Skotar komu til baka eftir vonbrigðin í Kasakstan og unnu San Marínó á útivelli. Króatar töpuðu fyrir Ungverjum.
Fyrsti leikur Skota í undankeppni EM 2020 var leikur sem flestir stuðningsmenn og leikmenn vilja gleyma sem fyrst, en þeir fengu 3-0 skell gegn Kasakstan og frammistaðan var arfaslök.
Ef einhver andstæðingur væri góður til þess að svara fyrir tapið gegn er það líklegast San Marínó, sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA og er því versta fótboltalandsliðs heims á pappírnum.
Frammistaðan í dag var hins vegar ekki til þess að létta á pressunni á Alex McLeish. Kenny McLean kom Skotum yfir strax á upphafsmínútum leiksins en þrátt fyrir að vera miklu meira með boltan og eiga 21 marktilraun voru stuðningsmenn Skota ekki sérlega sáttir með sína menn.
Johnny Russell skoraði annað mark Skota á 74. mínútu og leiknum lauk með 2-0 sigri.
Króatar, sem spiluðu til úrslita á HM síðasta sumar, lentu í vandræðum í Ungverjalandi og þurftu að snúa heim án stiga.
Króatar voru meira með boltann í leiknum en náðu hins vegar aðeins tveimur skotum á markrammann. Annað þeirra varð að fyrsta marki leiksins, sem Ante Rebic skoraði úr teignum eftir sendingu Andrej Kramaric.
Heimamenn jöfnuðu metin á 34. mínútu með marki frá Adam Szalai og jafnt var með liðunum í hálfleik.
Sigurmarkið kom frá Mate Patkai á 76. mínútu af stuttu færi eftir hornspyrnu.
Bæði lið eru með þrjú stig í E-riðli eftir þessa fyrstu leiki í undankeppninni.
Skotar ósannfærandi gegn versta liði heims
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti


„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti


Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti