Flóttafólk María Bjarnadóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Ég hef ekki gert vísindalega rannsókn á þessu en ég held að fólkið sem skrifar viðbjóð um útlendinga í íslenska kommentakerfið þekki engan sem hefur þurft að flýja heimaland sitt. Þegar hælisleitandinn er skólasystir barnanna eða umsækjandinn um alþjóðlegu verndina er samstarfsmaður frænda, verða til tengsl sem minna okkur á að þó þau séu flóttafólk eru þau fólk; alveg eins og við hin. Þau verða þá ekki bara hluti af andlitslausri tölfræði um brottvísanir og endursendingar, heldur hluti af samfélaginu okkar. Þá kemur kerfið okkar við okkur sjálf, ekki bara þau. Það getur verið óþægileg tilfinning. Það er fullt af umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi sem við kynnumst aldrei. Sögur þeirra eru kannski svæsnar, brosin ekki blíð. Fólk flýr heimaland sitt af ólíkum ástæðum. Sum vegna styrjalda sem við á Íslandi höfum mótmælt eða stutt, önnur vegna loftslagsbreytinganna sem börnin okkar mótmæla. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa dreymt um aðra framtíð en flóttamennsku. Samstaða með flóttafólki á Íslandi á til að litast af því hversu vel viðkomandi passar inn í ímynd okkar um duglega flóttamanninn. Það er auðvelt að standa með notalega leikskólakennaranum, en við þurfum líka að veita athygli unga manninum með sundurtættu sálina sem aldrei verður virkur á vinnumarkaði. Þess vegna þurfa reglur að vera almennar og málsmeðferð fyrirsjáanleg. Svo allir eigi séns á vernd, ekki bara þau sem eiga fjölmiðlavæna sögu. Svo hérna er almenn hvatning til Íslendinga; kynnist flóttafólki. Já, þetta á líka við ykkur í kommentakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ekki gert vísindalega rannsókn á þessu en ég held að fólkið sem skrifar viðbjóð um útlendinga í íslenska kommentakerfið þekki engan sem hefur þurft að flýja heimaland sitt. Þegar hælisleitandinn er skólasystir barnanna eða umsækjandinn um alþjóðlegu verndina er samstarfsmaður frænda, verða til tengsl sem minna okkur á að þó þau séu flóttafólk eru þau fólk; alveg eins og við hin. Þau verða þá ekki bara hluti af andlitslausri tölfræði um brottvísanir og endursendingar, heldur hluti af samfélaginu okkar. Þá kemur kerfið okkar við okkur sjálf, ekki bara þau. Það getur verið óþægileg tilfinning. Það er fullt af umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi sem við kynnumst aldrei. Sögur þeirra eru kannski svæsnar, brosin ekki blíð. Fólk flýr heimaland sitt af ólíkum ástæðum. Sum vegna styrjalda sem við á Íslandi höfum mótmælt eða stutt, önnur vegna loftslagsbreytinganna sem börnin okkar mótmæla. Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa dreymt um aðra framtíð en flóttamennsku. Samstaða með flóttafólki á Íslandi á til að litast af því hversu vel viðkomandi passar inn í ímynd okkar um duglega flóttamanninn. Það er auðvelt að standa með notalega leikskólakennaranum, en við þurfum líka að veita athygli unga manninum með sundurtættu sálina sem aldrei verður virkur á vinnumarkaði. Þess vegna þurfa reglur að vera almennar og málsmeðferð fyrirsjáanleg. Svo allir eigi séns á vernd, ekki bara þau sem eiga fjölmiðlavæna sögu. Svo hérna er almenn hvatning til Íslendinga; kynnist flóttafólki. Já, þetta á líka við ykkur í kommentakerfinu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun