James Gunn endurráðinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. mars 2019 20:40 James Gunn leikstjóri. Christopher Polk/Getty Leikstjórinn James Gunn, sem Disney sagði á síðasta upp frá framleiðslu nýjustu myndar ofurhetjumyndarisans Marvel, Guardians of the Galaxy 3, hefur verið endurráðinn sem leikstjóri og megin handritshöfundur myndarinnar. Gunn var á sínum tíma sagt upp eftir að gömul tíst þar sem hann fjallaði af léttúð um árásirnar á Tvíburaturnana 11. september, nauðganir og barnaníð voru grafin upp og fjölmiðlar gerðu að umfjöllunarefni sínu. Tístin voru frá árunum 2008 og 2009. Þegar Gunn var látinn fara á sínum tíma sagði stjórnarformaður Walt Disney, Alan Horn, að hegðun leikstjórans væri „óverjanleg“ og sleit í kjölfarið tengslum við hann. Samkvæmt heimildum Deadline var ákvörðunin um að endurráða Gunn tekin fyrir nokkrum mánuðum í kjölfar viðræðna milli Marvel og Disney. Horn hafi verið sannfærður eftir opinbera afsökunarbeiðni Gunn, auk fundaraðar milli málsaðila. Stjörnur fyrri myndanna tveggja um verði vetrarbrautarinnar sem Gunn leikstýrði, Bradley Cooper, Zoe Saldana, Chris Pratt og Dave Bautista, stóðu við bakið á Gunn í kjölfar brottrekstursins og lýstu yfir stuðningi sínum við leikstjórann. Sá síðastnefndi gekk jafnvel svo langt að segjast ekki vilja taka þátt í framleiðslu fleiri Guardian mynda, væri Gunn ekki í leikstjórastólnum. Bautista mun þó ekki þurfa frá að hverfa vegna þess þar sem Gunn hefur nú verið endurráðinn sem leikstjóri og ákvörðun tekin um að nota upphaflegt handrit hans að myndinni. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Tengdar fréttir Leikarar Guardians of the Galaxy 3 lýsa yfir stuðningi við James Gunn Leikstjórinn James Gunn var rekinn úr starfi sínu sem leikstjóri myndarinnar Guardians of the Galaxy 3 fyrr í mánuðinum. 30. júlí 2018 17:39 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikstjórinn James Gunn, sem Disney sagði á síðasta upp frá framleiðslu nýjustu myndar ofurhetjumyndarisans Marvel, Guardians of the Galaxy 3, hefur verið endurráðinn sem leikstjóri og megin handritshöfundur myndarinnar. Gunn var á sínum tíma sagt upp eftir að gömul tíst þar sem hann fjallaði af léttúð um árásirnar á Tvíburaturnana 11. september, nauðganir og barnaníð voru grafin upp og fjölmiðlar gerðu að umfjöllunarefni sínu. Tístin voru frá árunum 2008 og 2009. Þegar Gunn var látinn fara á sínum tíma sagði stjórnarformaður Walt Disney, Alan Horn, að hegðun leikstjórans væri „óverjanleg“ og sleit í kjölfarið tengslum við hann. Samkvæmt heimildum Deadline var ákvörðunin um að endurráða Gunn tekin fyrir nokkrum mánuðum í kjölfar viðræðna milli Marvel og Disney. Horn hafi verið sannfærður eftir opinbera afsökunarbeiðni Gunn, auk fundaraðar milli málsaðila. Stjörnur fyrri myndanna tveggja um verði vetrarbrautarinnar sem Gunn leikstýrði, Bradley Cooper, Zoe Saldana, Chris Pratt og Dave Bautista, stóðu við bakið á Gunn í kjölfar brottrekstursins og lýstu yfir stuðningi sínum við leikstjórann. Sá síðastnefndi gekk jafnvel svo langt að segjast ekki vilja taka þátt í framleiðslu fleiri Guardian mynda, væri Gunn ekki í leikstjórastólnum. Bautista mun þó ekki þurfa frá að hverfa vegna þess þar sem Gunn hefur nú verið endurráðinn sem leikstjóri og ákvörðun tekin um að nota upphaflegt handrit hans að myndinni.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Disney Tengdar fréttir Leikarar Guardians of the Galaxy 3 lýsa yfir stuðningi við James Gunn Leikstjórinn James Gunn var rekinn úr starfi sínu sem leikstjóri myndarinnar Guardians of the Galaxy 3 fyrr í mánuðinum. 30. júlí 2018 17:39 James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15 Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikarar Guardians of the Galaxy 3 lýsa yfir stuðningi við James Gunn Leikstjórinn James Gunn var rekinn úr starfi sínu sem leikstjóri myndarinnar Guardians of the Galaxy 3 fyrr í mánuðinum. 30. júlí 2018 17:39
James Gunn rekinn sem leikstjóri Guardians of the Galaxy 3 Gömul tíst um barnaníð og nauðganir gerðu útslagið. 20. júlí 2018 20:15