Viðskipti innlent

Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air

Birgir Olgeirsson skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm
Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í fyrramálið. 

Fundurinn átti að standa til klukkan 16 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundinum slitið fyrr en áætlað var vegna óvissunnar sem uppi er vegna WOW air. 



Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Vísi að viðræðunum hafi verið frestað út af margvíslegum ástæðum. Auðvitað hafi menn áhyggjur af stöðu WOW air en hann vildi ekki meina að viðræðunum hafi eingöngu verið frestað vegna WOW

Ragnar segir að WOW skipti auðvitað máli, viðsemjendur VR líti þannig á stöðuna. 

Spurður hvort að VR muni slá af kröfum sínum vegna WOW Air segir hann að það hafi ekki komið til tals. Ragnar segist helst hafa áhyggjur af stöðu heimilanna ef allt fer á versta veg með WOW. Það getur hleypt verðbólgu af stað og orðið gríðarlegu skellur fyrir heimilin. 

Ragnar segir að VR muni heldur þurfa að skerpa á sínum kröfum til að verja heimilin fyrir mögulegum skelli út af verðbólguskoti ef spár ganga eftir um verstu mögulegu niðurstöðuna fyrir hagkerfið. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×