Það er nú eða aldrei Hanna Katrín Friðriksson skrifar 13. mars 2019 07:00 Íslenskir nemendur hafa safnast saman á Austurvelli undanfarna föstudaga til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Með þessu eru íslensk ungmenni að taka þátt í bylgju loftslagsverkfalla víða um heim í kjölfar framtaks ungrar sænskrar skólastúlku, Gretu Thunsberg, sem þegar er búin að stimpla sig inn sem einn af áhrifaríkustu einstaklingum heims þegar kemur að umhverfisvernd. Saga hennar er í raun magnað dæmi um hversu litla þúfu þarf til að velta þungu hlassi. Skilaboðin frá þessari alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks eru skýr; það krefst þess að stjórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftslagsmálum með auknum aðgerðum. Íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að taka af skarið, hlusta á vísindamenn og láta aukið fjármagn renna beint til loftslagsaðgerða. Þó skilaboðum unga fólksins sé fyrst og fremst beint til stjórnvalda er deginum ljósara að atvinnulífið þarf líka að axla ábyrgð í þessum málum. Þá þarf viðvarandi viðhorfsbreyting að eiga sér stað meðal almennings. Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að Viðreisn varð til sem formlegt stjórnmálaafl höfum við lagt mikla áherslu á að flétta jafnréttisáherslur inn í allt okkar málefnastarf. Við þurfum ekki að minna okkur á mikilvægi jafnréttis, sú sannfæring okkar er samofin við allt sem við segjum og gerum. Þannig viljum við líka nálgast umhverfismálin. Ekki sem sérstakan málefnaflokk sem er stundum hampað en verður oftar en ekki út undan, heldur með áherslu á sjálfbæra þróun sem byggir á samþættingu umhverfislegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Þegar litið er til þess sem við vitum um áhrif loftslagsbreytinga á náttúruauðlindir, fæðuöryggi, atvinnuhætti og búsetu þá liggur hin ískalda staðreynd fyrir. Ef við náum ekki árangri í umhverfismálum, þá skiptir annað litlu máli. Við breytum ekki fortíðinni, en við þurfum að breyta núinu til að tryggja að það verði framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Sjá meira
Íslenskir nemendur hafa safnast saman á Austurvelli undanfarna föstudaga til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Með þessu eru íslensk ungmenni að taka þátt í bylgju loftslagsverkfalla víða um heim í kjölfar framtaks ungrar sænskrar skólastúlku, Gretu Thunsberg, sem þegar er búin að stimpla sig inn sem einn af áhrifaríkustu einstaklingum heims þegar kemur að umhverfisvernd. Saga hennar er í raun magnað dæmi um hversu litla þúfu þarf til að velta þungu hlassi. Skilaboðin frá þessari alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks eru skýr; það krefst þess að stjórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftslagsmálum með auknum aðgerðum. Íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að taka af skarið, hlusta á vísindamenn og láta aukið fjármagn renna beint til loftslagsaðgerða. Þó skilaboðum unga fólksins sé fyrst og fremst beint til stjórnvalda er deginum ljósara að atvinnulífið þarf líka að axla ábyrgð í þessum málum. Þá þarf viðvarandi viðhorfsbreyting að eiga sér stað meðal almennings. Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að Viðreisn varð til sem formlegt stjórnmálaafl höfum við lagt mikla áherslu á að flétta jafnréttisáherslur inn í allt okkar málefnastarf. Við þurfum ekki að minna okkur á mikilvægi jafnréttis, sú sannfæring okkar er samofin við allt sem við segjum og gerum. Þannig viljum við líka nálgast umhverfismálin. Ekki sem sérstakan málefnaflokk sem er stundum hampað en verður oftar en ekki út undan, heldur með áherslu á sjálfbæra þróun sem byggir á samþættingu umhverfislegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Þegar litið er til þess sem við vitum um áhrif loftslagsbreytinga á náttúruauðlindir, fæðuöryggi, atvinnuhætti og búsetu þá liggur hin ískalda staðreynd fyrir. Ef við náum ekki árangri í umhverfismálum, þá skiptir annað litlu máli. Við breytum ekki fortíðinni, en við þurfum að breyta núinu til að tryggja að það verði framtíð.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun