Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 18:57 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vÍSIR/VILHELM Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir sambandið fylgjast vel með því að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot flugfélagsins WOW air sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu, í ljósi fjölmargra uppsagna sem greint hefur verið frá í gær og í dag. Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forsetans. Fall WOW air og uppsagnir fyrirtækja í kjölfar þess eru útgangspunktar pistilsins að þessu sinni. Drífa segir áhyggjur nú snúa að starfsfólkinu sem misst hefur vinnuna, bæði hjá flugfélaginu sjálfu og öðrum fyrirtækjum. Um 1100 manns misstu vinnuna hjá WOW air en aldrei hefur fleiri verið sagt upp á einu bretti í Íslandssögunni, að sögn Vinnumálastofnunar. „Í dag hef ég setið fundi með fyrrum starfsfólki WOW air, bæði hjá Flugfreyjufélagi Íslands og VR en það eru stéttarfélög stærstu hópanna sem misstu vinnu vegna gjaldþrots WOW. Fjölmargar spurningar vakna og ótti um að geta ekki framfleytt sér og sínum er auðvitað ráðandi,“ segir Drífa í pistli sínum. Þannig skipti miklu máli að eiga bakhjarl í sínu stéttarfélagi og leita þangað með spurningar um réttindi sín. Þá verði fylgst grannt með fyrirtækjum sem ætli sér að milda höggið með því að endurskipuleggja vaktir, endurráða starfsfólk eða segja upp viðbótarsamningum í stað þess að grípa til fjöldauppsagna. „Vel er fylgst með því að fyrirtæki séu ekki að nota gjaldþrot WOW sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu en auðvitað er staðan alvarleg víða,“ segir Drífa.Pistil Drífu má lesa í heild hér að neðan. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Hryssan Hlökk er „ Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Sjá meira
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir sambandið fylgjast vel með því að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot flugfélagsins WOW air sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu, í ljósi fjölmargra uppsagna sem greint hefur verið frá í gær og í dag. Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forsetans. Fall WOW air og uppsagnir fyrirtækja í kjölfar þess eru útgangspunktar pistilsins að þessu sinni. Drífa segir áhyggjur nú snúa að starfsfólkinu sem misst hefur vinnuna, bæði hjá flugfélaginu sjálfu og öðrum fyrirtækjum. Um 1100 manns misstu vinnuna hjá WOW air en aldrei hefur fleiri verið sagt upp á einu bretti í Íslandssögunni, að sögn Vinnumálastofnunar. „Í dag hef ég setið fundi með fyrrum starfsfólki WOW air, bæði hjá Flugfreyjufélagi Íslands og VR en það eru stéttarfélög stærstu hópanna sem misstu vinnu vegna gjaldþrots WOW. Fjölmargar spurningar vakna og ótti um að geta ekki framfleytt sér og sínum er auðvitað ráðandi,“ segir Drífa í pistli sínum. Þannig skipti miklu máli að eiga bakhjarl í sínu stéttarfélagi og leita þangað með spurningar um réttindi sín. Þá verði fylgst grannt með fyrirtækjum sem ætli sér að milda höggið með því að endurskipuleggja vaktir, endurráða starfsfólk eða segja upp viðbótarsamningum í stað þess að grípa til fjöldauppsagna. „Vel er fylgst með því að fyrirtæki séu ekki að nota gjaldþrot WOW sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu en auðvitað er staðan alvarleg víða,“ segir Drífa.Pistil Drífu má lesa í heild hér að neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Hryssan Hlökk er „ Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Sjá meira
Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43