Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 14:49 May beið enn einn ósigurinn í þinginu í dag. Vísir/EPA Meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, í þriðja skipti í atkvæðagreiðslu nú fyrir stundu. Að óbreyttu hafa Bretar því val um að ganga úr sambandinu 12. apríl eða að fresta útgöngunni til lengri tíma. Samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. Evrópusambandið hafið gefið Bretum frest á útgöngunni, sem átti að vera í dag, til að gefa þeim svigrúm til að samþykkja útgöngusamning til 12. apríl. Fulltrúar þess hafa lýst því yfir að yrði samningurinn ekki samþykktur í Bretlandi féllust þeir aðeins á lengri frestun, allt að árslanga. „Afleiðingar ákvörðunar neðri deildarinnar eru alvarlegar. Ég óttast að við séum að ná endamörkum þessa ferlis í neðri deildinni,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún gaf ekkert uppi um hver næstu skref ríkisstjórnar hennar yrðu. Hefði samningurinn verið samþykktur í dag hefði Evrópusambandið verið tilbúið að veita frest á útgöngunni til 22. maí svo hægt væri að ganga frá lausum endum. May hafði heitið því að segja af sér yrði samningurinn hennar loks samþykktur. Þingið hafði kolfellt sama samning í tvígang fyrr á þessu ári. Nú þarf May að reyna að fá lengri frest frá Evrópusambandinu til að komast hjá útgöngu án samnings eftir tvær vikur. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum fyrir Bretlandi ef svonefnt hart Brexit verður niðurstaðan. Lengri frestur þýðir að Bretar þurfa að líkindum að taka þátt í Evrópuþingskosningnum sem fara fram í vor. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lýsti því yfir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ljós áðan að hann ætlaði sér að kalla ráðið saman til fundar 10. apríl, tveimur dögum fyrir væntanlega útgöngu Breta. The Guardian segir að hópur þingmanna Íhaldsflokks May sem felldi samninginn í fyrri tvö skiptin sem hann var lagður fyrir þingið hafi stutt samninginn nú. Það hafi hins vegar dugað skammt þar sem þingmenn DUP, norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn May falli, og þingmenn Verkalýðsflokksins stóðu á móti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kallaði eftir því að May segði af sér. Hann hefur sjálfur sætt harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í Brexit-málum. Undir stjórn hans hefur Verkamannaflokknum ekki orðið neitt ágengt þrátt fyrir ófarir Íhaldsflokks May sem hefur verið klofinn vegna Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, í þriðja skipti í atkvæðagreiðslu nú fyrir stundu. Að óbreyttu hafa Bretar því val um að ganga úr sambandinu 12. apríl eða að fresta útgöngunni til lengri tíma. Samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. Evrópusambandið hafið gefið Bretum frest á útgöngunni, sem átti að vera í dag, til að gefa þeim svigrúm til að samþykkja útgöngusamning til 12. apríl. Fulltrúar þess hafa lýst því yfir að yrði samningurinn ekki samþykktur í Bretlandi féllust þeir aðeins á lengri frestun, allt að árslanga. „Afleiðingar ákvörðunar neðri deildarinnar eru alvarlegar. Ég óttast að við séum að ná endamörkum þessa ferlis í neðri deildinni,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún gaf ekkert uppi um hver næstu skref ríkisstjórnar hennar yrðu. Hefði samningurinn verið samþykktur í dag hefði Evrópusambandið verið tilbúið að veita frest á útgöngunni til 22. maí svo hægt væri að ganga frá lausum endum. May hafði heitið því að segja af sér yrði samningurinn hennar loks samþykktur. Þingið hafði kolfellt sama samning í tvígang fyrr á þessu ári. Nú þarf May að reyna að fá lengri frest frá Evrópusambandinu til að komast hjá útgöngu án samnings eftir tvær vikur. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum fyrir Bretlandi ef svonefnt hart Brexit verður niðurstaðan. Lengri frestur þýðir að Bretar þurfa að líkindum að taka þátt í Evrópuþingskosningnum sem fara fram í vor. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lýsti því yfir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ljós áðan að hann ætlaði sér að kalla ráðið saman til fundar 10. apríl, tveimur dögum fyrir væntanlega útgöngu Breta. The Guardian segir að hópur þingmanna Íhaldsflokks May sem felldi samninginn í fyrri tvö skiptin sem hann var lagður fyrir þingið hafi stutt samninginn nú. Það hafi hins vegar dugað skammt þar sem þingmenn DUP, norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn May falli, og þingmenn Verkalýðsflokksins stóðu á móti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kallaði eftir því að May segði af sér. Hann hefur sjálfur sætt harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í Brexit-málum. Undir stjórn hans hefur Verkamannaflokknum ekki orðið neitt ágengt þrátt fyrir ófarir Íhaldsflokks May sem hefur verið klofinn vegna Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira