Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 19:43 Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. AP/Tim Ireland Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 312 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 308 greiddu atkvæði gegn henni. Þá greiddu þingmennirnir atkvæði gegn tillögu um að fresta Brexit til 22. maí. Sú tillaga var felld með miklum meirihluta. Þriðja tillagan sem greitt var atkvæði um kom frá ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra, en hún var í raun sú sama og sú fyrsta, því henni var breytt í kjölfar þess að sú fyrsta var samþykkt. Þetta þýðir að á morgun munu þingmenn greiða atkvæði um að fresta Brexit um óákveðin tíma. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu, að öllu óbreyttu, og virðist óreiða ríkja innan veggja þingsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því í dag að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri laun og hærra verðlags. Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. Hún sagði það gera samningsstöðu Bretlands gagnvart ESB verri. Eftir atkvæðagreiðslur kvöldsins sagði May að forsvarsmenn ESB hefðu lýst því yfir að samkomulag hennar væri það eina í stöðunni. Hinir möguleikar Bretlands væru að ganga úr sambandinu án samkomulags eða að ekki yrði af Brexit. Hún sagði að síðasti möguleikinn væri ekki af hinu góða því hann myndi skaða hið viðkvæma traust sem kjósendur bæru til þingmanna.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 312 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og 308 greiddu atkvæði gegn henni. Þá greiddu þingmennirnir atkvæði gegn tillögu um að fresta Brexit til 22. maí. Sú tillaga var felld með miklum meirihluta. Þriðja tillagan sem greitt var atkvæði um kom frá ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra, en hún var í raun sú sama og sú fyrsta, því henni var breytt í kjölfar þess að sú fyrsta var samþykkt. Þetta þýðir að á morgun munu þingmenn greiða atkvæði um að fresta Brexit um óákveðin tíma. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu, að öllu óbreyttu, og virðist óreiða ríkja innan veggja þingsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra, varaði við því í dag að Brexit án samnings muni leiða til umtalsverðra vandræða í Bretlandi eins og hærra atvinnuleysi, lægri laun og hærra verðlags. Tillagan um að útiloka Brexit án samnings er í raun ekki bindandi enda veltur það að miklu leyti á Evrópusambandinu. Þingmennirnir sendu ESB þó skilaboð en Theresa May, forsætisráðherra, var mótfallin því að Brexit án samnings yrði útilokað. Hún sagði það gera samningsstöðu Bretlands gagnvart ESB verri. Eftir atkvæðagreiðslur kvöldsins sagði May að forsvarsmenn ESB hefðu lýst því yfir að samkomulag hennar væri það eina í stöðunni. Hinir möguleikar Bretlands væru að ganga úr sambandinu án samkomulags eða að ekki yrði af Brexit. Hún sagði að síðasti möguleikinn væri ekki af hinu góða því hann myndi skaða hið viðkvæma traust sem kjósendur bæru til þingmanna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37 Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Aðalsamningamaður ESB telur hættuna á óskipulegri útgöngu Breta úr sambandinu aldrei hafa verið meiri en nú eftir að útgöngusamningur var felldur á breska þinginu í gærkvöldi. 13. mars 2019 12:37
Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16
Miðlun persónuupplýsinga til Bretlands í kjölfar Brexit Það hefur varla farið fram hjá neinum að sá möguleiki er fyrir hendi að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Sú staða getur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem eiga í viðskiptum við Bretland. 13. mars 2019 07:00