Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2019 15:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem ræddi við blaðamenn í Alþingishúsinu að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem rætt var um stöðuna sem komin er upp eftir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði af sér embætti. Bjarni sagði að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða og Þórdís Kolbrún myndi sinna dómsmálaráðuneytinu ásamt störfum sínum sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Spurður hvort að það væri verið að leggja of mikið á herðar Þórdísar sagði Bjarni að svo væri ekki og hún treysti sér fullkomlega í þetta verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Spurður hvort að Sigríður Andersen ætti afturkvæmt í ríkisstjórn svaraði Bjarni að nú væri hún fullgildur þingmaður sem gæti að hans mati starfað í stjórnarráðinu. Hvort að Sigríður yrði ráðherra aftur á kjörtímabilinu sagðist hann ekki geta svarað því að svo stöddu en það væri galopið fyrir það. Bjarni heldur nú til Bessastaða á ríkisráðsfund sem hefst klukkan fjögur en þar tekur við nýr dómsmálaráðherra af Sigríði. Sigríður, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga til hliðar til að skapa vinnufrið eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi skipan dómara í Landsrétt ólögmæta. Hún sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan stjórnarráðshúsið í dag að hún vissi ekki hvort hún myndi snúa aftur í embætti dómsmálaráðherra. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem ræddi við blaðamenn í Alþingishúsinu að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem rætt var um stöðuna sem komin er upp eftir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði af sér embætti. Bjarni sagði að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða og Þórdís Kolbrún myndi sinna dómsmálaráðuneytinu ásamt störfum sínum sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Spurður hvort að það væri verið að leggja of mikið á herðar Þórdísar sagði Bjarni að svo væri ekki og hún treysti sér fullkomlega í þetta verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Spurður hvort að Sigríður Andersen ætti afturkvæmt í ríkisstjórn svaraði Bjarni að nú væri hún fullgildur þingmaður sem gæti að hans mati starfað í stjórnarráðinu. Hvort að Sigríður yrði ráðherra aftur á kjörtímabilinu sagðist hann ekki geta svarað því að svo stöddu en það væri galopið fyrir það. Bjarni heldur nú til Bessastaða á ríkisráðsfund sem hefst klukkan fjögur en þar tekur við nýr dómsmálaráðherra af Sigríði. Sigríður, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga til hliðar til að skapa vinnufrið eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi skipan dómara í Landsrétt ólögmæta. Hún sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan stjórnarráðshúsið í dag að hún vissi ekki hvort hún myndi snúa aftur í embætti dómsmálaráðherra.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29
Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37
Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent