Það er nú eða aldrei Hanna Katrín Friðriksson skrifar 13. mars 2019 07:00 Íslenskir nemendur hafa safnast saman á Austurvelli undanfarna föstudaga til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Með þessu eru íslensk ungmenni að taka þátt í bylgju loftslagsverkfalla víða um heim í kjölfar framtaks ungrar sænskrar skólastúlku, Gretu Thunsberg, sem þegar er búin að stimpla sig inn sem einn af áhrifaríkustu einstaklingum heims þegar kemur að umhverfisvernd. Saga hennar er í raun magnað dæmi um hversu litla þúfu þarf til að velta þungu hlassi. Skilaboðin frá þessari alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks eru skýr; það krefst þess að stjórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftslagsmálum með auknum aðgerðum. Íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að taka af skarið, hlusta á vísindamenn og láta aukið fjármagn renna beint til loftslagsaðgerða. Þó skilaboðum unga fólksins sé fyrst og fremst beint til stjórnvalda er deginum ljósara að atvinnulífið þarf líka að axla ábyrgð í þessum málum. Þá þarf viðvarandi viðhorfsbreyting að eiga sér stað meðal almennings. Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að Viðreisn varð til sem formlegt stjórnmálaafl höfum við lagt mikla áherslu á að flétta jafnréttisáherslur inn í allt okkar málefnastarf. Við þurfum ekki að minna okkur á mikilvægi jafnréttis, sú sannfæring okkar er samofin við allt sem við segjum og gerum. Þannig viljum við líka nálgast umhverfismálin. Ekki sem sérstakan málefnaflokk sem er stundum hampað en verður oftar en ekki út undan, heldur með áherslu á sjálfbæra þróun sem byggir á samþættingu umhverfislegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Þegar litið er til þess sem við vitum um áhrif loftslagsbreytinga á náttúruauðlindir, fæðuöryggi, atvinnuhætti og búsetu þá liggur hin ískalda staðreynd fyrir. Ef við náum ekki árangri í umhverfismálum, þá skiptir annað litlu máli. Við breytum ekki fortíðinni, en við þurfum að breyta núinu til að tryggja að það verði framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Íslenskir nemendur hafa safnast saman á Austurvelli undanfarna föstudaga til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Með þessu eru íslensk ungmenni að taka þátt í bylgju loftslagsverkfalla víða um heim í kjölfar framtaks ungrar sænskrar skólastúlku, Gretu Thunsberg, sem þegar er búin að stimpla sig inn sem einn af áhrifaríkustu einstaklingum heims þegar kemur að umhverfisvernd. Saga hennar er í raun magnað dæmi um hversu litla þúfu þarf til að velta þungu hlassi. Skilaboðin frá þessari alþjóðlegu hreyfingu ungs fólks eru skýr; það krefst þess að stjórnvöld bregðist við neyðarástandi í loftslagsmálum með auknum aðgerðum. Íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að taka af skarið, hlusta á vísindamenn og láta aukið fjármagn renna beint til loftslagsaðgerða. Þó skilaboðum unga fólksins sé fyrst og fremst beint til stjórnvalda er deginum ljósara að atvinnulífið þarf líka að axla ábyrgð í þessum málum. Þá þarf viðvarandi viðhorfsbreyting að eiga sér stað meðal almennings. Á þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að Viðreisn varð til sem formlegt stjórnmálaafl höfum við lagt mikla áherslu á að flétta jafnréttisáherslur inn í allt okkar málefnastarf. Við þurfum ekki að minna okkur á mikilvægi jafnréttis, sú sannfæring okkar er samofin við allt sem við segjum og gerum. Þannig viljum við líka nálgast umhverfismálin. Ekki sem sérstakan málefnaflokk sem er stundum hampað en verður oftar en ekki út undan, heldur með áherslu á sjálfbæra þróun sem byggir á samþættingu umhverfislegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Þegar litið er til þess sem við vitum um áhrif loftslagsbreytinga á náttúruauðlindir, fæðuöryggi, atvinnuhætti og búsetu þá liggur hin ískalda staðreynd fyrir. Ef við náum ekki árangri í umhverfismálum, þá skiptir annað litlu máli. Við breytum ekki fortíðinni, en við þurfum að breyta núinu til að tryggja að það verði framtíð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar