Hluta námslána breytt í styrk Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. mars 2019 06:15 Ráðherra gerir ráð fyrir að frumvarpið rati í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní. Fréttablaðið/Stefán „Ég er byrjuð að kynna þessa framtíðarsýn og stóru atriðin í þessu. Svo kemur frumvarp inn í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní þegar við erum búin að kynna þetta og fá viðbrögð. Frumvarpið verður svo lagt fram á haustþingi og ný lög myndu taka gildi 2020,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, um hugmyndir að nýju námslánakerfi. Lilja bendir á að gildandi lög um LÍN séu í grunninn frá 1992 og núverandi stuðningskerfi við námsmenn í rauninni barn síns tíma. Því hafi verið ákveðið að ráðast í grundvallarbreytingar í stað þess að setja plástur á núverandi kerfi. Meðal helstu efnisatriða nýja kerfisins er að þeir námsmenn sem klára nám sitt á tilsettum tíma fá 30 prósent höfuðstóls felldan niður við námslok. Meðal annarra breytinga sem lagðar verða til er að frítekjumark hækkar sem þýðir að námsmenn geta aflað sér meiri tekna án þess að námslán skerðist. Þá verður komið á laggirnar beinum stuðningi við námsmenn sem eiga börn í stað þess að boðið sé upp á aukalán. Verði umræddar breytingar að lögum myndu þær þýða að höfuðstóll námsláns hjá 27 ára einstæðu foreldri á leigumarkaði sem lýkur kennaranámi lækkaði um rúm 40 prósent miðað við núverandi kerfi. Yrði höfuðstóllinn 3,5 milljónir í stað 5,9 milljóna. Hjá pari með tvö börn sem útskrifast 31 og 34 ára úr læknisfræðinámi í Svíþjóð myndu breytingarnar leiða til helmingslækkunar á höfuðstól námslána við námslok. Hjá parinu yrði höfuðstóllinn við námslok 7,6 milljónir í stað 15,3 milljóna. Lilja bendir á að íslenskir námsmenn vinni meira og séu lengur að klára háskólanám heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. Þá eigi þeir frekar börn en námsmenn annars staðar. „Við erum að koma með nýtt kerfi til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta kerfi er að norrænni fyrirmynd en engu að síður erum við að taka tillit til aðstæðna hérlendis. Þeir sem hafa verið með börn þegar þeir voru námsmenn fara mun skuldsettari út í lífið og við erum að koma til móts við það,“ segir Lilja. Talið er að fjárhagslegur ábati samfélagsins af því að þessir námsmenn verði fyrr þátttakendur í atvinnulífinu nemi um tíu milljörðum króna á tíu ára tímabili. Lilja segist mjög ánægð með þá vinnu sem fram hafi farið enda hafi helstu lánasérfræðingar þjóðarinnar komið að málum. „Annað sem við erum líka að fást við er brotthvarf úr námi. Við erum auðvitað líka að búa til hvata til þess að það eigi sér ekki stað. Þetta er kerfi sem er að fullu fjármagnað vegna þess að fjárhagsstaða LÍN er mjög góð. Við nýtum þá fjármuni sem eru þar til þess að fjármagna hluta breytinganna,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
„Ég er byrjuð að kynna þessa framtíðarsýn og stóru atriðin í þessu. Svo kemur frumvarp inn í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní þegar við erum búin að kynna þetta og fá viðbrögð. Frumvarpið verður svo lagt fram á haustþingi og ný lög myndu taka gildi 2020,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, um hugmyndir að nýju námslánakerfi. Lilja bendir á að gildandi lög um LÍN séu í grunninn frá 1992 og núverandi stuðningskerfi við námsmenn í rauninni barn síns tíma. Því hafi verið ákveðið að ráðast í grundvallarbreytingar í stað þess að setja plástur á núverandi kerfi. Meðal helstu efnisatriða nýja kerfisins er að þeir námsmenn sem klára nám sitt á tilsettum tíma fá 30 prósent höfuðstóls felldan niður við námslok. Meðal annarra breytinga sem lagðar verða til er að frítekjumark hækkar sem þýðir að námsmenn geta aflað sér meiri tekna án þess að námslán skerðist. Þá verður komið á laggirnar beinum stuðningi við námsmenn sem eiga börn í stað þess að boðið sé upp á aukalán. Verði umræddar breytingar að lögum myndu þær þýða að höfuðstóll námsláns hjá 27 ára einstæðu foreldri á leigumarkaði sem lýkur kennaranámi lækkaði um rúm 40 prósent miðað við núverandi kerfi. Yrði höfuðstóllinn 3,5 milljónir í stað 5,9 milljóna. Hjá pari með tvö börn sem útskrifast 31 og 34 ára úr læknisfræðinámi í Svíþjóð myndu breytingarnar leiða til helmingslækkunar á höfuðstól námslána við námslok. Hjá parinu yrði höfuðstóllinn við námslok 7,6 milljónir í stað 15,3 milljóna. Lilja bendir á að íslenskir námsmenn vinni meira og séu lengur að klára háskólanám heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. Þá eigi þeir frekar börn en námsmenn annars staðar. „Við erum að koma með nýtt kerfi til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta kerfi er að norrænni fyrirmynd en engu að síður erum við að taka tillit til aðstæðna hérlendis. Þeir sem hafa verið með börn þegar þeir voru námsmenn fara mun skuldsettari út í lífið og við erum að koma til móts við það,“ segir Lilja. Talið er að fjárhagslegur ábati samfélagsins af því að þessir námsmenn verði fyrr þátttakendur í atvinnulífinu nemi um tíu milljörðum króna á tíu ára tímabili. Lilja segist mjög ánægð með þá vinnu sem fram hafi farið enda hafi helstu lánasérfræðingar þjóðarinnar komið að málum. „Annað sem við erum líka að fást við er brotthvarf úr námi. Við erum auðvitað líka að búa til hvata til þess að það eigi sér ekki stað. Þetta er kerfi sem er að fullu fjármagnað vegna þess að fjárhagsstaða LÍN er mjög góð. Við nýtum þá fjármuni sem eru þar til þess að fjármagna hluta breytinganna,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00
Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent