Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Sylvía Hall skrifar 12. mars 2019 20:20 Engin kennsla fer fram í Fossvogsskóla út skólaárið. Vísir/vilhelm Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. Um helgina var greint frá því að skólanum yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þetta kemur fram í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir, sendi á foreldra nemenda við skólann fyrr í dag en hún segir húsnæðið vera hentugt og það hafi áður verið nýtt þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Þar sé jafnframt hægt að koma fyrir kennslu fyrir alla árganga skólans sem sé ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn. „Auðvitað mun það taka okkur nokkurn tíma að koma öllu í röð og reglu en við erum sannfærð um að þetta muni ganga vel,“ segir í bréfinu. Einnig kemur fram að undirbúningur fyrir flutning muni hefjast á fimmtudag og föstudag og mun skólinn njóta leiðsagnar sérfræðinga um hreinsun og val á búnaði og gögnum. Þá verði starfsfólk frá öðrum frístundaheimilum til þess að hægt verði að hafa frístundaheimilið opið allan daginn. „Auðvitað eru þetta breytingar fyrir starfsfólk og börnin – en með samstilltu átaki, gleði og bjartsýni er allt hægt.“Búist við því að opna skólann aftur í haust Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og munu nemendur því klára skólaárið í Kópavogi. Börnin munu með rútum frá Fossvogsskóla að Fannborg og verður börnunum ekið til baka í lok skóladags. Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir við Fossvogsskóla en heildarúttekt sem Verkís gerði á skólanum í kjölfar ábendinga foreldris leiddi í ljós að ástand skólans væri verulega slæmt og merki væru um langvarandi leka og myglu í skólanum. Áður hafði Mannvit gert ryksýnatöku í afmörkuðum hluta skólans fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöður hennar bentu til þess að ekki væru miklar rakaskemmdir í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdir við skólabyggingu Fossvogsskóla munu hefjast í næstu viku og verða málin tekin fyrir á foreldrafundi á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari skýringum á afmarkaðri skoðun Mannvits á húsnæði Fossvogsskóla. Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. Um helgina var greint frá því að skólanum yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þetta kemur fram í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir, sendi á foreldra nemenda við skólann fyrr í dag en hún segir húsnæðið vera hentugt og það hafi áður verið nýtt þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Þar sé jafnframt hægt að koma fyrir kennslu fyrir alla árganga skólans sem sé ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn. „Auðvitað mun það taka okkur nokkurn tíma að koma öllu í röð og reglu en við erum sannfærð um að þetta muni ganga vel,“ segir í bréfinu. Einnig kemur fram að undirbúningur fyrir flutning muni hefjast á fimmtudag og föstudag og mun skólinn njóta leiðsagnar sérfræðinga um hreinsun og val á búnaði og gögnum. Þá verði starfsfólk frá öðrum frístundaheimilum til þess að hægt verði að hafa frístundaheimilið opið allan daginn. „Auðvitað eru þetta breytingar fyrir starfsfólk og börnin – en með samstilltu átaki, gleði og bjartsýni er allt hægt.“Búist við því að opna skólann aftur í haust Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og munu nemendur því klára skólaárið í Kópavogi. Börnin munu með rútum frá Fossvogsskóla að Fannborg og verður börnunum ekið til baka í lok skóladags. Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir við Fossvogsskóla en heildarúttekt sem Verkís gerði á skólanum í kjölfar ábendinga foreldris leiddi í ljós að ástand skólans væri verulega slæmt og merki væru um langvarandi leka og myglu í skólanum. Áður hafði Mannvit gert ryksýnatöku í afmörkuðum hluta skólans fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöður hennar bentu til þess að ekki væru miklar rakaskemmdir í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdir við skólabyggingu Fossvogsskóla munu hefjast í næstu viku og verða málin tekin fyrir á foreldrafundi á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari skýringum á afmarkaðri skoðun Mannvits á húsnæði Fossvogsskóla.
Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12