála vegna kyrrsettningarinnar og að til greina komið að leigja aðrar vélar til að fylla í skarð þeirra þriggja flugvéla sem ekki mega fara í loftið.Þá hefur einnig komið fram að það gæti valdið vandræðum íleiðakerfi félagsins nái bannið fram yfir páska, síðari hlutann í apríl. Í vor var gert ráð fyrir að Icelandair tæki sex MAX 8 vélar til notkunar í viðbót.Boeing vinnur nú hörðum höndumað því að uppfæra hugbúnað í vélunum sem kenningar eru uppi um að beri ábyrgð á flugslysunum mannskæðu. Líklegt er hins vegar að sú vinna muni taka fram í maí. Fréttastofa óskaði því eftir upplýsingum hvaða áhrif þetta gæti hafa haft á rekstur flugfélagsins, hvernig það myndi bregðast við því kæmi til þess að ekki væri hægt að taka hinar sex væntanlegu MAX 8 þotur í notkun og hver væri staða þeirra flugvéla sem hinar nýju þotur áttu að koma í staðinn fyrir.„Það er ekki tímabært fyrir okkur að ræða þessi mál frekar fyrr en allar upplýsingar liggja formlega fyrir,“ var svar Icelandair við fyrirspurn Vísis. Samsvarandi svar barst einnig fyrir helgi þegar óskað var eftir sömu upplýsingum. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en „allar upplýsingar liggja formlega fyrir“.Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu sem hefur á undanförnum dögum óskað eftir því að fá svör við ýmsum spurningum sem vaknað hafa í kjölfar þess að flugfélagið ákvað að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma.Flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim í kjölfar flugslyss í Eþíópíu þar sem vél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak.Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak.Tvær Boeing 737 Max 8. á flugbraut í Renton í Washington. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa farið fram á að gerðar verði lagfæringar á þotunum.Getty/Stephen BrashearLíklegt að uppfærslan verði ekki klár fyrr en í maí Komið hefur fram að Icelandair fari nú yfir stöðu mála vegna kyrrsettningarinnar og að til greina komið að leigja aðrar vélar til að fylla í skarð þeirra þriggja flugvéla sem ekki mega fara í loftið.Þá hefur einnig komið fram að það gæti valdið vandræðum íleiðakerfi félagsins nái bannið fram yfir páska, síðari hlutann í apríl. Í vor var gert ráð fyrir að Icelandair tæki sex MAX 8 vélar til notkunar í viðbót.Boeing vinnur nú hörðum höndumað því að uppfæra hugbúnað í vélunum sem kenningar eru uppi um að beri ábyrgð á flugslysunum mannskæðu. Líklegt er hins vegar að sú vinna muni taka fram í maí. Fréttastofa óskaði því eftir upplýsingum hvaða áhrif þetta gæti hafa haft á rekstur flugfélagsins, hvernig það myndi bregðast við því kæmi til þess að ekki væri hægt að taka hinar sex væntanlegu MAX 8 þotur í notkun og hver væri staða þeirra flugvéla sem hinar nýju þotur áttu að koma í staðinn fyrir.„Það er ekki tímabært fyrir okkur að ræða þessi mál frekar fyrr en allar upplýsingar liggja formlega fyrir,“ var svar Icelandair við fyrirspurn Vísis. Samsvarandi svar barst einnig fyrir helgi þegar óskað var eftir sömu upplýsingum.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00