Lífið eftir WOW Þórir Garðarsson skrifar 28. mars 2019 15:30 Áhrifin af erfiðleikum WOW höfðu að ýmsu leyti komið fram áður en starfsemi þess var hætt í morgun. Fjölda manns hafði áður verið sagt upp, bæði hjá félaginu og fyrirtækjum sem veita þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er brotthvarf WOW slæmt högg. Það munar um minna - WOW kom með hálfa milljón erlendra ferðamanna til Íslands í fyrra. En áhugi fólks á að koma hingað minnkar ekkert þó WOW hafi hætt. Það skiptir því miklu máli að önnur flugfélög auki framboð. Sérstaklega frá Norður-Ameríku, en þar hefur WOW verið umsvifamikið. Því skyldi ekki gleyma að auk Icelandair sinna þrjú stór bandarísk flugfélög flugi hingað til lands. Þau hafa mikinn sveigjanleika, eins og Delta hefur sýnt með áþreifanlegum hætti. WOW byggði upp mikil tengsl við Kanada og ekki ólíklegt að flugfélög þar hafi áhuga á að fylla í skarðið.Lengri dvöl mildar höggið Ég benti á það í nýlegri grein hér á Vísi að áhrifaríkasta leiðin til að mæta högginu af fækkun ferðamanna væri að fá þá til að vera lengur hér á landi. Ein aukanótt jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 15%. Það er ekki endilega allt fengið með fjöldanum einum saman. Ferðamenn sem koma hingað vegna lágra fargjalda, gista í Airbnb íbúðum og versla í matinn í stórmörkuðum skilja lítið eftir sig. En hvernig fást ferðamenn til að lengja dvölina? Fyrst og fremst þarf kostnaður þeirra hér á landi að lækka. Ísland er mjög dýrt ferðamannaland og þess vegna stytta ferðamenn dvölina. Sterk króna, hár launakostnaður og miklar álögur ríkisins ráða þar mestu. Með þeirri fækkun ferðamanna sem er yfirvofandi næstu mánuði getur verið að krónan veikist af sjálfu sér. Mikilvægt er að leyfa genginu að þróast án inngripa. Stjórnvöld ráða ferðinni Stjórnvöld þurfa síðan að hafa þannig aðkomu að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Stjórnvöld geta einnig fellt niður gistináttagjald og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Allt telur. Fyrir ríkissjóð er valið auðvelt, að leggja fjármuni í að halda ferðaþjónustunni gangandi eða borga jafn háar eða hærri upphæðir í atvinnuleysisbætur. Í gær sýndi ríkisvaldið með ánægjulegum hætti að skilningurinn á mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur farið hratt vaxandi. Ráðherrar ferðamála og umhverfismála kynntu þá hvernig rúmlega 3,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum í uppbyggingu innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum. Stutt er síðan kynnt var aukalegt framlag til vegagerðar um 5 milljarða króna. Höggið núna er sérstaklega slæmt fyrir þá sem missa vinnuna. En ef rétt er haldið á spöðunum þá kemur í ljós að það er líf eftir WOW.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Áhrifin af erfiðleikum WOW höfðu að ýmsu leyti komið fram áður en starfsemi þess var hætt í morgun. Fjölda manns hafði áður verið sagt upp, bæði hjá félaginu og fyrirtækjum sem veita þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er brotthvarf WOW slæmt högg. Það munar um minna - WOW kom með hálfa milljón erlendra ferðamanna til Íslands í fyrra. En áhugi fólks á að koma hingað minnkar ekkert þó WOW hafi hætt. Það skiptir því miklu máli að önnur flugfélög auki framboð. Sérstaklega frá Norður-Ameríku, en þar hefur WOW verið umsvifamikið. Því skyldi ekki gleyma að auk Icelandair sinna þrjú stór bandarísk flugfélög flugi hingað til lands. Þau hafa mikinn sveigjanleika, eins og Delta hefur sýnt með áþreifanlegum hætti. WOW byggði upp mikil tengsl við Kanada og ekki ólíklegt að flugfélög þar hafi áhuga á að fylla í skarðið.Lengri dvöl mildar höggið Ég benti á það í nýlegri grein hér á Vísi að áhrifaríkasta leiðin til að mæta högginu af fækkun ferðamanna væri að fá þá til að vera lengur hér á landi. Ein aukanótt jafngildir því að þeim hafi fjölgað um 15%. Það er ekki endilega allt fengið með fjöldanum einum saman. Ferðamenn sem koma hingað vegna lágra fargjalda, gista í Airbnb íbúðum og versla í matinn í stórmörkuðum skilja lítið eftir sig. En hvernig fást ferðamenn til að lengja dvölina? Fyrst og fremst þarf kostnaður þeirra hér á landi að lækka. Ísland er mjög dýrt ferðamannaland og þess vegna stytta ferðamenn dvölina. Sterk króna, hár launakostnaður og miklar álögur ríkisins ráða þar mestu. Með þeirri fækkun ferðamanna sem er yfirvofandi næstu mánuði getur verið að krónan veikist af sjálfu sér. Mikilvægt er að leyfa genginu að þróast án inngripa. Stjórnvöld ráða ferðinni Stjórnvöld þurfa síðan að hafa þannig aðkomu að kjarasamningum að launakostnaður fari ekki úr böndunum. Stjórnvöld geta einnig fellt niður gistináttagjald og gjaldtöku á ferðamannastöðum. Allt telur. Fyrir ríkissjóð er valið auðvelt, að leggja fjármuni í að halda ferðaþjónustunni gangandi eða borga jafn háar eða hærri upphæðir í atvinnuleysisbætur. Í gær sýndi ríkisvaldið með ánægjulegum hætti að skilningurinn á mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur farið hratt vaxandi. Ráðherrar ferðamála og umhverfismála kynntu þá hvernig rúmlega 3,5 milljörðum króna verður varið á næstu þremur árum í uppbyggingu innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum. Stutt er síðan kynnt var aukalegt framlag til vegagerðar um 5 milljarða króna. Höggið núna er sérstaklega slæmt fyrir þá sem missa vinnuna. En ef rétt er haldið á spöðunum þá kemur í ljós að það er líf eftir WOW.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun