Telur eðlilegt að skuldabréfaútboðið verði skoðað Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2019 14:15 Eigendur WOW voru í viðræðum við tvo aðila um fjármögnun áður en flugvélarnar voru kyrrsettar af leigusölum sem vildu loforð um fjármögnun. Vísir/Vilhelm Spurningar hafa vaknað hjá kröfuhöfum WOW hvernig félagið gat farið í þrot innan sex mánaða eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk. Lögmaður skuldabréfaeigandanna segir vangaveltur séu uppi um skuldafjárútboðið og aðdraganda þess. Viðræður stóðu yfir við tvo aðila um fjármögnun félagsins þegar leigusalar kyrrsettu vélar WOW vegna þess að ekki fékkst loforð fyrir fjármögnun. Lögmaðurinn segir að tryggja hefði mátt framtíð félagsins hefðu kröfuhafarnir komið mánuði fyrr að rekstrinum. „Það hafa komið upp spurningar frá kröfuhöfum um og hvað gerðist þarna. Þetta er sérstök staða að félagið fari í þrot innan við sex mánuðum eftir að skuldabréfaútboðinu lauk. Það hafa komið upp vangaveltur hvort þyrfti að athuga hvernig þetta gerðist. Það er ekkert óeðlilegt þegar fólk tapar svona peningum að það átti sig á af hverju, svo ekki sé meira sagt um það. Þetta eru þannig fjárfestar. Þetta eru fagmenn sem vilja fá svör og útskýringar,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður skuldabréfaeiganda WOW, í samtali við Vísi en rætt var við hann á vef RÚV fyrr í dag. WOW air skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu í gærmorgun eftir að leigusalar ákváðu að kyrrsetja flugvélar félagsins. Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur höfðu margir hverjir samþykkt að breyta skuldum WOW air við þá í hlutfé í WOW air. Nam hluturinn 49 prósentum, eða um fimmtán milljörðum króna.Steven Udvar-Hazy, forstjóri Air Lease Corporation.Vísir/GettyHöfðu kröfuhafarnir gert áætlun um að bjóða fjárfestum 51 prósenta hlut í WOW air á fimm milljarða króna til að tryggja rekstur félagsins. Guðmundur segir viðræður hafa staðið yfir við tvo aðila á miðvikudag.Vildu loforð um fjármögnun Hann segir leigusala flugvélanna hafa viljað sjá að búið væri að tryggja einhverskonar fjármagn í reksturinn áður en flugvélunum yrði hleypt aftur í loftið aðfaranótt fimmtudags. „Þeir vildu fá að sjá eitthvað fast í hendi,“ segir Guðmundur. Þegar það fékkst ekki voru flugvélarnar kyrrsettar. Á meðal leigusala WOW Air er Air Lease Corporation en greint var frá því á vef Fréttablaðsins í gær að WOW air hefði ekki staðið í skilum á 300 milljóna greiðslu til leigusalans fyrir miðnætti á fimmtudag.Hefðu kröfuhafar komið mánuði fyrr að rekstri félagsins hefði verið mögulegt að tryggja framtíð þess, að mati lögmanns skuldabréfaeigenda.Vísir/GettyGuðmundur segist ekki hafa upplýsingar um að þrjú hundruð milljóna króna greiðsla til Air Lease Corporation hefði verið að falla á gjalddaga.Sumir stressaðri en aðrir Leigusalar flugvéla WOW air voru nokkrir og voru eigendur WOW air í viðræðum við alla forsvarsmenn þeirra félaga. „Sumir voru meira stressaðir en aðrir,“ segir Guðmundur en vildi þó ekki gera upp á milli þeirra þegar hann er spurður hverjir það voru. Hann segir miður að kröfuhafar félagsins hafi ekki komið fyrr að rekstri félagsins. „Ég hefði verið vongóður um að tryggja framtíð félagsins ef við hefðum komið mánuði fyrr að borðinu. Það er miður því að umbjóðendur mínir tapa verulegum fjárhæðum. Við vorum búin að búa til plan sem hefði gert það að verkum að við hefðum getað bjargað verðmætum. En því miður tókst það ekki,“ segir Guðmundur.Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 15:12 Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Spurningar hafa vaknað hjá kröfuhöfum WOW hvernig félagið gat farið í þrot innan sex mánaða eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk. Lögmaður skuldabréfaeigandanna segir vangaveltur séu uppi um skuldafjárútboðið og aðdraganda þess. Viðræður stóðu yfir við tvo aðila um fjármögnun félagsins þegar leigusalar kyrrsettu vélar WOW vegna þess að ekki fékkst loforð fyrir fjármögnun. Lögmaðurinn segir að tryggja hefði mátt framtíð félagsins hefðu kröfuhafarnir komið mánuði fyrr að rekstrinum. „Það hafa komið upp spurningar frá kröfuhöfum um og hvað gerðist þarna. Þetta er sérstök staða að félagið fari í þrot innan við sex mánuðum eftir að skuldabréfaútboðinu lauk. Það hafa komið upp vangaveltur hvort þyrfti að athuga hvernig þetta gerðist. Það er ekkert óeðlilegt þegar fólk tapar svona peningum að það átti sig á af hverju, svo ekki sé meira sagt um það. Þetta eru þannig fjárfestar. Þetta eru fagmenn sem vilja fá svör og útskýringar,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður skuldabréfaeiganda WOW, í samtali við Vísi en rætt var við hann á vef RÚV fyrr í dag. WOW air skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu í gærmorgun eftir að leigusalar ákváðu að kyrrsetja flugvélar félagsins. Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur höfðu margir hverjir samþykkt að breyta skuldum WOW air við þá í hlutfé í WOW air. Nam hluturinn 49 prósentum, eða um fimmtán milljörðum króna.Steven Udvar-Hazy, forstjóri Air Lease Corporation.Vísir/GettyHöfðu kröfuhafarnir gert áætlun um að bjóða fjárfestum 51 prósenta hlut í WOW air á fimm milljarða króna til að tryggja rekstur félagsins. Guðmundur segir viðræður hafa staðið yfir við tvo aðila á miðvikudag.Vildu loforð um fjármögnun Hann segir leigusala flugvélanna hafa viljað sjá að búið væri að tryggja einhverskonar fjármagn í reksturinn áður en flugvélunum yrði hleypt aftur í loftið aðfaranótt fimmtudags. „Þeir vildu fá að sjá eitthvað fast í hendi,“ segir Guðmundur. Þegar það fékkst ekki voru flugvélarnar kyrrsettar. Á meðal leigusala WOW Air er Air Lease Corporation en greint var frá því á vef Fréttablaðsins í gær að WOW air hefði ekki staðið í skilum á 300 milljóna greiðslu til leigusalans fyrir miðnætti á fimmtudag.Hefðu kröfuhafar komið mánuði fyrr að rekstri félagsins hefði verið mögulegt að tryggja framtíð þess, að mati lögmanns skuldabréfaeigenda.Vísir/GettyGuðmundur segist ekki hafa upplýsingar um að þrjú hundruð milljóna króna greiðsla til Air Lease Corporation hefði verið að falla á gjalddaga.Sumir stressaðri en aðrir Leigusalar flugvéla WOW air voru nokkrir og voru eigendur WOW air í viðræðum við alla forsvarsmenn þeirra félaga. „Sumir voru meira stressaðir en aðrir,“ segir Guðmundur en vildi þó ekki gera upp á milli þeirra þegar hann er spurður hverjir það voru. Hann segir miður að kröfuhafar félagsins hafi ekki komið fyrr að rekstri félagsins. „Ég hefði verið vongóður um að tryggja framtíð félagsins ef við hefðum komið mánuði fyrr að borðinu. Það er miður því að umbjóðendur mínir tapa verulegum fjárhæðum. Við vorum búin að búa til plan sem hefði gert það að verkum að við hefðum getað bjargað verðmætum. En því miður tókst það ekki,“ segir Guðmundur.Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 15:12
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00