Saklaus af því að reyna að slasa keppinaut sinn á svellinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 14:15 Mariah Bell slapp með refsingu en hún er ekki vinsæl í Suður-Kóreu. Getty/Matthew Stockman Bandaríska skautadrottningin Mariah Bell er saklaus af því að reyna að slasa aðalkeppinaut sinn í upphitun fyrir skautakeppni á heimsmeistaramótinu í Japan á dögunum. Fólk úr herbúðum Lim Eun-soo hélt því fram að Mariah Bell hafi sparkað í þá suðurkóresku og við það skorið á henni fótinn í upphitun fyrir stutta prógrammið. Myndband sýnir Mariah Bell koma aftan að Lim og skauta síðan fram hjá henni með fótinn sinn út. Alþjóða skautasambandið tók málið fyrir en taldi ekki ástæða til að grípa til neinna aðgerða. „Miðað við sönnunargögnin sem við höfum, meðal annað þetta myndband, er engin ástæða til að halda það að frú Bell hafi ætlað sér að skaða frú Lim,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu.American figure skater Mariah Bell has been cleared of attempting to deliberately injure South Korean rival Lim Eun-soo. Full story https://t.co/XZChW9YEiFpic.twitter.com/7aAXhZSGem — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Fulltrúar Alþjóða skautasambandsins hittu fulltrúa frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu með það markmið að leita sátta í þessu máli. Hin sextán ára Lim sást kveinka sér eftir atvikið en fór síðan út á ísinn og náði fimmtu bestu frammistöðunni í stutta prógramminu. Hin 22 ára gamla Bell varð einu sæti á eftir henni. Báðar æfa þær undir stjórn Rafael Arutyunyan og þær keppa aftur í kvöld þar sem þær munu líka hita upp á sama tíma. Það má búast við því að það verði fylgst vel með þeim þá. Málið minnir líka aðeins á það þegar, fyrrum eiginmaður Tonyu Harding og lífvörður hans, réðust á hennar aðalkeppinaut sem var Nancy Kerrigan. Þetta gerðist stuttu fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer 1994 þar sem báðar höfðu sett stefnuna á verðlaunapall. Kerrigan náði sér fyrir leikana og vann silfur en ferill Tonyu Harding náði sér aldrei á eftir. Mikið fjölmiðlafár varð í framhaldinu og síðustu árum hefur verið gerð heimildarmynd og Hollywood kvikmynd um málið.Lim Eun-soo.AP/Andy Wong Aðrar íþróttir Bandaríkin Skautaíþróttir Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Sjá meira
Bandaríska skautadrottningin Mariah Bell er saklaus af því að reyna að slasa aðalkeppinaut sinn í upphitun fyrir skautakeppni á heimsmeistaramótinu í Japan á dögunum. Fólk úr herbúðum Lim Eun-soo hélt því fram að Mariah Bell hafi sparkað í þá suðurkóresku og við það skorið á henni fótinn í upphitun fyrir stutta prógrammið. Myndband sýnir Mariah Bell koma aftan að Lim og skauta síðan fram hjá henni með fótinn sinn út. Alþjóða skautasambandið tók málið fyrir en taldi ekki ástæða til að grípa til neinna aðgerða. „Miðað við sönnunargögnin sem við höfum, meðal annað þetta myndband, er engin ástæða til að halda það að frú Bell hafi ætlað sér að skaða frú Lim,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu.American figure skater Mariah Bell has been cleared of attempting to deliberately injure South Korean rival Lim Eun-soo. Full story https://t.co/XZChW9YEiFpic.twitter.com/7aAXhZSGem — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Fulltrúar Alþjóða skautasambandsins hittu fulltrúa frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu með það markmið að leita sátta í þessu máli. Hin sextán ára Lim sást kveinka sér eftir atvikið en fór síðan út á ísinn og náði fimmtu bestu frammistöðunni í stutta prógramminu. Hin 22 ára gamla Bell varð einu sæti á eftir henni. Báðar æfa þær undir stjórn Rafael Arutyunyan og þær keppa aftur í kvöld þar sem þær munu líka hita upp á sama tíma. Það má búast við því að það verði fylgst vel með þeim þá. Málið minnir líka aðeins á það þegar, fyrrum eiginmaður Tonyu Harding og lífvörður hans, réðust á hennar aðalkeppinaut sem var Nancy Kerrigan. Þetta gerðist stuttu fyrir Ólympíuleikana í Lillehammer 1994 þar sem báðar höfðu sett stefnuna á verðlaunapall. Kerrigan náði sér fyrir leikana og vann silfur en ferill Tonyu Harding náði sér aldrei á eftir. Mikið fjölmiðlafár varð í framhaldinu og síðustu árum hefur verið gerð heimildarmynd og Hollywood kvikmynd um málið.Lim Eun-soo.AP/Andy Wong
Aðrar íþróttir Bandaríkin Skautaíþróttir Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Sjá meira