Skemmdarverk Hörður Ægisson skrifar 15. mars 2019 07:15 Hægt er að lýsa stöðunni á þessa leið: Atvinnulífinu er haldið í gíslingu vegna verkfalla og vinnudeilna. Eftir ævintýralegan vöxt ferðaþjónustunnar hafa orðið umskipti til hins verra og mikil óvissa er um horfurnar samhliða því að flugfélögin glíma við meiriháttar rekstrarerfiðleika. Loðnubrestur þýðir að þjóðarbúið verður af um tuttugu milljörðum. Á hinu pólitíska sviði hefur staða ríkisstjórnarinnar, sem var mynduð til að skapa langþráðan pólitískan stöðugleika, veikst til muna eftir að dómsmálaráðherra var – réttilega – gert að segja af sér að kröfu forsætisráðherra, ella yrðu líkast til stjórnarslit, og við bætist réttaróvissa eftir dóm MDE. Þá er Seðlabankinn í reynd lamaður eftir gagnrýni umboðsmanns Alþingis á stjórnsýslu bankans en á sama tíma stendur yfir leit að nýjum seðlabankastjóra og gera á einar veigamestu breytingar á lögum um Seðlabankann í áraraðir. Ekki er þetta sérlega gæfulegt. Þótt þessi mynd sé dregin upp, sem endurspeglar þá óvissu sem nú umlykur flest mikilvægustu svið samfélagsins, þá má samt halda því fram að þjóðarbúið hafi sjaldan staðið á sterkari grunni. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill um langt skeið, jafnvel þótt hagvöxtur hafi mælst myndarlegur og raungengið hækkað skarpt, og Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Ólíkt fyrri uppsveiflum hefur almenningur ekki eytt um efni fram og þjóðhagslegur sparnaður er enn í hæstu hæðum. Þá hefur Seðlabankinn byggt upp stóran óskuldsettan gjaldeyrisforða og skuldastaða ríkissjóðs er ein sú hagstæðasta í Evrópu. Það var hins vegar vitað að efnahagsstaðan væri brothætt og gæti versnað mjög á skömmum tíma ef ytri aðstæður þróuðust til hins verra, einkum í tengslum við ferðaþjónustuna, og við færum illa að ráði okkar á vinnumarkaði. Það er að koma á daginn enda þótt þeir svartsýnustu hefðu síður átt von á því að afleiðingarnar kæmu jafn fljótt og harkalega fram. Ný skoðanakönnun SI sýnir þannig að mun færri telja nú efnahagsaðstæður góðar til atvinnurekstrar en á sama tíma 2016 til 2018 og um 40 prósent stórra fyrirtækja sjá fyrir sér uppsagnir á næstu tólf mánuðum. Atvinnuvegafjárfesting er að skreppa hratt saman og útlit er fyrir að einkaneyslan verði með minnsta móti á árinu. Stórar ákvarðanir fyrirtækja og heimila eru í biðstöðu þangað til óvissunni, einkum í kjaramálum, verður aflétt. Verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni, sem verður ekki lýst öðruvísi en sem skemmdarverkum, munu aðeins gera viðkvæmt ástand enn verra. Því miður hafa þeir verkalýðsleiðtogar sem ákafast hafa gengið fram skeytt litlu um þennan efnahagslega veruleika. Aðrir, meðal annars þau stéttarfélög sem enn sitja við samningaborðið, hafa á þessu skilning og skynja ábyrgð sína á að leysa farsællega úr þessari erfiðu stöðu. Takist vel til, þar sem samið verður um launahækkanir sem atvinnulífið getur staðið undir á komandi árum, munu skapast forsendur fyrir gengisstyrkingu, minni verðbólgu og lækkandi vöxtum. Fari menn fram úr sér verður niðurstaðan í hina áttina. Þeir sem kjósa að afgreiða slík varnaðarorð sem heimsendaspár minna um margt á þá hina sömu sem af þekkingarleysi eða meðvirkni gáfu lítið fyrir þau augljósu hættumerki sem voru á lofti í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Við sjáum núna suma endurtaka þann leik, jafnvel gegn betri vitund, fyrir stundarvinsældir. Verði þeim að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hægt er að lýsa stöðunni á þessa leið: Atvinnulífinu er haldið í gíslingu vegna verkfalla og vinnudeilna. Eftir ævintýralegan vöxt ferðaþjónustunnar hafa orðið umskipti til hins verra og mikil óvissa er um horfurnar samhliða því að flugfélögin glíma við meiriháttar rekstrarerfiðleika. Loðnubrestur þýðir að þjóðarbúið verður af um tuttugu milljörðum. Á hinu pólitíska sviði hefur staða ríkisstjórnarinnar, sem var mynduð til að skapa langþráðan pólitískan stöðugleika, veikst til muna eftir að dómsmálaráðherra var – réttilega – gert að segja af sér að kröfu forsætisráðherra, ella yrðu líkast til stjórnarslit, og við bætist réttaróvissa eftir dóm MDE. Þá er Seðlabankinn í reynd lamaður eftir gagnrýni umboðsmanns Alþingis á stjórnsýslu bankans en á sama tíma stendur yfir leit að nýjum seðlabankastjóra og gera á einar veigamestu breytingar á lögum um Seðlabankann í áraraðir. Ekki er þetta sérlega gæfulegt. Þótt þessi mynd sé dregin upp, sem endurspeglar þá óvissu sem nú umlykur flest mikilvægustu svið samfélagsins, þá má samt halda því fram að þjóðarbúið hafi sjaldan staðið á sterkari grunni. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill um langt skeið, jafnvel þótt hagvöxtur hafi mælst myndarlegur og raungengið hækkað skarpt, og Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Ólíkt fyrri uppsveiflum hefur almenningur ekki eytt um efni fram og þjóðhagslegur sparnaður er enn í hæstu hæðum. Þá hefur Seðlabankinn byggt upp stóran óskuldsettan gjaldeyrisforða og skuldastaða ríkissjóðs er ein sú hagstæðasta í Evrópu. Það var hins vegar vitað að efnahagsstaðan væri brothætt og gæti versnað mjög á skömmum tíma ef ytri aðstæður þróuðust til hins verra, einkum í tengslum við ferðaþjónustuna, og við færum illa að ráði okkar á vinnumarkaði. Það er að koma á daginn enda þótt þeir svartsýnustu hefðu síður átt von á því að afleiðingarnar kæmu jafn fljótt og harkalega fram. Ný skoðanakönnun SI sýnir þannig að mun færri telja nú efnahagsaðstæður góðar til atvinnurekstrar en á sama tíma 2016 til 2018 og um 40 prósent stórra fyrirtækja sjá fyrir sér uppsagnir á næstu tólf mánuðum. Atvinnuvegafjárfesting er að skreppa hratt saman og útlit er fyrir að einkaneyslan verði með minnsta móti á árinu. Stórar ákvarðanir fyrirtækja og heimila eru í biðstöðu þangað til óvissunni, einkum í kjaramálum, verður aflétt. Verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni, sem verður ekki lýst öðruvísi en sem skemmdarverkum, munu aðeins gera viðkvæmt ástand enn verra. Því miður hafa þeir verkalýðsleiðtogar sem ákafast hafa gengið fram skeytt litlu um þennan efnahagslega veruleika. Aðrir, meðal annars þau stéttarfélög sem enn sitja við samningaborðið, hafa á þessu skilning og skynja ábyrgð sína á að leysa farsællega úr þessari erfiðu stöðu. Takist vel til, þar sem samið verður um launahækkanir sem atvinnulífið getur staðið undir á komandi árum, munu skapast forsendur fyrir gengisstyrkingu, minni verðbólgu og lækkandi vöxtum. Fari menn fram úr sér verður niðurstaðan í hina áttina. Þeir sem kjósa að afgreiða slík varnaðarorð sem heimsendaspár minna um margt á þá hina sömu sem af þekkingarleysi eða meðvirkni gáfu lítið fyrir þau augljósu hættumerki sem voru á lofti í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Við sjáum núna suma endurtaka þann leik, jafnvel gegn betri vitund, fyrir stundarvinsældir. Verði þeim að því.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun