Kvika býður tvöfalt hærri vexti á innlán Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 12. mars 2019 08:00 Þjónusta Auðar fer eingöngu fram á netinu. Það tekur nokkrar mínútur að stofna reikning og það eina sem þarf til eru rafræn skilríki. Vextir eru greiddir mánaðarlega og er sparnaðarreikningurinn óbundinn og því alltaf laus til úttektar. Fréttablaðið/GVA Neytendur Auður, ný fjármálaþjónusta Kviku banka, býður sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4 prósenta vöxtum. Um er að ræða umtalsvert betri vexti en aðrir bankar bjóða. „Innlánsvextir á Íslandi eru lágir og með lítilli yfirbyggingu sáum við tækifæri til að geta boðið betri kjör en bjóðast núna. Þetta er vísbending um hvert bankakerfið er að þróast og hvernig sú þróun getur leitt til þess að viðskiptavinir njóti betri kjara,“ segir Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður Auðar. Vöruframboð Auðar miðast því við að viðskiptavinir afgreiði sig sjálfir, en á móti fái þeir umtalsvert betri vexti en aðrir bankar bjóða sem eru 0,3 til 2,15 prósent. „Við höfum horft til erlendra banka sem bjóða upp á svipaða þjónustu með góðum árangri,“ segir Ólöf. Þjónusta Auðar fer eingöngu fram á netinu. Það tekur nokkrar mínútur að stofna reikning og það eina sem þarf til eru rafræn skilríki. Vextir eru greiddir mánaðarlega og er sparnaðarreikningurinn óbundinn og því alltaf laus til úttektar. Lágmarksupphæð reikninga er 250.000 kr. en heimilt er að hafa reikning undir lágmarksupphæð í 180 daga. „Við myndum gjarnan vilja hafa enga lágmarksupphæð en vandamálið er að það leggst fastur kostnaður á alla reikninga þannig að reikningar með lágum upphæðum verða hlutfallslega dýrari,“ útskýrir Ólöf. „Ef viðtökurnar verða góðar munum við klárlega skoða það að útvíkka þjónustuna til að ná til fleiri viðskiptavina,“ segir Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður Auðar. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Sjá meira
Neytendur Auður, ný fjármálaþjónusta Kviku banka, býður sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4 prósenta vöxtum. Um er að ræða umtalsvert betri vexti en aðrir bankar bjóða. „Innlánsvextir á Íslandi eru lágir og með lítilli yfirbyggingu sáum við tækifæri til að geta boðið betri kjör en bjóðast núna. Þetta er vísbending um hvert bankakerfið er að þróast og hvernig sú þróun getur leitt til þess að viðskiptavinir njóti betri kjara,“ segir Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður Auðar. Vöruframboð Auðar miðast því við að viðskiptavinir afgreiði sig sjálfir, en á móti fái þeir umtalsvert betri vexti en aðrir bankar bjóða sem eru 0,3 til 2,15 prósent. „Við höfum horft til erlendra banka sem bjóða upp á svipaða þjónustu með góðum árangri,“ segir Ólöf. Þjónusta Auðar fer eingöngu fram á netinu. Það tekur nokkrar mínútur að stofna reikning og það eina sem þarf til eru rafræn skilríki. Vextir eru greiddir mánaðarlega og er sparnaðarreikningurinn óbundinn og því alltaf laus til úttektar. Lágmarksupphæð reikninga er 250.000 kr. en heimilt er að hafa reikning undir lágmarksupphæð í 180 daga. „Við myndum gjarnan vilja hafa enga lágmarksupphæð en vandamálið er að það leggst fastur kostnaður á alla reikninga þannig að reikningar með lágum upphæðum verða hlutfallslega dýrari,“ útskýrir Ólöf. „Ef viðtökurnar verða góðar munum við klárlega skoða það að útvíkka þjónustuna til að ná til fleiri viðskiptavina,“ segir Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður Auðar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Sjá meira