Í forystu í mannréttindaráðinu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 07:00 Ísland var í forystu 36 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði þegar fastafulltrúi okkar í mannréttindaráðinu flutti sameiginlegt ávarp um ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Þetta framtak markar þáttaskil því á vettvangi ráðsins hefur aldrei náðst slík samstaða um gagnrýni á sádiarabísk stjórnvöld. Þau hafa ekki aðeins gengist við morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi heldur fangelsa þau einnig konur (og karla) fyrir það eitt að beita sér fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Við erum stolt af því að hafa látið verkin tala, jafnvel þorað á meðan aðrir þegja, og vonum að gagnrýnin skili árangri. Ekkert er gefið í þeim efnum – en dropinn holar steininn. Frelsi og mannréttindi eru forsendur velsældar og um leið einn helsti mælikvarði hennar. Það á við um Sádi-Arabíu eins og önnur ríki. Ísland hefur tekið virkan þátt í störfum mannréttindaráðsins frá kosningunni í fyrrasumar. Á dögunum sótti ég í þriðja sinn svonefnda ráðherraviku, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra. Ýmislegt má bæta í starfsemi ráðsins og talar Ísland áfram fyrir umbótum og breytingum á starfsháttum þess. Margt er hins vegar vel gert. Mannréttindaráðið afgreiddi 29 ályktanir í lok fyrstu fundahrinu ársins í vikunni sem leið. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Níkaragva. Hin ályktunin er söguleg og fjallar um konur og stúlkur í íþróttum. Þar ályktar ráðið í fyrsta sinn um réttindi fólks með óhefðbundin kyneinkenni og áréttar að einstaklingar eigi ekki að þurfa að undirgangast ónauðsynlegar aðgerðir. Einnig samþykkti ráðið ályktanir sem sneru að stöðu mannréttinda í Íran, Sýrlandi og Mjanmar, svo dæmi séu tekin. Ísland studdi þessar ályktanir með virkum hætti og lagði ennfremur lóð á vogarskálar við samþykkt ályktunar um vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum er tengjast umhverfismálum. Ísland lætur skýrt að sér kveða í störfum mannréttindaráðsins og er öflugur málsvari mannréttinda. Af því er ég stoltur.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkismál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland var í forystu 36 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði þegar fastafulltrúi okkar í mannréttindaráðinu flutti sameiginlegt ávarp um ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Þetta framtak markar þáttaskil því á vettvangi ráðsins hefur aldrei náðst slík samstaða um gagnrýni á sádiarabísk stjórnvöld. Þau hafa ekki aðeins gengist við morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi heldur fangelsa þau einnig konur (og karla) fyrir það eitt að beita sér fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Við erum stolt af því að hafa látið verkin tala, jafnvel þorað á meðan aðrir þegja, og vonum að gagnrýnin skili árangri. Ekkert er gefið í þeim efnum – en dropinn holar steininn. Frelsi og mannréttindi eru forsendur velsældar og um leið einn helsti mælikvarði hennar. Það á við um Sádi-Arabíu eins og önnur ríki. Ísland hefur tekið virkan þátt í störfum mannréttindaráðsins frá kosningunni í fyrrasumar. Á dögunum sótti ég í þriðja sinn svonefnda ráðherraviku, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra. Ýmislegt má bæta í starfsemi ráðsins og talar Ísland áfram fyrir umbótum og breytingum á starfsháttum þess. Margt er hins vegar vel gert. Mannréttindaráðið afgreiddi 29 ályktanir í lok fyrstu fundahrinu ársins í vikunni sem leið. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Níkaragva. Hin ályktunin er söguleg og fjallar um konur og stúlkur í íþróttum. Þar ályktar ráðið í fyrsta sinn um réttindi fólks með óhefðbundin kyneinkenni og áréttar að einstaklingar eigi ekki að þurfa að undirgangast ónauðsynlegar aðgerðir. Einnig samþykkti ráðið ályktanir sem sneru að stöðu mannréttinda í Íran, Sýrlandi og Mjanmar, svo dæmi séu tekin. Ísland studdi þessar ályktanir með virkum hætti og lagði ennfremur lóð á vogarskálar við samþykkt ályktunar um vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum er tengjast umhverfismálum. Ísland lætur skýrt að sér kveða í störfum mannréttindaráðsins og er öflugur málsvari mannréttinda. Af því er ég stoltur.Höfundur er utanríkisráðherra
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar