Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2019 23:44 Nancy Pelosi og Chuck Schumer. Getty/Zach Gibson Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. Þau segja William P. Barr, dómsmálaráðherra, ekki vera hlutlausan og samantekt hans á skýrslunni varpi fram fleiri spurningum en svörum. Þau segja einnig að yfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að skýrsla Mueller hreinsi hann af allri sök séu í þversögn við samantekt Barr og þeim eigi ekki að taka trúanlega. „Með tilliti til opinberrar hlutdrægni Barr gagnvart rannsókn Mueller, er hann ekki hlutlaus og er ekki í stöðu til að leggja fram hlutlægt mat á niðurstöðum skýrslu Mueller,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Pelosi og Schumer. Þau sögðu þingið krefjast allrar skýrslunnar og þeirra gagna sem að henni hlúta. Það væri nauðsynlegt fyrir störf þingnefnda og að bandaríska þjóðin ætti rétt á því að sjá skýrsluna.The American people deserve the truth. AG Barr must #ReleaseTheFullReport. Read my full statement with @SenSchumer here: https://t.co/rWLsszbNdk — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) March 24, 2019 Bandamenn Donald Trump hafa tekið samantekt Barr fagnandi og jafnvel sagt hana hreinsa forsetann af allri sök, eins og hann sjálfur hefur haldið fram. Demókratar segja hins vegar nauðsynlegt að opinbera skýrsluna sjálfa. Í samantekt Barr segir að Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð.Sjá einnig: Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með RússumÞar segir einnig Mueller hafi ekki lagt mat á það hvort forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Það sé of flókið mál. Þess í stað tók hann saman margar yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar. Barr segir Mueller taka sérstaklega fram að sú niðurstaða hans að leggja ekki mat á hvort ákæra eigi forsetann, sé hvorki til marks um sekt hans eða sakleysi. Dómsmálaráðherrann bæti við að þar sem Mueller hafi ekki sagt til um það „falli það í hans skaut“ að segja til um það hvort að forsetinn hafi framið glæp. Hann og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, ákváðu að svo væri ekki. Jerrold Nadler, Demókrati og formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir að Barr verði kallaður fyrir nefndina.In light of the very concerning discrepancies and final decision making at the Justice Department following the Special Counsel report, where Mueller did not exonerate the President, we will be calling Attorney General Barr in to testify before @HouseJudiciary in the near future. — (((Rep. Nadler))) (@RepJerryNadler) March 24, 2019 William Barr var skipaður í embætti Dómsmálaráðherra í síðasta mánuði. Hann var á árum áður ráðherra í forsetatíð George H.W. Bush en Trump tilnefndi hann eftir að hann rak Jeff Sessions úr embættinu. Þá hafði Trump lengi verið reiður út í Sessions vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan varðandi Rússarannsóknina eftir að hann sagði ósatt um fundi með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Barr sendi í fyrra 20 tuttugu blaðsíðna minniblað óumbeðinn til Dómsmálaráðuneytisins þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og sagði hana hafa farið úr böndunum. Hann deildi minnisblaðinu einnig með lögmönnum Trump.Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn. Þegar hann mætti fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar í janúar rifjuðu þingmenn Demókrataflokksins upp fyrri ummæli Barr þar sem hann hafði lýst því yfir að forseti Bandaríkjanna gæti í raun stýrt löggæslu- og dómsmálum, jafnvel þó þau vörðuðu hann sjálfan. Þingmaðurinn Chris Murphy (Demókrati) sagði á Twitter í kvöld að mögulega væri mat Barr réttmætt. Það væri hins vegar ótækt að að bandamaður Trump, sem hefði verið skipaður í embætti vegna andstöðu hans gagnvart rannsókninni, ætti að fá að segja til um hvað væri í skýrslu Mueller.Maybe Barr’s interpretation is right. Maybe it’s not. But why the heck would we be ok with an ally of President, appointed because of his hostility to the Mueller investigation, tell us what the report says? Give Congress the report. Give the public the report. Now. — Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) March 24, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00 Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Pelosi segir ekki koma til greina að halda leynd yfir skýrslu Mueller Demókratar berjast fyrir því að gögn sem tengjast Rússarannsókninni verði gerð opinber. 23. mars 2019 22:00 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. Þau segja William P. Barr, dómsmálaráðherra, ekki vera hlutlausan og samantekt hans á skýrslunni varpi fram fleiri spurningum en svörum. Þau segja einnig að yfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að skýrsla Mueller hreinsi hann af allri sök séu í þversögn við samantekt Barr og þeim eigi ekki að taka trúanlega. „Með tilliti til opinberrar hlutdrægni Barr gagnvart rannsókn Mueller, er hann ekki hlutlaus og er ekki í stöðu til að leggja fram hlutlægt mat á niðurstöðum skýrslu Mueller,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Pelosi og Schumer. Þau sögðu þingið krefjast allrar skýrslunnar og þeirra gagna sem að henni hlúta. Það væri nauðsynlegt fyrir störf þingnefnda og að bandaríska þjóðin ætti rétt á því að sjá skýrsluna.The American people deserve the truth. AG Barr must #ReleaseTheFullReport. Read my full statement with @SenSchumer here: https://t.co/rWLsszbNdk — Nancy Pelosi (@SpeakerPelosi) March 24, 2019 Bandamenn Donald Trump hafa tekið samantekt Barr fagnandi og jafnvel sagt hana hreinsa forsetann af allri sök, eins og hann sjálfur hefur haldið fram. Demókratar segja hins vegar nauðsynlegt að opinbera skýrsluna sjálfa. Í samantekt Barr segir að Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð.Sjá einnig: Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með RússumÞar segir einnig Mueller hafi ekki lagt mat á það hvort forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Það sé of flókið mál. Þess í stað tók hann saman margar yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar. Barr segir Mueller taka sérstaklega fram að sú niðurstaða hans að leggja ekki mat á hvort ákæra eigi forsetann, sé hvorki til marks um sekt hans eða sakleysi. Dómsmálaráðherrann bæti við að þar sem Mueller hafi ekki sagt til um það „falli það í hans skaut“ að segja til um það hvort að forsetinn hafi framið glæp. Hann og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, ákváðu að svo væri ekki. Jerrold Nadler, Demókrati og formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir að Barr verði kallaður fyrir nefndina.In light of the very concerning discrepancies and final decision making at the Justice Department following the Special Counsel report, where Mueller did not exonerate the President, we will be calling Attorney General Barr in to testify before @HouseJudiciary in the near future. — (((Rep. Nadler))) (@RepJerryNadler) March 24, 2019 William Barr var skipaður í embætti Dómsmálaráðherra í síðasta mánuði. Hann var á árum áður ráðherra í forsetatíð George H.W. Bush en Trump tilnefndi hann eftir að hann rak Jeff Sessions úr embættinu. Þá hafði Trump lengi verið reiður út í Sessions vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan varðandi Rússarannsóknina eftir að hann sagði ósatt um fundi með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Barr sendi í fyrra 20 tuttugu blaðsíðna minniblað óumbeðinn til Dómsmálaráðuneytisins þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og sagði hana hafa farið úr böndunum. Hann deildi minnisblaðinu einnig með lögmönnum Trump.Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn. Þegar hann mætti fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar í janúar rifjuðu þingmenn Demókrataflokksins upp fyrri ummæli Barr þar sem hann hafði lýst því yfir að forseti Bandaríkjanna gæti í raun stýrt löggæslu- og dómsmálum, jafnvel þó þau vörðuðu hann sjálfan. Þingmaðurinn Chris Murphy (Demókrati) sagði á Twitter í kvöld að mögulega væri mat Barr réttmætt. Það væri hins vegar ótækt að að bandamaður Trump, sem hefði verið skipaður í embætti vegna andstöðu hans gagnvart rannsókninni, ætti að fá að segja til um hvað væri í skýrslu Mueller.Maybe Barr’s interpretation is right. Maybe it’s not. But why the heck would we be ok with an ally of President, appointed because of his hostility to the Mueller investigation, tell us what the report says? Give Congress the report. Give the public the report. Now. — Chris Murphy (@ChrisMurphyCT) March 24, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00 Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Pelosi segir ekki koma til greina að halda leynd yfir skýrslu Mueller Demókratar berjast fyrir því að gögn sem tengjast Rússarannsókninni verði gerð opinber. 23. mars 2019 22:00 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. 23. mars 2019 16:00
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Pelosi segir ekki koma til greina að halda leynd yfir skýrslu Mueller Demókratar berjast fyrir því að gögn sem tengjast Rússarannsókninni verði gerð opinber. 23. mars 2019 22:00
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04