Segir nýja þyrlu Landhelgisgæslunnar auka afköst Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. mars 2019 20:30 TF-EIR kom til landsins í gær JÓN PÁLL ÁSGEIRSSON Ný þyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins í gær. Flugstjóri hjá gæslunni segir að afköst muni aukast, en hin nýja vél tekur fleiri og flýgur hraðar en eldri vélar gæslunnar. Ný þyrla landhelgisgæslunnar EIR kom til landsins í gær, en um er að ræða eina af tveimur nýjum þyrlum sem eru hluti af bráðabirgðaendurnýjun gæslunnar. Seinni vélin GRÓ er væntanleg til landsins á næstu vikum. Flugstjóri landhelgisgæslunnar segir að um 20-25 ára hönnunarmunur sé á vélunum. Vélarnar sem gæslan hefur verið með í notkun fóru að fljúga árið 1978 en þessi hóf flug árið 2001. „Þetta er mjög mikil breyting, fer úr „analog“ kerfi í „digital“ kerfi sem margfaldar öryggi. Þær fljúga 20 prósent hraðar og bera 20 prósent meira og eru öruggari og betri á allan hátt,“ sagði Björn Brekkan Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Meðal annars fylgir hinni nýju vél, hitamyndavél að framan sem hjálpar til við leit á fólki í vatni.TF-EIRJÓN PÁLL ÁSGEIRSSONEr eitthvað sem þessi þyrla getur gert sem hinar gerðu ekki?„Já það er búið að uppfæra öll siglingarkerfi þannig að við getum framkvæmt öll þau aðflug sem við þurfum að gera. Þær bera meira og fara hraðar þannig viðbragðstíminn er styttri. Allur búnaður í vélunum er uppfærður þannig við fáum allan nýjasta búnað sem þarf til leitar og björgunar sem er mikil breyting frá því í gömlu vélunum,“ sagði Björn. Áður en þyrlan fer í útköll þarf að þjálfa flugmenn og flugvirkja þannig að hin nýja vél mun ekki sjást á lofti fyrr en eftir nokkrar vikur. Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Ný þyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins í dag Önnur þyrla væntanleg til landsins í næstu vikum. 16. mars 2019 20:14 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Ný þyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins í gær. Flugstjóri hjá gæslunni segir að afköst muni aukast, en hin nýja vél tekur fleiri og flýgur hraðar en eldri vélar gæslunnar. Ný þyrla landhelgisgæslunnar EIR kom til landsins í gær, en um er að ræða eina af tveimur nýjum þyrlum sem eru hluti af bráðabirgðaendurnýjun gæslunnar. Seinni vélin GRÓ er væntanleg til landsins á næstu vikum. Flugstjóri landhelgisgæslunnar segir að um 20-25 ára hönnunarmunur sé á vélunum. Vélarnar sem gæslan hefur verið með í notkun fóru að fljúga árið 1978 en þessi hóf flug árið 2001. „Þetta er mjög mikil breyting, fer úr „analog“ kerfi í „digital“ kerfi sem margfaldar öryggi. Þær fljúga 20 prósent hraðar og bera 20 prósent meira og eru öruggari og betri á allan hátt,“ sagði Björn Brekkan Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Meðal annars fylgir hinni nýju vél, hitamyndavél að framan sem hjálpar til við leit á fólki í vatni.TF-EIRJÓN PÁLL ÁSGEIRSSONEr eitthvað sem þessi þyrla getur gert sem hinar gerðu ekki?„Já það er búið að uppfæra öll siglingarkerfi þannig að við getum framkvæmt öll þau aðflug sem við þurfum að gera. Þær bera meira og fara hraðar þannig viðbragðstíminn er styttri. Allur búnaður í vélunum er uppfærður þannig við fáum allan nýjasta búnað sem þarf til leitar og björgunar sem er mikil breyting frá því í gömlu vélunum,“ sagði Björn. Áður en þyrlan fer í útköll þarf að þjálfa flugmenn og flugvirkja þannig að hin nýja vél mun ekki sjást á lofti fyrr en eftir nokkrar vikur.
Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Ný þyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins í dag Önnur þyrla væntanleg til landsins í næstu vikum. 16. mars 2019 20:14 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Ný þyrla Landhelgisgæslunnar kom til landsins í dag Önnur þyrla væntanleg til landsins í næstu vikum. 16. mars 2019 20:14