Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Ari Brynjólfsson skrifar 11. mars 2019 07:00 Nemendur skólans eru á aldrinum 6 til 12 ára. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur á miðvikudag. Farið verður í framkvæmdir vegna umfangsmikilla skemmda af völdum langvarandi leka. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að um sé að ræða varúðarráðstöfun á meðan gerðar verða endurbætur vegna loftgæðavandamáls. Kennsla fellur niður á fimmtudag og föstudag. Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og er nú unnið að því að finna pláss fyrir alla 352 nemendur skólans. Fjórði bekkur verður í lausum kennslustofum á lóðinni, reynt er að finna húsnæði í Fossvogi fyrir yngri börnin en ekki er hægt að útiloka að útvega þurfi skólaakstur fyrir eldri nemendur. Búist er við því að opna skólann aftur í haust. „Þetta er aðeins gert til að flýta fyrir framkvæmdum. Sumarið mun ekki duga í að gera allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið. Bæði starfsfólk og nemendur hafa kvartað undan einkennum af völdum myglu. Helgi segir að lokun skólans á þessum tímapunkti sé ekki vegna þess að nemendur séu að veikjast. „Það er mismunandi hvort fólk finnur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í húsnæðinu.“ Í minnisblaði Verkís segir að þörf sé á að sótthreinsa vesturbyggingu skólans. Gamalt ryk eigi leið inn í kennslustofur, þar að auki séu lekaskemmdir. Skipta þarf um þak á miðbyggingunni vegna leka. Í austurbyggingunni hefur lekið með fram gluggum og þarf því að fjarlægja klæðningu og skemmdir. Í reglubundnu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins síðasta haust voru engar athugasemdir gerðar við húsnæðið. Í september gerði Mannvit úttekt á hluta húsnæðisins og voru sýni send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveppagró fundust í þremur kennslustofum af fjórum ásamt leifum smádýra sem eru merki þess að sveppavöxt megi finna í umhverfinu. Í niðurstöðum Mannvits sagði að ekki væri hægt að fullyrða um rakaskemmdir í húsnæðinu. Helgi segir að túlkunin í skýrslu Mannvits hafi ekki verið nógu markviss en skýrslan hafi þó orðið til þess að byrjað var á afmörkuðum framkvæmdum í skólanum. „Auðvitað hefði verið betra að hafa þetta allt fyrr, en maður spólar ekki aftur á bak.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur á miðvikudag. Farið verður í framkvæmdir vegna umfangsmikilla skemmda af völdum langvarandi leka. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að um sé að ræða varúðarráðstöfun á meðan gerðar verða endurbætur vegna loftgæðavandamáls. Kennsla fellur niður á fimmtudag og föstudag. Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og er nú unnið að því að finna pláss fyrir alla 352 nemendur skólans. Fjórði bekkur verður í lausum kennslustofum á lóðinni, reynt er að finna húsnæði í Fossvogi fyrir yngri börnin en ekki er hægt að útiloka að útvega þurfi skólaakstur fyrir eldri nemendur. Búist er við því að opna skólann aftur í haust. „Þetta er aðeins gert til að flýta fyrir framkvæmdum. Sumarið mun ekki duga í að gera allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið. Bæði starfsfólk og nemendur hafa kvartað undan einkennum af völdum myglu. Helgi segir að lokun skólans á þessum tímapunkti sé ekki vegna þess að nemendur séu að veikjast. „Það er mismunandi hvort fólk finnur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í húsnæðinu.“ Í minnisblaði Verkís segir að þörf sé á að sótthreinsa vesturbyggingu skólans. Gamalt ryk eigi leið inn í kennslustofur, þar að auki séu lekaskemmdir. Skipta þarf um þak á miðbyggingunni vegna leka. Í austurbyggingunni hefur lekið með fram gluggum og þarf því að fjarlægja klæðningu og skemmdir. Í reglubundnu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins síðasta haust voru engar athugasemdir gerðar við húsnæðið. Í september gerði Mannvit úttekt á hluta húsnæðisins og voru sýni send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveppagró fundust í þremur kennslustofum af fjórum ásamt leifum smádýra sem eru merki þess að sveppavöxt megi finna í umhverfinu. Í niðurstöðum Mannvits sagði að ekki væri hægt að fullyrða um rakaskemmdir í húsnæðinu. Helgi segir að túlkunin í skýrslu Mannvits hafi ekki verið nógu markviss en skýrslan hafi þó orðið til þess að byrjað var á afmörkuðum framkvæmdum í skólanum. „Auðvitað hefði verið betra að hafa þetta allt fyrr, en maður spólar ekki aftur á bak.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira