Snjóflóðið bar annan skíðamanninn yfir Eyjafjarðará Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2019 11:19 Frá björgunaraðgerðum í Eyjafirði í gær. Veður var slæmt og skyggni lélegt, eins og sést á myndinni. Mynd/Aðsend Tveir norskir skíðamenn lentu í snjóflóði í Eyjafirði í gær en aðgerðir björgunarsveita stóðu yfir í um sex klukkustundir. Snjóflóðið bar annan manninn yfir Eyjafjarðará en báðir mennirnir lentu í sjálfheldu þegar hinn reyndi að bjarga félaga sínum. Björgunarsveitir fengu símtal vegna mannanna um klukkan korter í sex síðdegis í gær. Þá hafði neyðarsendi í Bandaríkjunum borist merki úr Eyjafirði. Með merkinu fengust hnit sem björgunarsveitarmenn gátu miðað við og því var aðgerðum hrundið af stað.Fór á snjóbrú yfir ána Halldór Halldórsson, sem er í svæðisstjórn hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, segir í samtali við Vísi að fyrst hafi verið talið að merkið hefði komið úr bíl, sem einhver hefði mögulega fest í skafli. Fljótlega hafi þó komið í ljós að þarna væru skíðamenn á ferð sem lent höfðu í snjóflóði. „En það sem gerðist þarna er kannski það merkilegasta. Þeir eru á skíðum og alls ekki á bíl og lenda í snjóflóði. Annar þeirra lendir í flóði sem kemur í brattri hlíð fyrir ofan þá og flytur þá yfir ána, og hann festir sig. Í kjölfarið getur seinni maðurinn farið á snjóbrú, á flóðinu, yfir ána,“ segir Halldór. „Hann fer yfir og hjálpar honum upp og þeir senda að þeir vilji láta sækja sig. En svo ryður áin sér bara og þá eru þeir fastir hinum megin við ána.Það tók nokkurn tíma að komast að Norðmönnunum í gærkvöldi.Mynd/aðsendFór allt öðruvísi en virtist í fyrstu Halldór segir mennina hafa getað sent frá sér neyðarboðin en ekki var hægt að ná samband við þá til baka. Tæknin hafi þó sannað sig og björgunarsveitarmenn fundu skíðamennina á ætluðum stað. Erfitt reyndist þó að komast að mönnunum en ákveðið var að senda tvo menn gangandi til móts við þá, þar sem bílar komust ekki yfir ána og þá tók töluverða stund að finna vað yfir hana. Það tókst að lokum og var mönnunum því næst skutlað á sleða út í bílana. „Þetta er svona dæmi um það þegar maður fær útkall og útkallið reynist allt öðruvísi en talað var um í upphafi,“ segir Halldór. Mönnunum var komið til Akureyrar um miðnætti en þeim varð ekki meint af hrakförum sínum. Halldór segir að þeir hafi tekið leigubíl inn í Hólsgerði og ætlað að ganga yfir hálendið. Norðmennirnir hafi hins vegar valið sér heldur fáfarna og erfiða leið, og þannig lent í ógöngum. Akureyri Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Tveir norskir skíðamenn lentu í snjóflóði í Eyjafirði í gær en aðgerðir björgunarsveita stóðu yfir í um sex klukkustundir. Snjóflóðið bar annan manninn yfir Eyjafjarðará en báðir mennirnir lentu í sjálfheldu þegar hinn reyndi að bjarga félaga sínum. Björgunarsveitir fengu símtal vegna mannanna um klukkan korter í sex síðdegis í gær. Þá hafði neyðarsendi í Bandaríkjunum borist merki úr Eyjafirði. Með merkinu fengust hnit sem björgunarsveitarmenn gátu miðað við og því var aðgerðum hrundið af stað.Fór á snjóbrú yfir ána Halldór Halldórsson, sem er í svæðisstjórn hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, segir í samtali við Vísi að fyrst hafi verið talið að merkið hefði komið úr bíl, sem einhver hefði mögulega fest í skafli. Fljótlega hafi þó komið í ljós að þarna væru skíðamenn á ferð sem lent höfðu í snjóflóði. „En það sem gerðist þarna er kannski það merkilegasta. Þeir eru á skíðum og alls ekki á bíl og lenda í snjóflóði. Annar þeirra lendir í flóði sem kemur í brattri hlíð fyrir ofan þá og flytur þá yfir ána, og hann festir sig. Í kjölfarið getur seinni maðurinn farið á snjóbrú, á flóðinu, yfir ána,“ segir Halldór. „Hann fer yfir og hjálpar honum upp og þeir senda að þeir vilji láta sækja sig. En svo ryður áin sér bara og þá eru þeir fastir hinum megin við ána.Það tók nokkurn tíma að komast að Norðmönnunum í gærkvöldi.Mynd/aðsendFór allt öðruvísi en virtist í fyrstu Halldór segir mennina hafa getað sent frá sér neyðarboðin en ekki var hægt að ná samband við þá til baka. Tæknin hafi þó sannað sig og björgunarsveitarmenn fundu skíðamennina á ætluðum stað. Erfitt reyndist þó að komast að mönnunum en ákveðið var að senda tvo menn gangandi til móts við þá, þar sem bílar komust ekki yfir ána og þá tók töluverða stund að finna vað yfir hana. Það tókst að lokum og var mönnunum því næst skutlað á sleða út í bílana. „Þetta er svona dæmi um það þegar maður fær útkall og útkallið reynist allt öðruvísi en talað var um í upphafi,“ segir Halldór. Mönnunum var komið til Akureyrar um miðnætti en þeim varð ekki meint af hrakförum sínum. Halldór segir að þeir hafi tekið leigubíl inn í Hólsgerði og ætlað að ganga yfir hálendið. Norðmennirnir hafi hins vegar valið sér heldur fáfarna og erfiða leið, og þannig lent í ógöngum.
Akureyri Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira