Hefja 435 kílómetra Brexit-göngu Andri Eysteinsson skrifar 16. mars 2019 13:19 Nigel Farage fór fyrir göngunni. Getty/Jan Forsyth Stuðningsmenn við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem jafnan er þekkt sem Brexit, héldu margir hverjir af stað í mótmælagöngu þar sem þeir saka stjórnvöld um svik þar sem líklegt er talið að brotthvarf Breta frestist. Milli 100 og 200 Brexit-manna söfnuðust saman í borginni Sunderland í norðurhluta landsins, rúmum 435 kílómetrum frá höfuðborginni Lundúnum. Hyggjast þeir halda þaðan til þinghússins í Lundúnum og telja þeir að göngunni ljúki 29. mars næstkomandi. Hópur mótmælanda, sem samanstóð að mestu af eldra fólki hélt af stað í gönguna með fram austurströnd Englands og hrópaði slagorð á borð við „Viðurkennið lýðræðið“. Endastöð hópsins er eins og áður sagði við þinghúsið breska en hópurinn ætlar þó ekki að ganga alla leið. Fyrrverandi formaður UKIP flokksins, sem barðist einna helst fyrir Brexit, Nigel Farage, slóst í hóp göngumanna í dag og sagði „Ef stjórnmálamenn halda að þeir geti gengið yfir okkur, munum við marsera til baka og segja þeim að slíkt sé ekki hægt.“ (e. If politicians think they can walk all over us, we‘re going to march back and tell them they cant“ Bretland Brexit England Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22 Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Stuðningsmenn við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem jafnan er þekkt sem Brexit, héldu margir hverjir af stað í mótmælagöngu þar sem þeir saka stjórnvöld um svik þar sem líklegt er talið að brotthvarf Breta frestist. Milli 100 og 200 Brexit-manna söfnuðust saman í borginni Sunderland í norðurhluta landsins, rúmum 435 kílómetrum frá höfuðborginni Lundúnum. Hyggjast þeir halda þaðan til þinghússins í Lundúnum og telja þeir að göngunni ljúki 29. mars næstkomandi. Hópur mótmælanda, sem samanstóð að mestu af eldra fólki hélt af stað í gönguna með fram austurströnd Englands og hrópaði slagorð á borð við „Viðurkennið lýðræðið“. Endastöð hópsins er eins og áður sagði við þinghúsið breska en hópurinn ætlar þó ekki að ganga alla leið. Fyrrverandi formaður UKIP flokksins, sem barðist einna helst fyrir Brexit, Nigel Farage, slóst í hóp göngumanna í dag og sagði „Ef stjórnmálamenn halda að þeir geti gengið yfir okkur, munum við marsera til baka og segja þeim að slíkt sé ekki hægt.“ (e. If politicians think they can walk all over us, we‘re going to march back and tell them they cant“
Bretland Brexit England Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22 Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22
Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30
Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43