Velkomin aftur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. mars 2019 09:00 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er skýr, og mín persónulega skoðun á málinu breytir engu um það. Í ljósi þess að persóna mín gæti flækst fyrir eðlilegri umræðu og úrvinnslu málsins þá segi ég hér með af mér sem dómsmálaráðherra. Fleiri verða orðin ekki.“ Einhvern veginn svona hefði afsagnarræða Sigríðar Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra getað hljómað. Stutt, snarpt og skýrt. Þannig hefði hún axlað ábyrgð. Ekki endilega af því hún hefði gert eitthvað siðferðislega ámælisvert, heldur einfaldlega af því að hennar hlutur í málinu flæktist fyrir eðlilegri starfsemi ráðuneytis og dómstóla. En því miður var ræða ráðherrans fráfarandi þokukennd á blaðamannafundinum, þar sem hún tilkynnti næstu skref. Ekki var gott að skilja hvert hún var að fara, og meira að segja orðalagið varðandi afsögn hennar var ruglingslegt. Viðstaddir klóruðu sér í kollinum. Var hún að hætta eða fara í frí? Afsögn Sigríðar kom degi of seint. Hennar fyrstu viðbrögð voru hefðbundið íslenskt yfirklór. Samflokksmenn hennar voru litlu skárri. Næststærsta dagblað landsins kastaði rýrð á Mannréttindadómstólinn í fréttum og leiðurum. Kunnuglegt stef fyrir þá sem fylgst hafa með íslenskri pólitík í lengri tíma. Þrátt fyrir þetta er Sigríði að mörgu leyti vorkunn. Íslenska leiðin er einfaldlega að setja undir sig hausinn og bíða þess að storminum sloti. Íslenskir ráðamenn segja almennt einfaldlega ekki af sér fyrr en í fulla hnefana. Tímasetningin var henni líka erfið af persónulegum ástæðum. Ekki má líta fram hjá því. En þótt framkvæmdin hafi verið klaufaleg er kannski um mikilvægt fordæmi að ræða. Efnislega voru skilaboðin þau að Sigríður myndi víkja úr ráðherrastóli svo hægt væri að leiða málið til lykta. Það er virðingarvert skref að taka. Málefnin sett í fyrsta sæti, hún sjálf í annað. Óskandi væri að þetta væri skref til að breyta íslenskri stjórnmálahefð. Víða í kringum okkur, til að mynda á Norðurlöndum, segja stjórnmálamenn af sér þegar í stað, ef persóna þeirra er farin að flækjast fyrir. Þótt svo fari í það skiptið er ekkert sem segir að viðkomandi eigi ekki afturkvæmt á stóra sviðið. Sérstaklega er þessi hefð rótgróin í Bretlandi. Peter Mandelson, einn dyggasti stuðningsmaður Tony Blair, sagði af sér embætti tvisvar, en sneri jafnharðan aftur. Amber Rudd, sem nú er vinnumálaráðherra, tók við því embætti rúmu hálfu ári eftir að hafa sagt af sér sem innanríkismálaráðherra. Afsögn þarf ekki að þýða endalok. Nema sakir séu þeim mun meiri. Sigríður Andersen, vertu velkomin aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Kristín Þorsteinsdóttir Landsréttarmálið Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er skýr, og mín persónulega skoðun á málinu breytir engu um það. Í ljósi þess að persóna mín gæti flækst fyrir eðlilegri umræðu og úrvinnslu málsins þá segi ég hér með af mér sem dómsmálaráðherra. Fleiri verða orðin ekki.“ Einhvern veginn svona hefði afsagnarræða Sigríðar Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra getað hljómað. Stutt, snarpt og skýrt. Þannig hefði hún axlað ábyrgð. Ekki endilega af því hún hefði gert eitthvað siðferðislega ámælisvert, heldur einfaldlega af því að hennar hlutur í málinu flæktist fyrir eðlilegri starfsemi ráðuneytis og dómstóla. En því miður var ræða ráðherrans fráfarandi þokukennd á blaðamannafundinum, þar sem hún tilkynnti næstu skref. Ekki var gott að skilja hvert hún var að fara, og meira að segja orðalagið varðandi afsögn hennar var ruglingslegt. Viðstaddir klóruðu sér í kollinum. Var hún að hætta eða fara í frí? Afsögn Sigríðar kom degi of seint. Hennar fyrstu viðbrögð voru hefðbundið íslenskt yfirklór. Samflokksmenn hennar voru litlu skárri. Næststærsta dagblað landsins kastaði rýrð á Mannréttindadómstólinn í fréttum og leiðurum. Kunnuglegt stef fyrir þá sem fylgst hafa með íslenskri pólitík í lengri tíma. Þrátt fyrir þetta er Sigríði að mörgu leyti vorkunn. Íslenska leiðin er einfaldlega að setja undir sig hausinn og bíða þess að storminum sloti. Íslenskir ráðamenn segja almennt einfaldlega ekki af sér fyrr en í fulla hnefana. Tímasetningin var henni líka erfið af persónulegum ástæðum. Ekki má líta fram hjá því. En þótt framkvæmdin hafi verið klaufaleg er kannski um mikilvægt fordæmi að ræða. Efnislega voru skilaboðin þau að Sigríður myndi víkja úr ráðherrastóli svo hægt væri að leiða málið til lykta. Það er virðingarvert skref að taka. Málefnin sett í fyrsta sæti, hún sjálf í annað. Óskandi væri að þetta væri skref til að breyta íslenskri stjórnmálahefð. Víða í kringum okkur, til að mynda á Norðurlöndum, segja stjórnmálamenn af sér þegar í stað, ef persóna þeirra er farin að flækjast fyrir. Þótt svo fari í það skiptið er ekkert sem segir að viðkomandi eigi ekki afturkvæmt á stóra sviðið. Sérstaklega er þessi hefð rótgróin í Bretlandi. Peter Mandelson, einn dyggasti stuðningsmaður Tony Blair, sagði af sér embætti tvisvar, en sneri jafnharðan aftur. Amber Rudd, sem nú er vinnumálaráðherra, tók við því embætti rúmu hálfu ári eftir að hafa sagt af sér sem innanríkismálaráðherra. Afsögn þarf ekki að þýða endalok. Nema sakir séu þeim mun meiri. Sigríður Andersen, vertu velkomin aftur.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar