Guðmundur hvatti þjóðir heims til dáða Sighvatur Jónsson skrifar 15. mars 2019 11:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Þetta sagði umhverfis- og auðlindaráðherra í ávarpi á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Kenía. Hann sagði að íslenska ríkisstjórnin legði áherslu á náttúruvernd, meðal annars með stofnun langstærsta þjóðgarðs í Evrópu hér á landi. Lokadagur umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía er í dag. Ályktun þingsins verður samþykkt síðdegis. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í ávarpi á þinginu í gær að ósjálfbær neysla hafi farið úr böndunum með skaðlegum áhrifum á umhverfið og loftslagið. Guðmundur Ingi hvatti gesti umhverfisþingsins í gær til að skilja ekki einn matvörupoka af þremur eftir í matvöruverslunum heimsins. Vísar hann þar til þess að þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Í erindi sínu lagði ráðherra meðal annars áherslu á neyslu, sóun, náttúruvernd og baráttu gegn plastmengun. „Og þar lagði ég áherslu á það að þjóðir heims þurfa að ná utan um plastmálin á alþjóðavettvangi. Plastmengunin á sér engin landamæri. Og þess vegna þarf þetta að vera sameiginlegt verkefni allra þjóða,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfis- og auðlindarráðherra ræddi áætlanir íslensku ríkisstjórnarinnar í ávarpi sínu. Hann sagði áhersluna vera á náttúruvernd og benti á að unnið væri að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði langstærsti þjóðgarður í Evrópu. „Og ég nefndi líka það atriði að þegar við erum að horfa til lausna í umhverfismálum þá reynum við að líta til samlegðar þeirra aðgerða sem við grípum til þannig að þær geti nýst til að leysa sem flestar umhverfisáskoranir í einu. Til dæmis má nefna landgræðslu sem er mjög gott dæmi. Græðir til baka land sem hefur eyðst, nær til baka náttúrunni og breytileika lífríkisins og bindur koltvísýring úr andrúmslofti sem er gott til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.“ Kenía Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Þetta sagði umhverfis- og auðlindaráðherra í ávarpi á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Kenía. Hann sagði að íslenska ríkisstjórnin legði áherslu á náttúruvernd, meðal annars með stofnun langstærsta þjóðgarðs í Evrópu hér á landi. Lokadagur umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía er í dag. Ályktun þingsins verður samþykkt síðdegis. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í ávarpi á þinginu í gær að ósjálfbær neysla hafi farið úr böndunum með skaðlegum áhrifum á umhverfið og loftslagið. Guðmundur Ingi hvatti gesti umhverfisþingsins í gær til að skilja ekki einn matvörupoka af þremur eftir í matvöruverslunum heimsins. Vísar hann þar til þess að þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Í erindi sínu lagði ráðherra meðal annars áherslu á neyslu, sóun, náttúruvernd og baráttu gegn plastmengun. „Og þar lagði ég áherslu á það að þjóðir heims þurfa að ná utan um plastmálin á alþjóðavettvangi. Plastmengunin á sér engin landamæri. Og þess vegna þarf þetta að vera sameiginlegt verkefni allra þjóða,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfis- og auðlindarráðherra ræddi áætlanir íslensku ríkisstjórnarinnar í ávarpi sínu. Hann sagði áhersluna vera á náttúruvernd og benti á að unnið væri að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði langstærsti þjóðgarður í Evrópu. „Og ég nefndi líka það atriði að þegar við erum að horfa til lausna í umhverfismálum þá reynum við að líta til samlegðar þeirra aðgerða sem við grípum til þannig að þær geti nýst til að leysa sem flestar umhverfisáskoranir í einu. Til dæmis má nefna landgræðslu sem er mjög gott dæmi. Græðir til baka land sem hefur eyðst, nær til baka náttúrunni og breytileika lífríkisins og bindur koltvísýring úr andrúmslofti sem er gott til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.“
Kenía Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira