Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2019 06:15 Mislingar hafa ekki haft mikil áhrif á bráðamóttöku Landspítalans. Fáir hafa sýkst. Fréttablaðið/Stefán Líklegt þykir að sjötta mislingasmitið sem talið er hafa komið fram í 19 mánaða dreng sé ekki smit af völdum mislinga heldur aðeins aukaverkun af bólusetningu sem drengurinn fór í þremur vikum áður. Drengurinn er ekki veikur að öðru leyti, til að mynda með hita eða eitthvað slíkt, heldur aðeins dauf útbrotseinkenni. Því telja yfirvöld líklegra að aðeins fimm tilfelli hafi greinst af mislingum en vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Aðeins minna er til af bóluefni gegn mislingum en vonast var til. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist einnig vera skortur á bóluefninu í Evrópu og ekki búið að útvega meira af því en það sem kemur til landsins í þessari viku vegna þessa. Leiðbeiningar verða gefnar út um dreifingu bóluefnisins. Að mörgu leyti hefur gengið afar vel að berjast við mislingana nú og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægður með árangurinn. „Þetta hefur tekist vel og heilsugæslurnar unnið frábært starf. Við getum hins vegar ekki fagnað of snemma því enn geta ný smit komið upp þar sem allt að þrjár vikur getur tekið fyrir sýktan einstakling að fá einkenni,“ segir Þórólfur. „Gríðarmargir hafa verið bólusettir og von er á því að fleiri verði bólusettir á næstu dögum og við erum ánægð með að allir í þessari keðju hafa staðið sig vel.“ Enn er verið að fylgjast með tugum einstaklinga sem eru í heimasóttkví bæði fyrir austan og á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að sem fæstir af þeim séu sýktir af mislingum. Landspítali, heilsugæslur og sóttvarnalæknir hafa haldið daglega fundi um faraldurinn til að ráða ráðum sínum. Þar eru menn enn á tánum enda sagt að hvert nýtt tilfelli færi stöðuna aftur á byrjunarreit, eða um þrjár vikur. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Líklegt þykir að sjötta mislingasmitið sem talið er hafa komið fram í 19 mánaða dreng sé ekki smit af völdum mislinga heldur aðeins aukaverkun af bólusetningu sem drengurinn fór í þremur vikum áður. Drengurinn er ekki veikur að öðru leyti, til að mynda með hita eða eitthvað slíkt, heldur aðeins dauf útbrotseinkenni. Því telja yfirvöld líklegra að aðeins fimm tilfelli hafi greinst af mislingum en vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Aðeins minna er til af bóluefni gegn mislingum en vonast var til. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist einnig vera skortur á bóluefninu í Evrópu og ekki búið að útvega meira af því en það sem kemur til landsins í þessari viku vegna þessa. Leiðbeiningar verða gefnar út um dreifingu bóluefnisins. Að mörgu leyti hefur gengið afar vel að berjast við mislingana nú og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægður með árangurinn. „Þetta hefur tekist vel og heilsugæslurnar unnið frábært starf. Við getum hins vegar ekki fagnað of snemma því enn geta ný smit komið upp þar sem allt að þrjár vikur getur tekið fyrir sýktan einstakling að fá einkenni,“ segir Þórólfur. „Gríðarmargir hafa verið bólusettir og von er á því að fleiri verði bólusettir á næstu dögum og við erum ánægð með að allir í þessari keðju hafa staðið sig vel.“ Enn er verið að fylgjast með tugum einstaklinga sem eru í heimasóttkví bæði fyrir austan og á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að sem fæstir af þeim séu sýktir af mislingum. Landspítali, heilsugæslur og sóttvarnalæknir hafa haldið daglega fundi um faraldurinn til að ráða ráðum sínum. Þar eru menn enn á tánum enda sagt að hvert nýtt tilfelli færi stöðuna aftur á byrjunarreit, eða um þrjár vikur.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30
Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46