Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2019 13:45 Skúli Mogensen, eigandi félagsins, gerir nú allt til að bjarga fyrirtækinu sínu en þessi mynd var tekin á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sumar. vísir/vilhelm Airport Associates er einn þeirra kröfuhafa sem hafa samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í WOW air í hlutafé. Forstjóri félagsins segir það samdómaálit kröfuhafa að það sé heillavænlegri leið en að WOW fari í þrot. Tölur úr rekstri WOW air sýni algjöra umbreytingu á rekstri félagsins undanfarna mánuði og rekstrarhorfur félagsins séu góðar. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir WOW hafa losað sig við stærri flugvélar félagsins og fært það aftur í þá stöðu sem það var í árið 2015 og 2016. „Í staðinn fyrir að vera í bullandi tapi lítur þetta mjög vel út,“ segir Sigþór.Sjá einnig: Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafaKröfuhafarnir hafi fundað stíft undanfarna daga að en áætlun þeirra gangi út á að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur sé á meðal þeirra um að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna. Ef það gangi upp séu framtíðarrekstrarhorfur WOW air góðar; það er segja að áætlanir um skuldabreytingu og aukið hlutafé gangi eftir. Skúli Mogensen hefur frá upphafi verið eini eigandi félagsins. Nú er það væntanlega að breytast en Skúli er einn af þeim sem á kröfur í WOW. Sigþór segir að það sé hlutverk nýrra hluthafa að ákveða hver stýri félaginu í framtíðinni. Hann segist styðja að Skúli verði áfram forstjóri. „Ég myndi gera það. Hann er búinn að gera stórkostlega hluti, mikið af mistökum líka, en lyfta grettistaki við að umbreyta félaginu aftur í rekstrarhæft form til framtíðar. Ég myndi gera það 100 prósent,“ segir Sigþór en tekur fram að hann ráði því að sjálfsögðu ekki einn og það komi fleiri að þeirri ákvörðun. Isavia, sem sér um rekstur allra flugvalla á Íslandi, er einn af kröfuhöfum WOW en félagið stóð fyrir utan þessar samningaviðræður og er ekki einn þeirra kröfuhafa sem mun umbreyta skuldum WOW í hlutafé. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23 Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Airport Associates er einn þeirra kröfuhafa sem hafa samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í WOW air í hlutafé. Forstjóri félagsins segir það samdómaálit kröfuhafa að það sé heillavænlegri leið en að WOW fari í þrot. Tölur úr rekstri WOW air sýni algjöra umbreytingu á rekstri félagsins undanfarna mánuði og rekstrarhorfur félagsins séu góðar. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir WOW hafa losað sig við stærri flugvélar félagsins og fært það aftur í þá stöðu sem það var í árið 2015 og 2016. „Í staðinn fyrir að vera í bullandi tapi lítur þetta mjög vel út,“ segir Sigþór.Sjá einnig: Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafaKröfuhafarnir hafi fundað stíft undanfarna daga að en áætlun þeirra gangi út á að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur sé á meðal þeirra um að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna. Ef það gangi upp séu framtíðarrekstrarhorfur WOW air góðar; það er segja að áætlanir um skuldabreytingu og aukið hlutafé gangi eftir. Skúli Mogensen hefur frá upphafi verið eini eigandi félagsins. Nú er það væntanlega að breytast en Skúli er einn af þeim sem á kröfur í WOW. Sigþór segir að það sé hlutverk nýrra hluthafa að ákveða hver stýri félaginu í framtíðinni. Hann segist styðja að Skúli verði áfram forstjóri. „Ég myndi gera það. Hann er búinn að gera stórkostlega hluti, mikið af mistökum líka, en lyfta grettistaki við að umbreyta félaginu aftur í rekstrarhæft form til framtíðar. Ég myndi gera það 100 prósent,“ segir Sigþór en tekur fram að hann ráði því að sjálfsögðu ekki einn og það komi fleiri að þeirri ákvörðun. Isavia, sem sér um rekstur allra flugvalla á Íslandi, er einn af kröfuhöfum WOW en félagið stóð fyrir utan þessar samningaviðræður og er ekki einn þeirra kröfuhafa sem mun umbreyta skuldum WOW í hlutafé.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23 Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07
Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23
Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39