WOW air heyrir sögunni til Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. mars 2019 08:25 Skúli Mogensen, stofnandi WOW air. Vísir/vilhelm WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. Neðst í fréttinni má lesa um nýjustu vendingar í málinu.Öllu flugi félagsins var aflýst í nótt en seinasta flugferð WOW air var frá Keflavík til Detroit í gær samkvæmt Flight radar. Tilkynning barst frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, klukkan þrjú í nótt þar sem sagði að félagið væri á lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu. Allt flug hefði því verið stöðvað þangað til þeir samningar verði kláraðir. Sagði í tilkynningunni að nánari upplýsingar verða gefnar klukkan 9. „Félagið þakkar farþegum stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur,“ sagði í tilkynningunni í morgun. Sjá einnig: Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk hefði trú á WOW air Á þriðjudag tilkynnti WOW air að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Nú er ljóst að það tókst ekki.Farþegar kunna að eiga kröfu á hendur Wow Air Samgöngustofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að allt flug Wow Air falli niður, félagið sé nú hætt starfsemi. Er farþegum er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum. „Samkvæmt viðbragðsáætlun munu flugmálayfirvöld kanna vilja annarra flugfélaga til að aðstoða farþega með svokölluðum björgunarfargjöldum í samræmi við yfirlýsingu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Upplýsingum um það verður komið á framfæri við farþega jafnóðum og þær liggja fyrir. Jafnframt verður samkvæmt viðbragðsáætlun lagt mat á getu annarra flugfélaga til að mæta aukinni eftirspurn.“ Í tilkynningunni er áréttað að farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti ættu að hafa samband við útgefanda kortsins til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan. „Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af,“ segir í tilkynningunni sem Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri skrifar undir. Þá segir að endingu að farþegar kunni að eiga kröfu á hendur Wow Air, þá á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans.Skjáskot af vef WOW air þar sem tilkynnt var um að félagið hefði hætt starfsemi.Vinnumálastofnun ekki enn borist tilkynning Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir að stofnuninni hafi ekki enn borist tilkynning frá flugfélaginu vegna stöðunnar sem upp sé komin. Viðbragðsteymi Vinnumálastofnunar komi saman til fundar núna klukkan 9 til að kortleggja hvaða áhrif stöðvun á starfsemi WOW hefur á stofnunina. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir.
WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. Neðst í fréttinni má lesa um nýjustu vendingar í málinu.Öllu flugi félagsins var aflýst í nótt en seinasta flugferð WOW air var frá Keflavík til Detroit í gær samkvæmt Flight radar. Tilkynning barst frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, klukkan þrjú í nótt þar sem sagði að félagið væri á lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu. Allt flug hefði því verið stöðvað þangað til þeir samningar verði kláraðir. Sagði í tilkynningunni að nánari upplýsingar verða gefnar klukkan 9. „Félagið þakkar farþegum stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur,“ sagði í tilkynningunni í morgun. Sjá einnig: Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk hefði trú á WOW air Á þriðjudag tilkynnti WOW air að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Nú er ljóst að það tókst ekki.Farþegar kunna að eiga kröfu á hendur Wow Air Samgöngustofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að allt flug Wow Air falli niður, félagið sé nú hætt starfsemi. Er farþegum er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum. „Samkvæmt viðbragðsáætlun munu flugmálayfirvöld kanna vilja annarra flugfélaga til að aðstoða farþega með svokölluðum björgunarfargjöldum í samræmi við yfirlýsingu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Upplýsingum um það verður komið á framfæri við farþega jafnóðum og þær liggja fyrir. Jafnframt verður samkvæmt viðbragðsáætlun lagt mat á getu annarra flugfélaga til að mæta aukinni eftirspurn.“ Í tilkynningunni er áréttað að farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti ættu að hafa samband við útgefanda kortsins til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan. „Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af,“ segir í tilkynningunni sem Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri skrifar undir. Þá segir að endingu að farþegar kunni að eiga kröfu á hendur Wow Air, þá á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans.Skjáskot af vef WOW air þar sem tilkynnt var um að félagið hefði hætt starfsemi.Vinnumálastofnun ekki enn borist tilkynning Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir að stofnuninni hafi ekki enn borist tilkynning frá flugfélaginu vegna stöðunnar sem upp sé komin. Viðbragðsteymi Vinnumálastofnunar komi saman til fundar núna klukkan 9 til að kortleggja hvaða áhrif stöðvun á starfsemi WOW hefur á stofnunina. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar WOW ráðvilltir og argir Greina má mikla ónáægju meðal farþega WOW air sem bókað áttu flug með flugfélaginu í dag 28. mars 2019 07:14 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Farþegar WOW ráðvilltir og argir Greina má mikla ónáægju meðal farþega WOW air sem bókað áttu flug með flugfélaginu í dag 28. mars 2019 07:14
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15