Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2019 11:15 Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn á Austurvelli í gær. Vísir/Vilhelm Aðalvarðstjóri tekur ekki undir að lögreglan hafi beitt mótmælendur á Austurvelli harðræði í gærkvöldi og segir þjóðerni mótmælenda skipta lögreglu engu máli. Varðstjórinn segir mótmælendur hafa óhlýðnast skipunum lögreglu og þar að auki ráðist að lögreglumönnum. Miðað við aðstæður hafi vægustu úrræðum verið beitt en lögreglan segir það liðna tíð að mótmælendur fái að kveikja bálkesti á Austurvelli án leyfis. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmæli hælisleitenda á Austurvelli hafa byrjað með hvelli um klukkan þrjú í gær. „Við vissum að þeir ætluðu að reyna að tjalda þarna en þeir höfðu ekki leyfi fyrir neinu frá borginni á Austurvelli. Og við ætluðum ekki að leyfa að það yrði tjaldað þarna á Austurvellinum. Það var byrjunin,“ segir Arnar. Hann segir mótmælendur ekki hafa hlýtt fyrirmælum lögreglu heldur sett tjöldin upp og myndað skjaldborg í kringum þau. „Við sögðum að þetta yrði ekki liðið og þá var næsta skref að bregðast við þessu og meðan lögreglumenn voru fáir þá biðum við bara þangað til við vorum orðnir nógu margir og gátum gert þetta ákveðið,“ segir Arnar.Sjá einnig: Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjaldaLögreglumenn segjast hafa beitt vægustu mögulegu úrræðum við mótmælin í gær. Vísir/VilhelmHann segir lögreglumennina hafa tekið tjöldin. „Og eins hægt er að sjá á myndböndum kom til töluverðra stimpinga . En punkturinn í þessu er að þeir voru ekki að hlíta okkar fyrirmælum að þeir mættu ekki tjalda og við fylgdum því bara eftir,“ segir Arnar. Eftir það róaðist yfir mótmælunum og gekk allt ágætlega að sögn Arnars fram að sjöunda tímanum í gærkvöldi.Treystu loforðum mótmælenda varlega Þá dró hins vegar til tíðinda að sögn Arnars sem segir mótmælendur hafa borið pappadót og vörubretti inn á Austurvöll þar sem þeir byrjuðu að hlaða því upp. „Við vorum á því að þetta væri bálköstur og ætluðum ekki að líða að það yrði gert og við sögðum þeim það. Þá ætluðu þeir að verja dótið sitt og sögðu að þeir ætluðu ekki að kveikja elda. En svona miðað við það sem undan var gengið treystum við því varlega,“ segir Arnar.Lögreglan segir mótmælendur hafa sótt að sér þegar hún hafði farið með þá handteknu inn í Templarasund. Á þeirri stundu var ákveðið að beita piparúða.Hann segir lögreglu hafa tilkynnt mótmælendum að þetta yrði ekki liðið en þá hafi mótmælendur myndað skjaldborg í kringum pappann og vörubrettin. Lögreglumenn fóru þá inn í hópinn og tóku dótið í burtu.Sparkað í lögreglumann „Þegar það gerðist hindruðu þau okkur aftur, ætluðu að verja dótið sem þau voru búin að safna saman. Þá kom til töluverðra stimpinga, þeir lögðust ofan á hrúguna og við þurftum að beita svolitlu afli til að ná þessu í burtu.“ Arnar segir að á meðan því stóð hafi verið sparkað í lögreglumann. Sá sem það gerði var handtekinn í framhaldinu en þá hafi verið ráðist á lögreglumann sem sá um handtökuna. Lögreglan hafi ekki notað piparúða á þeirri stundu heldur farið með fólkið inn í Templarasundið.Sótt að lögreglu í Templarasundi Arnar segir að þar hafi verið sótt að lögreglu. „Þar var í rauninni ráðist að lögreglu og þá var ekkert annað að gera en að taka upp piparúða sem er vægasta stigið í valdbeitingu hjá okkur til að bregðast við aðstæðum. Við vorum að bregðast við árás af hálfu fólksins og það var þess vegna sem við notuðumst við piparúða.“ Arnar segir að næsta stig fyrir ofan piparúðann hefði verið að beita kylfum. „En þetta er vægara úrræði með piparúða. Fólk getur þvegið hann af sér en þetta er verra ef við þurfum að nota kylfu en það voru rauninni komin tilefni til að nota kylfu líka miðað við að það var ráðist á lögreglu.“Sjá einnig: Piparúða beitt á mótmælendur á Austurvelli og tveir handteknirÞá bætir hann við að þegar ákvörðunin var tekin um að beita piparúða hafi lögreglan kallað til sjúkrabíl svo hann yrði til taks fyrir þá sem urðu fyrir úðanum og þyrftu að skola augu sín.Vaktaðasta svæði Íslands Hann segir lögreglu ekki hafa neitt að fela varðandi þessar aðgerðir og bendir á að Austurvöllur sé eitt besta vakta svæðið á landinu því þar eru fjöldi eftirlitsmyndavéla. „Þetta er allt til í mynd og það er hægt að sjá þetta allt hvað var í gangi.“Mótmælendur tóku sér stöðu við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. Vísir/VilhelmHann þvertekur fyrir að þarna hafi harðræði verið beitt. „Við teljum að þetta hafi ekki verið harðræði, þetta var nauðsynleg aðgerð af því það var ráðist á lögreglu. Fólk var ekki að hlýða fyrirmælum og það hindraði okkur við að fylgja eftir því sem við vorum búin að skipa með tjöldin og pappann. Það kallaði þetta borgaralega óhlýðni en það er vafasamt hugtak, hvað er borgaraleg óhlýðni, þá er fólk ekki að hlýða lögreglu og annað, þetta var ekki bara friðsamt.“ Hann segir að þrátt fyrir þessi læti þá viti hann ekki til þess að nokkur hafi meiðst. „Það hefur þá ekki verið alvarlegt og út af því að við beittum vægustu meðulum sem við gátum beitt.“Leyfislaus samkoma Alls voru tveir handteknir í aðgerðum lögreglu, sá sem sparkaði í lögreglumanninn og sá sem hugðist ætla að frelsa hann úr greipum lögreglu.Frá aðgerðum stéttarfélagsins Eflingar í síðustu viku en lögreglan segir hreyfinguna hafa fengið leyfi fyrir sínum aðgerðum.Vísir„Ég tek engan vegin undir að þetta hafi verið harðræði. Þetta var það vægasta sem við gátum gert í stöðunni. Þetta var leyfislaus samkoma og þau voru búin að koma með borð og dót og ekkert sérstaklega góð umgengni en við litum í gegnum fingur okkar með það. En við líðum það ekki ef það á að setja upp bálkesti á Austurvelli, það er ekki eitthvað sem við sættum okkur ekki við og fengum kannski að reyna aðeins árið 2008 og 2009. Það er liðin tíð að menn fái að kveikja varðelda þar.“Krakkarnir og verkalýðshreyfingin með leyfi Hann segir muninn á þessum mótmælum og loftslagsaðgerðum barna í borginni og aðgerðum verkalýðshreyfingarinnar vera að börnin og verkalýðshreyfingin höfðu fengið leyfi fyrir sínum aðgerðum.Arnar Rúnar Marteinsson heldur hér á tjaldi mótmælenda á Austurvelli í gær.Vísir/Vilhelm„Krakkarnir sem eru með loftslagsaðgerðirnar voru búnir að fá leyfi margra hérna og búin að fá leyfi fyrir göngu á föstudaginn. Þeir sem eru með gulu vestin og verkalýðshreyfingin, þeir hafa fengið leyfi fyrir öllu og geta sett upp tjald og svoleiðis en þessi hópur sækir ekki um leyfi og ég minnist ekki þess að hann hafi nokkurn tímann gert það. Þeir bara mæta, ef þeir hefðu verið með leyfi hefðum við ekki hreyft við neinum tjöldum eða slíku.“Mótmælendur fögnuðu þegar félögum þeirra var sleppt úr haldi í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm„Þetta er ekki rasismi“ Formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, hefur undrast framgöngu lögreglunnar gegn þessum mótmælendum og höfðu nokkrir á orði á samfélagsmiðlum að þjóðerni mótmælendanna hefði skipt máli. Arnar þvertekur hins vegar fyrir að lögreglan fari í manngreiningarálit eftir þjóðerni eða hörundslit.Sjá einnig: Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“„Þetta er ekki rasismi,“ segir Arnar og bendir á hverjir voru handteknir. „Voru það útlendingar eða Íslendingar?“ spyr Arnar en lögreglan handtók einn hælisleitanda og Íslending sem er aktívisti hjá No Borders Iceland. „Við spáum ekki í því hvort þetta eru útlendingar eða Íslendingar, allir fá sömu meðferð hjá okkur. Við tökum ekki undir það, það er enginn rasismi í þessu, við erum bara að halda uppi allsherjarreglu í miðborginni.“ Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Aðalvarðstjóri tekur ekki undir að lögreglan hafi beitt mótmælendur á Austurvelli harðræði í gærkvöldi og segir þjóðerni mótmælenda skipta lögreglu engu máli. Varðstjórinn segir mótmælendur hafa óhlýðnast skipunum lögreglu og þar að auki ráðist að lögreglumönnum. Miðað við aðstæður hafi vægustu úrræðum verið beitt en lögreglan segir það liðna tíð að mótmælendur fái að kveikja bálkesti á Austurvelli án leyfis. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmæli hælisleitenda á Austurvelli hafa byrjað með hvelli um klukkan þrjú í gær. „Við vissum að þeir ætluðu að reyna að tjalda þarna en þeir höfðu ekki leyfi fyrir neinu frá borginni á Austurvelli. Og við ætluðum ekki að leyfa að það yrði tjaldað þarna á Austurvellinum. Það var byrjunin,“ segir Arnar. Hann segir mótmælendur ekki hafa hlýtt fyrirmælum lögreglu heldur sett tjöldin upp og myndað skjaldborg í kringum þau. „Við sögðum að þetta yrði ekki liðið og þá var næsta skref að bregðast við þessu og meðan lögreglumenn voru fáir þá biðum við bara þangað til við vorum orðnir nógu margir og gátum gert þetta ákveðið,“ segir Arnar.Sjá einnig: Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjaldaLögreglumenn segjast hafa beitt vægustu mögulegu úrræðum við mótmælin í gær. Vísir/VilhelmHann segir lögreglumennina hafa tekið tjöldin. „Og eins hægt er að sjá á myndböndum kom til töluverðra stimpinga . En punkturinn í þessu er að þeir voru ekki að hlíta okkar fyrirmælum að þeir mættu ekki tjalda og við fylgdum því bara eftir,“ segir Arnar. Eftir það róaðist yfir mótmælunum og gekk allt ágætlega að sögn Arnars fram að sjöunda tímanum í gærkvöldi.Treystu loforðum mótmælenda varlega Þá dró hins vegar til tíðinda að sögn Arnars sem segir mótmælendur hafa borið pappadót og vörubretti inn á Austurvöll þar sem þeir byrjuðu að hlaða því upp. „Við vorum á því að þetta væri bálköstur og ætluðum ekki að líða að það yrði gert og við sögðum þeim það. Þá ætluðu þeir að verja dótið sitt og sögðu að þeir ætluðu ekki að kveikja elda. En svona miðað við það sem undan var gengið treystum við því varlega,“ segir Arnar.Lögreglan segir mótmælendur hafa sótt að sér þegar hún hafði farið með þá handteknu inn í Templarasund. Á þeirri stundu var ákveðið að beita piparúða.Hann segir lögreglu hafa tilkynnt mótmælendum að þetta yrði ekki liðið en þá hafi mótmælendur myndað skjaldborg í kringum pappann og vörubrettin. Lögreglumenn fóru þá inn í hópinn og tóku dótið í burtu.Sparkað í lögreglumann „Þegar það gerðist hindruðu þau okkur aftur, ætluðu að verja dótið sem þau voru búin að safna saman. Þá kom til töluverðra stimpinga, þeir lögðust ofan á hrúguna og við þurftum að beita svolitlu afli til að ná þessu í burtu.“ Arnar segir að á meðan því stóð hafi verið sparkað í lögreglumann. Sá sem það gerði var handtekinn í framhaldinu en þá hafi verið ráðist á lögreglumann sem sá um handtökuna. Lögreglan hafi ekki notað piparúða á þeirri stundu heldur farið með fólkið inn í Templarasundið.Sótt að lögreglu í Templarasundi Arnar segir að þar hafi verið sótt að lögreglu. „Þar var í rauninni ráðist að lögreglu og þá var ekkert annað að gera en að taka upp piparúða sem er vægasta stigið í valdbeitingu hjá okkur til að bregðast við aðstæðum. Við vorum að bregðast við árás af hálfu fólksins og það var þess vegna sem við notuðumst við piparúða.“ Arnar segir að næsta stig fyrir ofan piparúðann hefði verið að beita kylfum. „En þetta er vægara úrræði með piparúða. Fólk getur þvegið hann af sér en þetta er verra ef við þurfum að nota kylfu en það voru rauninni komin tilefni til að nota kylfu líka miðað við að það var ráðist á lögreglu.“Sjá einnig: Piparúða beitt á mótmælendur á Austurvelli og tveir handteknirÞá bætir hann við að þegar ákvörðunin var tekin um að beita piparúða hafi lögreglan kallað til sjúkrabíl svo hann yrði til taks fyrir þá sem urðu fyrir úðanum og þyrftu að skola augu sín.Vaktaðasta svæði Íslands Hann segir lögreglu ekki hafa neitt að fela varðandi þessar aðgerðir og bendir á að Austurvöllur sé eitt besta vakta svæðið á landinu því þar eru fjöldi eftirlitsmyndavéla. „Þetta er allt til í mynd og það er hægt að sjá þetta allt hvað var í gangi.“Mótmælendur tóku sér stöðu við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. Vísir/VilhelmHann þvertekur fyrir að þarna hafi harðræði verið beitt. „Við teljum að þetta hafi ekki verið harðræði, þetta var nauðsynleg aðgerð af því það var ráðist á lögreglu. Fólk var ekki að hlýða fyrirmælum og það hindraði okkur við að fylgja eftir því sem við vorum búin að skipa með tjöldin og pappann. Það kallaði þetta borgaralega óhlýðni en það er vafasamt hugtak, hvað er borgaraleg óhlýðni, þá er fólk ekki að hlýða lögreglu og annað, þetta var ekki bara friðsamt.“ Hann segir að þrátt fyrir þessi læti þá viti hann ekki til þess að nokkur hafi meiðst. „Það hefur þá ekki verið alvarlegt og út af því að við beittum vægustu meðulum sem við gátum beitt.“Leyfislaus samkoma Alls voru tveir handteknir í aðgerðum lögreglu, sá sem sparkaði í lögreglumanninn og sá sem hugðist ætla að frelsa hann úr greipum lögreglu.Frá aðgerðum stéttarfélagsins Eflingar í síðustu viku en lögreglan segir hreyfinguna hafa fengið leyfi fyrir sínum aðgerðum.Vísir„Ég tek engan vegin undir að þetta hafi verið harðræði. Þetta var það vægasta sem við gátum gert í stöðunni. Þetta var leyfislaus samkoma og þau voru búin að koma með borð og dót og ekkert sérstaklega góð umgengni en við litum í gegnum fingur okkar með það. En við líðum það ekki ef það á að setja upp bálkesti á Austurvelli, það er ekki eitthvað sem við sættum okkur ekki við og fengum kannski að reyna aðeins árið 2008 og 2009. Það er liðin tíð að menn fái að kveikja varðelda þar.“Krakkarnir og verkalýðshreyfingin með leyfi Hann segir muninn á þessum mótmælum og loftslagsaðgerðum barna í borginni og aðgerðum verkalýðshreyfingarinnar vera að börnin og verkalýðshreyfingin höfðu fengið leyfi fyrir sínum aðgerðum.Arnar Rúnar Marteinsson heldur hér á tjaldi mótmælenda á Austurvelli í gær.Vísir/Vilhelm„Krakkarnir sem eru með loftslagsaðgerðirnar voru búnir að fá leyfi margra hérna og búin að fá leyfi fyrir göngu á föstudaginn. Þeir sem eru með gulu vestin og verkalýðshreyfingin, þeir hafa fengið leyfi fyrir öllu og geta sett upp tjald og svoleiðis en þessi hópur sækir ekki um leyfi og ég minnist ekki þess að hann hafi nokkurn tímann gert það. Þeir bara mæta, ef þeir hefðu verið með leyfi hefðum við ekki hreyft við neinum tjöldum eða slíku.“Mótmælendur fögnuðu þegar félögum þeirra var sleppt úr haldi í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm„Þetta er ekki rasismi“ Formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, hefur undrast framgöngu lögreglunnar gegn þessum mótmælendum og höfðu nokkrir á orði á samfélagsmiðlum að þjóðerni mótmælendanna hefði skipt máli. Arnar þvertekur hins vegar fyrir að lögreglan fari í manngreiningarálit eftir þjóðerni eða hörundslit.Sjá einnig: Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“„Þetta er ekki rasismi,“ segir Arnar og bendir á hverjir voru handteknir. „Voru það útlendingar eða Íslendingar?“ spyr Arnar en lögreglan handtók einn hælisleitanda og Íslending sem er aktívisti hjá No Borders Iceland. „Við spáum ekki í því hvort þetta eru útlendingar eða Íslendingar, allir fá sömu meðferð hjá okkur. Við tökum ekki undir það, það er enginn rasismi í þessu, við erum bara að halda uppi allsherjarreglu í miðborginni.“
Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira