Rekstur lögreglubílaflotans í ólestri og sligi sum embættin Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 07:15 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Mikillar óánægju gætir hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Bílamiðstöðin hefur verið starfrækt hjá embættinu frá aldamótum og hafði það að markmiði að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiði fyrir bílana hafi hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bílamiðstöðvarinnar frá lögregluembættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði. Rekstur bílaflotans er nú til skoðunar hjá starfshópi sem ríkislögreglustjóri hefur sett saman. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri að vinnunni sé ekki lokið og úttekt ekki fyrirliggjandi. Stefnt sé að því að vinnunni ljúki á vormánuðum. Í starfshópnum sitja yfirlögregluþjónar af landinu öllu undir formennsku fulltrúa ríkislögreglustjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur fyrir úttekt á rekstri Bílamiðstöðvarinnar sem sýnir að málin eru í algerum ólestri. Með úttektinni fylgir tillaga að framtíðarfyrirkomulagi og hefur hún verið kynnt fyrir lögreglustjórum allra lögregluumdæma. Aðeins yfirlögregluþjónar og lögreglustjórar hafa úttektina undir höndum og halda henni þétt að sér. Málið er sagt á viðkvæmu stigi og ljóst er að nokkur titringur er innan lögreglunnar vegna málsins. Heimildarmenn blaðsins segja fullvíst að rekstri Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra verði hætt. Finna verði nýtt fyrirkomulag fyrir reksturinn, enda sé orðið ódýrara fyrir lögregluembættin að vera á bílaleigubílum en eigin bílum. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á Bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll og hefur til dæmis haft þau áhrif sumstaðar að hámark hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla – slíkt hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Þá herma heimildir blaðsins að rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé ekki aðgreindur frá öðrum rekstri ríkislögreglustjóra og því ekki hlaupið að því að fá skýra yfirsýn yfir reksturinn. Mun óánægja lögreglustjóra og yfirlögregluþjóna um landið lúta annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum sé ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna og hins vegar gangi seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra og embættin þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Mikillar óánægju gætir hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Bílamiðstöðin hefur verið starfrækt hjá embættinu frá aldamótum og hafði það að markmiði að auka hagkvæmni með sameiginlegum rekstri bílaflotans fyrir allt landið. Það markmið mun hafa snúist upp í andhverfu sína og leiguverðið sem embættin greiði fyrir bílana hafi hækkað svo úr hófi að ekkert samræmi sé lengur milli raun- og rekstrarkostnaðar og fjárhæðanna sem renni til Bílamiðstöðvarinnar frá lögregluembættunum. Hjá minni embættunum sé um langstærsta útgjaldaliðinn að ræða, að frátöldum launakostnaði. Rekstur bílaflotans er nú til skoðunar hjá starfshópi sem ríkislögreglustjóri hefur sett saman. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri að vinnunni sé ekki lokið og úttekt ekki fyrirliggjandi. Stefnt sé að því að vinnunni ljúki á vormánuðum. Í starfshópnum sitja yfirlögregluþjónar af landinu öllu undir formennsku fulltrúa ríkislögreglustjóra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins liggur fyrir úttekt á rekstri Bílamiðstöðvarinnar sem sýnir að málin eru í algerum ólestri. Með úttektinni fylgir tillaga að framtíðarfyrirkomulagi og hefur hún verið kynnt fyrir lögreglustjórum allra lögregluumdæma. Aðeins yfirlögregluþjónar og lögreglustjórar hafa úttektina undir höndum og halda henni þétt að sér. Málið er sagt á viðkvæmu stigi og ljóst er að nokkur titringur er innan lögreglunnar vegna málsins. Heimildarmenn blaðsins segja fullvíst að rekstri Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra verði hætt. Finna verði nýtt fyrirkomulag fyrir reksturinn, enda sé orðið ódýrara fyrir lögregluembættin að vera á bílaleigubílum en eigin bílum. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins hefur hallarekstri á Bílamiðstöðinni á undanförnum árum verið varpað á embættin öll og hefur til dæmis haft þau áhrif sumstaðar að hámark hefur verið sett á leyfilegan akstur lögreglubíla – slíkt hafi bein áhrif á störf lögreglunnar. Þá herma heimildir blaðsins að rekstur Bílamiðstöðvarinnar sé ekki aðgreindur frá öðrum rekstri ríkislögreglustjóra og því ekki hlaupið að því að fá skýra yfirsýn yfir reksturinn. Mun óánægja lögreglustjóra og yfirlögregluþjóna um landið lúta annars vegar að því að fjárhæðirnar sem lögregluumdæmin greiða fyrir leigu á bílum sé ekki í samræmi við raunkostnað og rekstur bílanna og hins vegar gangi seint og illa að fá bíla endurnýjaða, þrátt fyrir háar fjárhæðir sem renni frá embættunum til ríkislögreglustjóra og embættin þurfi að notast við bæði gamla og mikið ekna bíla.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira