Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2019 20:00 Vinnumálastofnun. Vísir/Vilhelm Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina, en félagsmálaráðherra segir að það sé meðal annars hugsað til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. 315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Um helmingur starfsemi flugafgreiðsluþjónustu Airport Associates snéri að verkefnum tengdum WOW air og því varð ljóst strax í gær að gera þyrfti miklar breytingar en um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Það eru 315 sem eru að fá uppsagnarbréf og stór hluti af því fólki fær boð um eitthvað annað,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates. „Við erum að segja upp stórum hluta, við þurfum að breyta vöktum og jafnvel að breyta starfshlutfalli. Við erum að reyna að milda þetta högg með því að halda fleirum í vinnu sem þýðir það að starfshlutfall hjá einhverjum gæti skerst.“ Ljóst er að brotthvarf WOW air hafa gríðarleg áhrif á samfélagið á Suðurnesjum en ætla má að um sex til sjö hundruð störf séu húfi á svæðinu. „Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru svona hluti af einhverju sorgarferli. Augljóslega þá erum við ekki bara með okkar fólk sem er í hálfgerðu sjokki heldur er líka fullt af fólki sem er að missa vinnuna í kringum okkur. Við vorum búin að vinna lengi með WOW og starfsfólki WOW og ég held að allir þekki einhvern, og sérstaklega hérna á þessu svæði á Suðurnesjum, þá kemur þetta við flestar fjölskyldur. Það er einhver í fjölskyldunni sem er tengdur einhverjum sem er að missa vinnuna.“Umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar ört Fleiri hópuppsagnir hafa verið í dag en til dæmis sagði Byggingafélag Gylfa og Gunnars upp 40 starfsmönnum og líklegt þykir að fleiri fyrirtæki grípi til uppsagna. Frá því í gærmorgun og til klukkan fjögur í dag höfðu 679 sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun, þar af 554 sem störfuðu hjá WOW air. Talan fer ört hækkandi. „Við höfum bent fólki á að fara bara inn á heimasíðu Vinnumálastofnunar og sækja um þar, það er einfaldast,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum verkalýðsfélaga, Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum í dag en félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið veita Vinnumálastofnun 80 milljónir í tímabundið framlag og þar af fara 15 milljónir til þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. „Við höfum aldrei á einum degi séð eins margar umsóknir um atvinnuleysisbætur á einum degi heldur eins og var í gær, eðli málsins samkvæmt,“ segir Ásmundur. Fjármagnið sé hugsað til þess að styrkja þjónustuskrifstofur stofnunarinnar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina, en félagsmálaráðherra segir að það sé meðal annars hugsað til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. 315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Um helmingur starfsemi flugafgreiðsluþjónustu Airport Associates snéri að verkefnum tengdum WOW air og því varð ljóst strax í gær að gera þyrfti miklar breytingar en um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Það eru 315 sem eru að fá uppsagnarbréf og stór hluti af því fólki fær boð um eitthvað annað,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates. „Við erum að segja upp stórum hluta, við þurfum að breyta vöktum og jafnvel að breyta starfshlutfalli. Við erum að reyna að milda þetta högg með því að halda fleirum í vinnu sem þýðir það að starfshlutfall hjá einhverjum gæti skerst.“ Ljóst er að brotthvarf WOW air hafa gríðarleg áhrif á samfélagið á Suðurnesjum en ætla má að um sex til sjö hundruð störf séu húfi á svæðinu. „Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru svona hluti af einhverju sorgarferli. Augljóslega þá erum við ekki bara með okkar fólk sem er í hálfgerðu sjokki heldur er líka fullt af fólki sem er að missa vinnuna í kringum okkur. Við vorum búin að vinna lengi með WOW og starfsfólki WOW og ég held að allir þekki einhvern, og sérstaklega hérna á þessu svæði á Suðurnesjum, þá kemur þetta við flestar fjölskyldur. Það er einhver í fjölskyldunni sem er tengdur einhverjum sem er að missa vinnuna.“Umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar ört Fleiri hópuppsagnir hafa verið í dag en til dæmis sagði Byggingafélag Gylfa og Gunnars upp 40 starfsmönnum og líklegt þykir að fleiri fyrirtæki grípi til uppsagna. Frá því í gærmorgun og til klukkan fjögur í dag höfðu 679 sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun, þar af 554 sem störfuðu hjá WOW air. Talan fer ört hækkandi. „Við höfum bent fólki á að fara bara inn á heimasíðu Vinnumálastofnunar og sækja um þar, það er einfaldast,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum verkalýðsfélaga, Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum í dag en félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið veita Vinnumálastofnun 80 milljónir í tímabundið framlag og þar af fara 15 milljónir til þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. „Við höfum aldrei á einum degi séð eins margar umsóknir um atvinnuleysisbætur á einum degi heldur eins og var í gær, eðli málsins samkvæmt,“ segir Ásmundur. Fjármagnið sé hugsað til þess að styrkja þjónustuskrifstofur stofnunarinnar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57
80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00