Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2019 09:00 Miklir fjármunir fóru í viðbyggingu við flutningamiðstöð Póstsins að Stórhöfða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að mati ríkisábyrgðarsjóðs er rekstrar- og lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) það alvarlegur að hann verður ekki leystur með frekari lánveitingum. Þetta kemur fram í umsögn sjóðsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR). Á hluthafafundi, sem fram fór 6. mars síðastliðinn, var samþykkt heimild til að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í minnisblaði FJR sem lagt var fyrir á fundi fjárlaganefndar í fyrradag. Í september í fyrra lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir til að mæta bráðum lausafjárvanda. Fyrir jól samþykkti Alþingi heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar eða að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða. Sú fjárveiting er bundin því skilyrði að FJR og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) upplýsi fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd um framgang fjárhagslegrar endurskipulagningar ÍSP og framtíðarrekstrarfyrirkomulag hans. Í minnisblaðinu er rakið að stefnt sé að því að áðurnefndu 500 milljóna láni verði breytt í hlutafé og að hlutafé verði aukið eftir þörfum út árið. Líklegt þykir að enn þurfi að auka þurfi hlutaféð um 500 milljónir í vor. Þá verði ráðinn sérfræðingur til að vera stjórn, stjórnendum og ráðuneytum innan handar. Gæti þurft a að auka hlutafé aftur 2020. Þá sé mikilvægt að ríkið og ÍSP semji um hvernig skuli bæta félaginu tap af „ófjármagnaðri alþjónustubyrði“ félagsins sem myndast hefur vegna fjölda sendinga að utan. Líklega færi best á því að gerður yrði þjónustusamningur við ÍSP vegna þess og þyrfti slíkt fyrirkomulag að hefjast eigi síðar en 2020 þegar ný póstþjónustulög taka gildi. ÍSP hefur metið tap sitt vegna þessa liðar rúmar 600 milljónir á ári. Þá er einnig stefnt að því að SRN leggi fram frumvarp sem heimili aukna gjaldtöku af sendingum að utan. „Hvorki lánveiting til fyrirtækisins né fyrirhuguð eiginfjáraukning teljast til ríkisaðstoðar í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Ríkið hafi horft til þess að lánakjör væru í samræmi við það sem ætla megi að fyrirtækið myndi njóta á markaði og gripið til þeirra ráðstafana sem almennt geta talist skynsamlegar frá sjónarmiði hluthafa,“ segir í minnisblaðinu. Ekki er vikið að því að hluti taps ÍSP sé tilkominn vegna fjárfestinga á samkeppnismarkaði. Þrátt fyrir að FJR telji að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir. Aðalfundur ÍSP fer fram á morgun. Hann var upphaflega áætlaður 22. febrúar en var frestað með skömmum fyrirvara. Þar verður ársreikningur og ársskýrsla félagsins kynnt og stjórn kjörin. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Að mati ríkisábyrgðarsjóðs er rekstrar- og lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) það alvarlegur að hann verður ekki leystur með frekari lánveitingum. Þetta kemur fram í umsögn sjóðsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR). Á hluthafafundi, sem fram fór 6. mars síðastliðinn, var samþykkt heimild til að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í minnisblaði FJR sem lagt var fyrir á fundi fjárlaganefndar í fyrradag. Í september í fyrra lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir til að mæta bráðum lausafjárvanda. Fyrir jól samþykkti Alþingi heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar eða að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða. Sú fjárveiting er bundin því skilyrði að FJR og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) upplýsi fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd um framgang fjárhagslegrar endurskipulagningar ÍSP og framtíðarrekstrarfyrirkomulag hans. Í minnisblaðinu er rakið að stefnt sé að því að áðurnefndu 500 milljóna láni verði breytt í hlutafé og að hlutafé verði aukið eftir þörfum út árið. Líklegt þykir að enn þurfi að auka þurfi hlutaféð um 500 milljónir í vor. Þá verði ráðinn sérfræðingur til að vera stjórn, stjórnendum og ráðuneytum innan handar. Gæti þurft a að auka hlutafé aftur 2020. Þá sé mikilvægt að ríkið og ÍSP semji um hvernig skuli bæta félaginu tap af „ófjármagnaðri alþjónustubyrði“ félagsins sem myndast hefur vegna fjölda sendinga að utan. Líklega færi best á því að gerður yrði þjónustusamningur við ÍSP vegna þess og þyrfti slíkt fyrirkomulag að hefjast eigi síðar en 2020 þegar ný póstþjónustulög taka gildi. ÍSP hefur metið tap sitt vegna þessa liðar rúmar 600 milljónir á ári. Þá er einnig stefnt að því að SRN leggi fram frumvarp sem heimili aukna gjaldtöku af sendingum að utan. „Hvorki lánveiting til fyrirtækisins né fyrirhuguð eiginfjáraukning teljast til ríkisaðstoðar í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Ríkið hafi horft til þess að lánakjör væru í samræmi við það sem ætla megi að fyrirtækið myndi njóta á markaði og gripið til þeirra ráðstafana sem almennt geta talist skynsamlegar frá sjónarmiði hluthafa,“ segir í minnisblaðinu. Ekki er vikið að því að hluti taps ÍSP sé tilkominn vegna fjárfestinga á samkeppnismarkaði. Þrátt fyrir að FJR telji að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir. Aðalfundur ÍSP fer fram á morgun. Hann var upphaflega áætlaður 22. febrúar en var frestað með skömmum fyrirvara. Þar verður ársreikningur og ársskýrsla félagsins kynnt og stjórn kjörin.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira