Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2019 08:15 Liðsmenn krikketliðsins frá Bangladess fagna í einum af leikjum sínum í Nýja Sjálandi. Getty/Hagen Hopkins Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. Um var að ræða krikketlið frá Bangladess en 30 manns létust í skotárásinni á moskuna sem þeir voru staddir í. Tíu til viðbótar létust í skotárás á aðra mosku á sama tíma í borginni. Leikmenn þessa krikketliðs frá Bangladess komu í Al Noor moskuna vegna þess að hún er nálægt keppnisstað þeirra. Bangladess átti að fara að keppa á laugardag en leiknum var frestað í kjölfar árásanna. „Allt liðið bjargaðist undan skotmönnunum,“ sagði TamimIqbal, einn liðsmanna, á Twitter."Entire team got saved from active shooters" The Bangladesh cricket team have escaped a gun attack at Al Noor mosque in Christchurch in New Zealand, which left 30 people dead. Full storyhttps://t.co/fi6fR66E48pic.twitter.com/z9y3PS9GAD — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019Forráðamenn liðsins hafa síðan sagt frá því að allir leikmenn liðsins séu komnir heilu og höldnu upp á hótelMohammedIsam, fjölmiðlamaður sem var að vinna fyrir ESPN í Bangladess, var með liðinu á þessum tíma. „Ég sá þá fara út úr rútunni á bílastæðinu en fimm mínútum seinna hringdi einn leikmannanna í mig og bað um hjálp. Hann sagði þá vera í miklum vandræðum því það væri einhver að skjóta fólk inni í moskunni,“ sagði MohammedIsam. „Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu en svo heyrði ég að rödd hans var brotin og tók þá ákvörðun um að hlaupa á staðinn,“ sagði Isam sem reyndi að komast að liðsrútunni og varð þá vitni að skotárásinni sem var enn í gangi. „Þegar ég kom síðan nálægt garðinum þá voru leikmenn að flýja liðsrútuna og hlupu í átt að mér. Ég sagði þeim bara að hlaupa í burtu. Við hlupum í burtu á öruggan stað og héldum okkur þar í klukkutíma,“ sagði Isam. Þá varð honum ljóst að leikmennirnir hefðu séð ýmislegt inn í moskunni. „Leikmennirnir voru farnir að brotna niður. Þeir höfðu séð of mikið þessar fimmtán mínútur sem þeir voru fastir í rútunni. Það var engin öryggisgæsla þarna því þetta er svo friðsælt land,“ sagði Isam. Aðrar íþróttir Bangladess Hryðjuverk í Christchurch Krikket Nýja-Sjáland Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. Um var að ræða krikketlið frá Bangladess en 30 manns létust í skotárásinni á moskuna sem þeir voru staddir í. Tíu til viðbótar létust í skotárás á aðra mosku á sama tíma í borginni. Leikmenn þessa krikketliðs frá Bangladess komu í Al Noor moskuna vegna þess að hún er nálægt keppnisstað þeirra. Bangladess átti að fara að keppa á laugardag en leiknum var frestað í kjölfar árásanna. „Allt liðið bjargaðist undan skotmönnunum,“ sagði TamimIqbal, einn liðsmanna, á Twitter."Entire team got saved from active shooters" The Bangladesh cricket team have escaped a gun attack at Al Noor mosque in Christchurch in New Zealand, which left 30 people dead. Full storyhttps://t.co/fi6fR66E48pic.twitter.com/z9y3PS9GAD — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019Forráðamenn liðsins hafa síðan sagt frá því að allir leikmenn liðsins séu komnir heilu og höldnu upp á hótelMohammedIsam, fjölmiðlamaður sem var að vinna fyrir ESPN í Bangladess, var með liðinu á þessum tíma. „Ég sá þá fara út úr rútunni á bílastæðinu en fimm mínútum seinna hringdi einn leikmannanna í mig og bað um hjálp. Hann sagði þá vera í miklum vandræðum því það væri einhver að skjóta fólk inni í moskunni,“ sagði MohammedIsam. „Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu en svo heyrði ég að rödd hans var brotin og tók þá ákvörðun um að hlaupa á staðinn,“ sagði Isam sem reyndi að komast að liðsrútunni og varð þá vitni að skotárásinni sem var enn í gangi. „Þegar ég kom síðan nálægt garðinum þá voru leikmenn að flýja liðsrútuna og hlupu í átt að mér. Ég sagði þeim bara að hlaupa í burtu. Við hlupum í burtu á öruggan stað og héldum okkur þar í klukkutíma,“ sagði Isam. Þá varð honum ljóst að leikmennirnir hefðu séð ýmislegt inn í moskunni. „Leikmennirnir voru farnir að brotna niður. Þeir höfðu séð of mikið þessar fimmtán mínútur sem þeir voru fastir í rútunni. Það var engin öryggisgæsla þarna því þetta er svo friðsælt land,“ sagði Isam.
Aðrar íþróttir Bangladess Hryðjuverk í Christchurch Krikket Nýja-Sjáland Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira