Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Árni Sæberg skrifar 23. október 2025 11:43 Guðmundur er nýr aðstoðarmaður ráðherra og Sandra tekur við af honum sem framkvæmdastjóri þingflokks. Vísir Þingflokkur Viðreisnar hefur ráðið Söndru Sigurðardóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra HK, til starfa sem framkvæmdastjóra þingflokks. Á sama tíma færir núverandi framkvæmdastjóri þingflokksins sig yfir í starf aðstoðarmanns atvinnuvegaráðherra. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Sandra sé menntuð íþrótta- og heilsufræðingur ásamt því að vera með MBA-gráðu en hún hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún hafi starfað sem þjálfari, við leikskóla og grunnskóla, sinnt eigin rekstri ásamt víðtækri reynslu af stjórnun í íþróttahreyfingunni. Samhliða störfum sínum sé Sandra bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Sandra muni hefja störf á Alþingi á næstu vikum. „Ég er full tilhlökkunar fyrir þessu mikilvæga verkefni. Það er verkefni okkar í Viðreisn að hlusta á fólkið í landinu, eiga samtöl í augnhæð og vinna af heilindum í þeirra þágu. Ég hlakka til að vinna með þingmönnum okkar að því markmiði og efla flokkinn um land allt,“ er haft eftir Söndru. Guðmundur aðstoðar ráðherra Þá hafi Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, ráðið Guðmund Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóra þingflokks Viðreisnar, til starfa sem aðstoðarmann sinn. Fyrir sé Stefanía Sigurðardóttir aðstoðarmaður Hönnu Katrínar. Guðmundur hafi þekkingu og reynslu af málaflokkum sem lúta að ráðuneytinu hvort sem viðkemur sjávarútvegi, landbúnaði, ferðaþjónustu, iðnaði eða neytendamálum. Hann hafi starfað fyrir þingflokkinn frá því í fyrra en þar áður hafi hann starfað í blaða- og fréttamennsku og verið bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Formaðurinn ánægður „Við erum alveg ótrúlega heppin með það mikla mannaval sem við höfum í þingmönnum okkar og starfsfólki, Sandra verður frábær viðbót í það öfluga lið. Hlutverk framkvæmdastjóra þingflokks eru fjölbreytt, skemmtileg og geta reynst krefjandi og ég er handviss um að Sandra eigi eftir að sinna þeim af alúð og ábyrgð,“ er haft eftir Sigmari Guðmundssyni, þingflokksformanni Viðreisnar, um ráðningu Söndru. „Að sama skapi hefur Guðmundur Gunnarsson sinnt þessu hlutverki af stakri prýði og hjá okkur ríkir ekkert nema ánægja með hans störf. Hann verður öflugur liðsauki til Hönnu Katrínar, atvinnuvegaráðherra, í þau mikilvægu verkefni sem liggja fyrir henni.“ Viðreisn Alþingi Vistaskipti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Sandra sé menntuð íþrótta- og heilsufræðingur ásamt því að vera með MBA-gráðu en hún hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún hafi starfað sem þjálfari, við leikskóla og grunnskóla, sinnt eigin rekstri ásamt víðtækri reynslu af stjórnun í íþróttahreyfingunni. Samhliða störfum sínum sé Sandra bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Sandra muni hefja störf á Alþingi á næstu vikum. „Ég er full tilhlökkunar fyrir þessu mikilvæga verkefni. Það er verkefni okkar í Viðreisn að hlusta á fólkið í landinu, eiga samtöl í augnhæð og vinna af heilindum í þeirra þágu. Ég hlakka til að vinna með þingmönnum okkar að því markmiði og efla flokkinn um land allt,“ er haft eftir Söndru. Guðmundur aðstoðar ráðherra Þá hafi Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, ráðið Guðmund Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóra þingflokks Viðreisnar, til starfa sem aðstoðarmann sinn. Fyrir sé Stefanía Sigurðardóttir aðstoðarmaður Hönnu Katrínar. Guðmundur hafi þekkingu og reynslu af málaflokkum sem lúta að ráðuneytinu hvort sem viðkemur sjávarútvegi, landbúnaði, ferðaþjónustu, iðnaði eða neytendamálum. Hann hafi starfað fyrir þingflokkinn frá því í fyrra en þar áður hafi hann starfað í blaða- og fréttamennsku og verið bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Formaðurinn ánægður „Við erum alveg ótrúlega heppin með það mikla mannaval sem við höfum í þingmönnum okkar og starfsfólki, Sandra verður frábær viðbót í það öfluga lið. Hlutverk framkvæmdastjóra þingflokks eru fjölbreytt, skemmtileg og geta reynst krefjandi og ég er handviss um að Sandra eigi eftir að sinna þeim af alúð og ábyrgð,“ er haft eftir Sigmari Guðmundssyni, þingflokksformanni Viðreisnar, um ráðningu Söndru. „Að sama skapi hefur Guðmundur Gunnarsson sinnt þessu hlutverki af stakri prýði og hjá okkur ríkir ekkert nema ánægja með hans störf. Hann verður öflugur liðsauki til Hönnu Katrínar, atvinnuvegaráðherra, í þau mikilvægu verkefni sem liggja fyrir henni.“
Viðreisn Alþingi Vistaskipti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira