Kolefnishlutlaus nýting Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. mars 2019 07:00 Hvað höfum við gert? Þetta tvíræða heiti á þáttaröð um loftslagsmál fangar betur en margt annað stöðuna sem mannkynið er búið að koma sér í. Hvað höfum við gert, sem hefur haft þær grafalvarlegu afleiðingar sem öllum sem kynna sér málin hljóta að vera ljósar? Önnur áleitin spurning er hvað höfum við ekki gert? Og ekki síður, hvað getum við gert? Við getum til dæmis beitt öllu okkar stjórnkerfi til að leggja lóð á vogarskálarnar. Staðan er nefnilega þannig að það er ekkert eitt svar við síðast töldu spurningunni, það er engin ein töfralausn á því hvað við getum gert, eða hvað við eigum að gera. Eitt af því á að vera að beita ríkisvaldinu betur til að styðja að kolefnishlutleysi. Þar á ég bæði við landið í heild, eins og stefna ríkisstjórnarinnar er að hafa náð árið 2040, sem og í einstökum geirum. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eru mýmargar, orkan í landinu, fiskurinn í sjónum, nytjar á jörðum og nýting hafsins. Einstaka fólk og fyrirtæki fær heimild til að nýta þessar sameiginlegu auðlindir þjóðarinnar. Ég hef lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um það hvort setja eigi þá stefnu að nýting á sameiginlegum auðlindum skuldi bundin þeim kvöðum að hún verði kolefnishlutlaus. Þar er bæði horft til útblásturs og mótvægisaðgerða. Verði það gert, þá fengi ekkert sjávarútvegsfyrirtæki kvóta nema að kolefnishlutleysi yrði tryggt við sókn í hann og vinnslu. Ekkert fiskeldisfyrirtæki fengi úthlutað leyfi, nema það sama yrði tryggt. Orkufyrirtækin yrðu að huga að því við sína nýtingu, ferðaþjónustufyrirtæki sem nýta sameiginleg landsvæði og svo framvegis. Hæpið er að hægt yrði að skella slíkri reglu á óforvarindis, gefa þyrfti tíma til aðlögunar. Þetta er hins vegar eitt af því sem við getum gert. Þegar næsta kynslóð spyr hvað við höfum gert, gæti þetta verið eitt af jákvæðu svörunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Hvað höfum við gert? Þetta tvíræða heiti á þáttaröð um loftslagsmál fangar betur en margt annað stöðuna sem mannkynið er búið að koma sér í. Hvað höfum við gert, sem hefur haft þær grafalvarlegu afleiðingar sem öllum sem kynna sér málin hljóta að vera ljósar? Önnur áleitin spurning er hvað höfum við ekki gert? Og ekki síður, hvað getum við gert? Við getum til dæmis beitt öllu okkar stjórnkerfi til að leggja lóð á vogarskálarnar. Staðan er nefnilega þannig að það er ekkert eitt svar við síðast töldu spurningunni, það er engin ein töfralausn á því hvað við getum gert, eða hvað við eigum að gera. Eitt af því á að vera að beita ríkisvaldinu betur til að styðja að kolefnishlutleysi. Þar á ég bæði við landið í heild, eins og stefna ríkisstjórnarinnar er að hafa náð árið 2040, sem og í einstökum geirum. Sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eru mýmargar, orkan í landinu, fiskurinn í sjónum, nytjar á jörðum og nýting hafsins. Einstaka fólk og fyrirtæki fær heimild til að nýta þessar sameiginlegu auðlindir þjóðarinnar. Ég hef lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um það hvort setja eigi þá stefnu að nýting á sameiginlegum auðlindum skuldi bundin þeim kvöðum að hún verði kolefnishlutlaus. Þar er bæði horft til útblásturs og mótvægisaðgerða. Verði það gert, þá fengi ekkert sjávarútvegsfyrirtæki kvóta nema að kolefnishlutleysi yrði tryggt við sókn í hann og vinnslu. Ekkert fiskeldisfyrirtæki fengi úthlutað leyfi, nema það sama yrði tryggt. Orkufyrirtækin yrðu að huga að því við sína nýtingu, ferðaþjónustufyrirtæki sem nýta sameiginleg landsvæði og svo framvegis. Hæpið er að hægt yrði að skella slíkri reglu á óforvarindis, gefa þyrfti tíma til aðlögunar. Þetta er hins vegar eitt af því sem við getum gert. Þegar næsta kynslóð spyr hvað við höfum gert, gæti þetta verið eitt af jákvæðu svörunum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun