Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Sylvía Hall skrifar 27. mars 2019 17:58 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. Málþingið er lokaviðburður „Píkudaga“ sem fara fram 26. til 28. mars í háskólanum. Í svari Gunnars Braga til femínistafélagsins, sem hann hefur óskað eftir að verði lesið upp á málþinginu, segir hann ástæðuna vera undirtektir félagsins við yfirlýsingu Kvenréttindafélags Íslands sem lesin var upp á fundi Velferðarnefndar þann 4. mars í tengslum við Klausturmálið. Hann segir yfirlýsinguna einkennast af einelti og rógburði gegn eina kvenkyns þingmanni Miðflokksins, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. „[Þá mun] Miðflokkurinn ekki senda fulltrúa á þennan fund eða á aðrar samkomur félagsins að svo komnu máli. Með því að taka undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins hefur Femínistafélagið gert sig sekt um samskonar einelti og Kvenréttindafélagið.“Meðlimir stjórnar Femínistafélags Háskóla Íslands á viðburði Píkudaga.FacebookÁmælisvert að bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni Í yfirlýsingunni sem Gunnar Bragi vísar í mótmælti Kvenréttindafélag Íslands því að fulltrúar félagsins væru „settir í þá stöðu að þurfa að sitja fund með þingmanni sem hefði tekið þátt í hatursorðræðu á Klausturbar í nóvember“. Femínistafélagið tók einróma undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins og segir í svari sínu til Gunnars Braga að kyn Önnu Kolbrúnar kæmi yfirlýsingunni ekki við heldur þátttaka hennar í þeim umræðum sem fram fóru á Klausturbar. „Félaginu þykir miður að Gunnar Bragi reyni að láta líta svo út að yfirlýsing Kvenréttindafélagsins hafi eitthvað með kyn þingmannsins að gera. Það að ætla bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni á gjörðir einstaklinga þykir okkur ámælisvert,“ segir í svari Femínistafélagsins og er bent á að það sé ekki þingflokknum til framdráttar að aðeins ein kona sé innan þeirra raða. Að lokum segir í svarinu að Gunnar Bragi sé velkominn á málþing félagsins til þess að ræða við meðlimi þess fyrir opnum tjöldum. Félagið bauð þingflokksformönnum allra flokka á Alþingi að senda fulltrúa og hafa sex flokkar, Framsókn, Píratar, Samfylking, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn staðfest þátttöku sína. Flokkur fólksins afþakkaði þátttöku vegna anna. Gunnar Bragi afþakkar þátttöku í málþingi okkar á morgun með ásökunum um einelti og rógburð af hendi félagsins vegna stuðnings okkar við yfirlýsingu KRFÍ nýlega.Meðfylgjandi er opið svar okkar. pic.twitter.com/vDa9cSodEj— Femínistafélag HÍ (@femmafab) 27 March 2019 Alþingi Jafnréttismál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. Málþingið er lokaviðburður „Píkudaga“ sem fara fram 26. til 28. mars í háskólanum. Í svari Gunnars Braga til femínistafélagsins, sem hann hefur óskað eftir að verði lesið upp á málþinginu, segir hann ástæðuna vera undirtektir félagsins við yfirlýsingu Kvenréttindafélags Íslands sem lesin var upp á fundi Velferðarnefndar þann 4. mars í tengslum við Klausturmálið. Hann segir yfirlýsinguna einkennast af einelti og rógburði gegn eina kvenkyns þingmanni Miðflokksins, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. „[Þá mun] Miðflokkurinn ekki senda fulltrúa á þennan fund eða á aðrar samkomur félagsins að svo komnu máli. Með því að taka undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins hefur Femínistafélagið gert sig sekt um samskonar einelti og Kvenréttindafélagið.“Meðlimir stjórnar Femínistafélags Háskóla Íslands á viðburði Píkudaga.FacebookÁmælisvert að bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni Í yfirlýsingunni sem Gunnar Bragi vísar í mótmælti Kvenréttindafélag Íslands því að fulltrúar félagsins væru „settir í þá stöðu að þurfa að sitja fund með þingmanni sem hefði tekið þátt í hatursorðræðu á Klausturbar í nóvember“. Femínistafélagið tók einróma undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins og segir í svari sínu til Gunnars Braga að kyn Önnu Kolbrúnar kæmi yfirlýsingunni ekki við heldur þátttaka hennar í þeim umræðum sem fram fóru á Klausturbar. „Félaginu þykir miður að Gunnar Bragi reyni að láta líta svo út að yfirlýsing Kvenréttindafélagsins hafi eitthvað með kyn þingmannsins að gera. Það að ætla bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni á gjörðir einstaklinga þykir okkur ámælisvert,“ segir í svari Femínistafélagsins og er bent á að það sé ekki þingflokknum til framdráttar að aðeins ein kona sé innan þeirra raða. Að lokum segir í svarinu að Gunnar Bragi sé velkominn á málþing félagsins til þess að ræða við meðlimi þess fyrir opnum tjöldum. Félagið bauð þingflokksformönnum allra flokka á Alþingi að senda fulltrúa og hafa sex flokkar, Framsókn, Píratar, Samfylking, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn staðfest þátttöku sína. Flokkur fólksins afþakkaði þátttöku vegna anna. Gunnar Bragi afþakkar þátttöku í málþingi okkar á morgun með ásökunum um einelti og rógburð af hendi félagsins vegna stuðnings okkar við yfirlýsingu KRFÍ nýlega.Meðfylgjandi er opið svar okkar. pic.twitter.com/vDa9cSodEj— Femínistafélag HÍ (@femmafab) 27 March 2019
Alþingi Jafnréttismál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41