McIlroy fékk risavinninginn á Players Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. mars 2019 22:15 Verðlaunaféð á Players mótinu er það hæsta á allri PGA mótaröðinni í ár vísir/getty Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari Players mótsins í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. McIlroy byrjaði ekki vel í dag og fékk tvöfaldan skolla á fjórðu holu. Hann náði hins vegar að vinna það til baka og tveir fuglar í röð á 15. og 16. holu komu honum á tveimur undir pari á hringnum. Norður-Írinn endaði því mótið á 16 höggum undir pari, einu höggi betra heldur en Jim Furyk sem varð í öðru sæti. Þetta var fyrsti sigur McIlroy í heilt ár á PGA mótaröðinni. „Þetta er mjög sérstakt. Ég reyndi að nálgast þetta bara eins og hvern annan dag, þrátt fyrir að ég hafi komist nálægt því að sigra nokkrum sinnum síðasta árið,“ sagði McIlroy eftir hringinn. „Reynslan af því skilaði mér á þann stað sem ég er á í dag og skilaði mér yfir línuna.“ Spánverjinn Jon Rahm leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann átti hrikalegan endasprett á annars frekar slæmum degi. Hann var á einu höggi yfir pari í dag þegar hann mætti á 15. holu. Þar fékk hann enn einn skollann og svo tvöfaldan skolla á 17. holu og fór hann því holurnar átján á fjórum höggum yfir pari og féll niður í 12. sæti. Jim Furyk átti all betri hring en hann fékk örn á annari holu og fugl á þeirri átjándu sem tryggði honum annað sætið í mótinu. Hann lauk leik á fimm höggum undir pari, samtals á 15 undir í mótinu. Eddie Pepperell og Jhonattan Vegas urðu jafnir í 3. - 4. sæti á 14 höggum undir pari. Tiger Woods kláraði mótið í 30. sæti á sex höggum undir pari. Golf Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari Players mótsins í golfi en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. McIlroy byrjaði ekki vel í dag og fékk tvöfaldan skolla á fjórðu holu. Hann náði hins vegar að vinna það til baka og tveir fuglar í röð á 15. og 16. holu komu honum á tveimur undir pari á hringnum. Norður-Írinn endaði því mótið á 16 höggum undir pari, einu höggi betra heldur en Jim Furyk sem varð í öðru sæti. Þetta var fyrsti sigur McIlroy í heilt ár á PGA mótaröðinni. „Þetta er mjög sérstakt. Ég reyndi að nálgast þetta bara eins og hvern annan dag, þrátt fyrir að ég hafi komist nálægt því að sigra nokkrum sinnum síðasta árið,“ sagði McIlroy eftir hringinn. „Reynslan af því skilaði mér á þann stað sem ég er á í dag og skilaði mér yfir línuna.“ Spánverjinn Jon Rahm leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann átti hrikalegan endasprett á annars frekar slæmum degi. Hann var á einu höggi yfir pari í dag þegar hann mætti á 15. holu. Þar fékk hann enn einn skollann og svo tvöfaldan skolla á 17. holu og fór hann því holurnar átján á fjórum höggum yfir pari og féll niður í 12. sæti. Jim Furyk átti all betri hring en hann fékk örn á annari holu og fugl á þeirri átjándu sem tryggði honum annað sætið í mótinu. Hann lauk leik á fimm höggum undir pari, samtals á 15 undir í mótinu. Eddie Pepperell og Jhonattan Vegas urðu jafnir í 3. - 4. sæti á 14 höggum undir pari. Tiger Woods kláraði mótið í 30. sæti á sex höggum undir pari.
Golf Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira