Gamla símstöðin í Hrútafirði er með orkuver í kjallaranum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2019 21:00 Símstöðin í Brú. Í hlíðinni fyrir ofan má sjá tréstokkinn. Stöð 2/Einar Árnason. Áhugamannahópur um verndun gömlu símstöðvarinnar í Brú í Hrútafirði leitar nú leiða til að glæða húsið lífi á ný í von um að bjarga því frá eyðileggingu. Símstöðin var í aldarfjórðung helsta miðstöð langlínusímtala milli landshluta áður en sjálfvirki síminn kom. Fjallað var um þessa forvitnilegu byggingu í fréttum Stöðvar 2. Símstöðin tók til starfa árið 1950 og þjónaði bæði sem pósthús og símstöð en einnig sem loftskeytastöðin Brúarradíó. Þar var jafnframt fastur viðkomustaður áætlunarbíla, bæði Norðurleiðar og Strandarútunnar. Húsið liggur núna undir skemmdum en það er í eigu N1, sem notaði það síðast sem gististað fyrir starfsmenn Staðarskála. Símstöðin má muna sinn fífil fegurri en segja má að hún hafi verið nafli alheimsins í Hrútafirði á sínum tíma.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, við gömlu símstöðina.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, ég held að þetta hafi verið nafli alheimsins og mikið snúist í kringum það hér og verið örugglega einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu á þessum gömlu árum,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Frá húsinu blasir við gamall tréstokkur í hlíðinni. Hann liggur upp að stíflu og inntakslóni í heiðinni. Vatnið þaðan nýttist símstöðinni bæði sem neysluvatn og til raforkuframleiðslu. Já, þetta hús hafði sína eigin virkjun og hún var hluti af byggingunni. Hún sá bæði símstöðinni og veitingaskálanum í Brú fyrir rafmagni. Í kjallaranum má enn sjá gömlu túrbínuna, sem virkar það heilleg að við veltum því fyrir okkur hvort ekki mætti hleypa vatninu á og hefja raforkuframleiðslu á ný.Gömul mynd af símstöðinni, sem starfaði á árunum 1950 til 1976.Mynd/Úr safni Þóris Steingrímssonar.Það var greinlega ekki tjaldað til einnar nætur í þessu húsi, sem löngu fyrir tíma farsíma og internets var einhver mikilvægasta fjarskiptamiðstöð landsins, þegar menn treystu á símalínur og talstöðvar og símtöl voru afgreidd handvirkt. Þar voru meðal annars afgreidd símtöl milli Reykjavíkur og Akureyrar. Húsið var tólf til fjórtán manna vinnustaður. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu að staðaldri, hver hafði sína íbúð, einnig var gistirými fyrir símastarfsmenn sem fóru um landið. Þetta var eins og lítið hótel með fjölda gistiherbergja og matsal. Starfsemi símans lauk árið 1976 en pósthús var áfram rekið í húsinu í nokkur ár. Áhugamannahópur undir forystu Þóris Steingrímssonar leitar nú leiða til að finna húsinu nýtt hlutverk í von um að forða því frá frekari skemmdum og jafnvel niðurrifi. Meðal annars hefur verið viðruð sú hugmynd að reka þar farfuglaheimili, að sögn Þóris. Vandinn er hins vegar sá það gæti kostað talsverða fjármuni að gera það nothæft á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Einu sinni var... Fornminjar Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Áhugamannahópur um verndun gömlu símstöðvarinnar í Brú í Hrútafirði leitar nú leiða til að glæða húsið lífi á ný í von um að bjarga því frá eyðileggingu. Símstöðin var í aldarfjórðung helsta miðstöð langlínusímtala milli landshluta áður en sjálfvirki síminn kom. Fjallað var um þessa forvitnilegu byggingu í fréttum Stöðvar 2. Símstöðin tók til starfa árið 1950 og þjónaði bæði sem pósthús og símstöð en einnig sem loftskeytastöðin Brúarradíó. Þar var jafnframt fastur viðkomustaður áætlunarbíla, bæði Norðurleiðar og Strandarútunnar. Húsið liggur núna undir skemmdum en það er í eigu N1, sem notaði það síðast sem gististað fyrir starfsmenn Staðarskála. Símstöðin má muna sinn fífil fegurri en segja má að hún hafi verið nafli alheimsins í Hrútafirði á sínum tíma.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, við gömlu símstöðina.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, ég held að þetta hafi verið nafli alheimsins og mikið snúist í kringum það hér og verið örugglega einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu á þessum gömlu árum,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Frá húsinu blasir við gamall tréstokkur í hlíðinni. Hann liggur upp að stíflu og inntakslóni í heiðinni. Vatnið þaðan nýttist símstöðinni bæði sem neysluvatn og til raforkuframleiðslu. Já, þetta hús hafði sína eigin virkjun og hún var hluti af byggingunni. Hún sá bæði símstöðinni og veitingaskálanum í Brú fyrir rafmagni. Í kjallaranum má enn sjá gömlu túrbínuna, sem virkar það heilleg að við veltum því fyrir okkur hvort ekki mætti hleypa vatninu á og hefja raforkuframleiðslu á ný.Gömul mynd af símstöðinni, sem starfaði á árunum 1950 til 1976.Mynd/Úr safni Þóris Steingrímssonar.Það var greinlega ekki tjaldað til einnar nætur í þessu húsi, sem löngu fyrir tíma farsíma og internets var einhver mikilvægasta fjarskiptamiðstöð landsins, þegar menn treystu á símalínur og talstöðvar og símtöl voru afgreidd handvirkt. Þar voru meðal annars afgreidd símtöl milli Reykjavíkur og Akureyrar. Húsið var tólf til fjórtán manna vinnustaður. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu að staðaldri, hver hafði sína íbúð, einnig var gistirými fyrir símastarfsmenn sem fóru um landið. Þetta var eins og lítið hótel með fjölda gistiherbergja og matsal. Starfsemi símans lauk árið 1976 en pósthús var áfram rekið í húsinu í nokkur ár. Áhugamannahópur undir forystu Þóris Steingrímssonar leitar nú leiða til að finna húsinu nýtt hlutverk í von um að forða því frá frekari skemmdum og jafnvel niðurrifi. Meðal annars hefur verið viðruð sú hugmynd að reka þar farfuglaheimili, að sögn Þóris. Vandinn er hins vegar sá það gæti kostað talsverða fjármuni að gera það nothæft á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Einu sinni var... Fornminjar Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45